Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. desember 2025 15:22 Jeremy Clarkson rekur bóndabæ í dag og krá. Getty Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra. Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Með fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn reið röftum. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósenta skattalækkun á sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Aftur á móti stendur til að hækka fasteignaskatta, fyrirtækjaskatt og önnur gjöld. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, en þar á meðal er þingmaður sem hann kaus sjálfur, Tom Hayes. James segist grípa til þessara ráðstafana af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph. Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Með fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn reið röftum. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósenta skattalækkun á sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Aftur á móti stendur til að hækka fasteignaskatta, fyrirtækjaskatt og önnur gjöld. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, en þar á meðal er þingmaður sem hann kaus sjálfur, Tom Hayes. James segist grípa til þessara ráðstafana af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph.
Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira