John Cena hættur að glíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 10:11 Þú getur ekki séð John Cena glíma lengur. Rich Freeda/WWE via Getty Images Eftir tæpan aldarfjórðung sem einn frægasti glímukappi heims keppti John Cena sinn síðasta bardaga í nótt. John Cena barðist fyrst í WWE árið 2001 og hefur síðan þá verið eitt þekktasta nafnið í bransanum. Klæddur í sínar gallastuttbuxur hefur hann sautján heimsmeistaratitla. Goðsagnakennt slagorð hans „You Can‘t See Me“ hefur notið mikilla vinsælda meðal aðdáenda WWE en glímukappinn hefur líka gerst frægur fyrir feril sinn sem leikari og tónlistarmaður. John Cena hits his final “You Can’t See Me” move in the WWE pic.twitter.com/RmZab8CNKc— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) December 14, 2025 „Heilt yfir hefur enginn glímukappi dregið fleiri aðdáendur að WWE viðburðum heldur en John Cena“ sagði Brandon Thurston, eigandi og ritstjóri Wrestlenomics tímaritsins. The GOAT. There will never be another John Cena! 🥹 pic.twitter.com/8dT8jUQjma— WWE (@WWE) December 14, 2025 Störf hans í þágu góðgerðafélaga hafa einnig vakið athygli og þá sérstaklega farsælt samstarf við „Make A Wish“ samtökin, sem uppfylla óskir langveikra barna. Hinn 48 ára gamli Cena tilkynnti í júlí síðastliðnum að síðasti bardagi hans yrði bardaginn sem fór fram í Washington í Bandaríkjunum í nótt. Hann sagði þá að líkaminn höndlaði álagið ekki lengur og væri að öskra á hann að hætta. „Þú klúðraðir þessu“ Tap varð niðurstaðan í síðasta bardaga Cena og glímukappi að nafni Gunther hlaut heiðurinn sem fylgdi því að fella kónginn. Aðdáendur Cena voru hins vegar alls ekki ánægðir með hvernig hann kvaddi sviðið í síðasta sinn. WWE samtökin hafa hlotið töluverða gagnrýni fyrir að sviðsetja bardaga og ákveða, ekki einungis útkomuna, heldur hvernig nákvæmlega bardaginn skuli þróast og enda. It's over. Gunther taps out John Cena. pic.twitter.com/0O2lTpl3p1— WWE (@WWE) December 14, 2025 Það virtist vera raunin með síðasta bardaga Cena í nótt. Gunther var margoft búinn að læsa hann í glímubragði á gólfinu en alltaf slapp Cena, nema undir lokin þegar hann brosti og bað dómarann um að stöðva bardagann. Áhorfendur vildu meina að þetta hefði engan veginn verið alvöru glímubardagi, sviðsettur að algjörlega öllu leiti frá upphafi til enda. „Helvítis kjaftæði“ og „Þú klúðraðir þessu“ heyrðist hrópað úr stúkunni þegar Triple H, skipuleggjandi bardagakvöldsins, greip í míkrafón og flutti ræðu fyrir Cena eftir bardagann. Þá mátti einnig heyra greinilega „A-E-W“ hróp endurtekin en AEW er helsti keppinautur WWE. WWE FANS ARE CHANTING “A-E-W! A-E-W! A-E-W!” AT TRIPLE H LMFAOOOOOOO OH MY GOD #SNME pic.twitter.com/HFHJV7aSzj— Self Made AO 💫 (@KXNGAO) December 14, 2025 Glíma Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
John Cena barðist fyrst í WWE árið 2001 og hefur síðan þá verið eitt þekktasta nafnið í bransanum. Klæddur í sínar gallastuttbuxur hefur hann sautján heimsmeistaratitla. Goðsagnakennt slagorð hans „You Can‘t See Me“ hefur notið mikilla vinsælda meðal aðdáenda WWE en glímukappinn hefur líka gerst frægur fyrir feril sinn sem leikari og tónlistarmaður. John Cena hits his final “You Can’t See Me” move in the WWE pic.twitter.com/RmZab8CNKc— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) December 14, 2025 „Heilt yfir hefur enginn glímukappi dregið fleiri aðdáendur að WWE viðburðum heldur en John Cena“ sagði Brandon Thurston, eigandi og ritstjóri Wrestlenomics tímaritsins. The GOAT. There will never be another John Cena! 🥹 pic.twitter.com/8dT8jUQjma— WWE (@WWE) December 14, 2025 Störf hans í þágu góðgerðafélaga hafa einnig vakið athygli og þá sérstaklega farsælt samstarf við „Make A Wish“ samtökin, sem uppfylla óskir langveikra barna. Hinn 48 ára gamli Cena tilkynnti í júlí síðastliðnum að síðasti bardagi hans yrði bardaginn sem fór fram í Washington í Bandaríkjunum í nótt. Hann sagði þá að líkaminn höndlaði álagið ekki lengur og væri að öskra á hann að hætta. „Þú klúðraðir þessu“ Tap varð niðurstaðan í síðasta bardaga Cena og glímukappi að nafni Gunther hlaut heiðurinn sem fylgdi því að fella kónginn. Aðdáendur Cena voru hins vegar alls ekki ánægðir með hvernig hann kvaddi sviðið í síðasta sinn. WWE samtökin hafa hlotið töluverða gagnrýni fyrir að sviðsetja bardaga og ákveða, ekki einungis útkomuna, heldur hvernig nákvæmlega bardaginn skuli þróast og enda. It's over. Gunther taps out John Cena. pic.twitter.com/0O2lTpl3p1— WWE (@WWE) December 14, 2025 Það virtist vera raunin með síðasta bardaga Cena í nótt. Gunther var margoft búinn að læsa hann í glímubragði á gólfinu en alltaf slapp Cena, nema undir lokin þegar hann brosti og bað dómarann um að stöðva bardagann. Áhorfendur vildu meina að þetta hefði engan veginn verið alvöru glímubardagi, sviðsettur að algjörlega öllu leiti frá upphafi til enda. „Helvítis kjaftæði“ og „Þú klúðraðir þessu“ heyrðist hrópað úr stúkunni þegar Triple H, skipuleggjandi bardagakvöldsins, greip í míkrafón og flutti ræðu fyrir Cena eftir bardagann. Þá mátti einnig heyra greinilega „A-E-W“ hróp endurtekin en AEW er helsti keppinautur WWE. WWE FANS ARE CHANTING “A-E-W! A-E-W! A-E-W!” AT TRIPLE H LMFAOOOOOOO OH MY GOD #SNME pic.twitter.com/HFHJV7aSzj— Self Made AO 💫 (@KXNGAO) December 14, 2025
Glíma Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira