Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 12:28 Luciano Spalletti er fullur af hugmyndum um hvernig Juventus getur rétt gengi sitt af. Image Photo Agency/Getty Images Agnelli fjölskyldan, sem á meirihluta í ítalska fótboltaliðinu Juventus, hafnaði kauptilboði frá rafmyntafyrirtækinu Tether. Nú segir þjálfarinn Luciano Spalletti komið að leikmönnum að sanna skuldbindingu sína gagnvart félaginu. Tether bauðst til að staðgreiða 65,4 prósenta hlut Agnelli fjölskyldunnar í Juventus, fyrir upphæð sem talin er vera um 1,1 milljarður punda. Agnelli fjölskyldan hafnaði tilboðinu. „Juve hefur verið hluti af fjölskyldunni í 102 ár“ sagði í myndbandi sem birtist á heimasíðu Juventus. „Juve, er líka hluti af miklu, miklu stærri fjölskyldu. Svarthvíta fjölskyldan sem samanstendur af milljónum aðdáenda á Ítalíu og út um allan heim, sem elska Juve eins og ástvini“ sagði einnig í myndbandinu. John Elkann: “La Juventus, la nostra storia, i nostri valori non sono in vendita” pic.twitter.com/K7ORlLF5Ds— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Juventus vann ítölsku úrvalsdeildinni í níunda sinn í röð árið 2020 en hefur síðan ekkert tekið þátt í titilbaráttu. Napoli ásamt Mílanóliðunum Inter og AC hafa tekið yfir ítalska boltann og Juventus hefur dregist aftur úr. Liðið hefur skipt fimm sinnum um þjálfara síðan 2020 og síðast í október, þegar Luciano Spalletti tók við störfum. „Þó ég hafi bara verið hér í stuttan tíma tel ég mig geta talað fyrir hönd allra hjá félaginu. Við njótum góðs af styrknum og ástríðunni sem fjölskyldan hefur sýnt þessu félagi. Nú er skýrt að það er komið að okkur að sýna sömu skuldbindingu“ sagði Spalletti á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bologna í dag. ⏰ | La conferenza stampa di mister Luciano Spalletti di presentazione del match di domani in trasferta 📺 #BolognaJuveSeguila LIVE su https://t.co/0WCF8MLxif: registrati gratuitamente sul nostro sito 🔗 https://t.co/rDSV3vO1op pic.twitter.com/3Zt0N2PFjS— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn en getur með sigri í dag komist upp fyrir Bologna í fimmta sæti deildarinnar. „Enginn getur sagt mér að þessir leikmenn séu ekki nógu góðir. Þvert á móti, það eru önnur vandamál sem við verðum að yfirstíga. Ég tók við starfinu því ég hafði trú á þeim. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og veit að það verður ekki auðvelt, en ég er heltekinn af hugmyndum um hvernig á að breyta og bæta“ sagði Spalletti einnig. Ítalski boltinn Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Tether bauðst til að staðgreiða 65,4 prósenta hlut Agnelli fjölskyldunnar í Juventus, fyrir upphæð sem talin er vera um 1,1 milljarður punda. Agnelli fjölskyldan hafnaði tilboðinu. „Juve hefur verið hluti af fjölskyldunni í 102 ár“ sagði í myndbandi sem birtist á heimasíðu Juventus. „Juve, er líka hluti af miklu, miklu stærri fjölskyldu. Svarthvíta fjölskyldan sem samanstendur af milljónum aðdáenda á Ítalíu og út um allan heim, sem elska Juve eins og ástvini“ sagði einnig í myndbandinu. John Elkann: “La Juventus, la nostra storia, i nostri valori non sono in vendita” pic.twitter.com/K7ORlLF5Ds— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Juventus vann ítölsku úrvalsdeildinni í níunda sinn í röð árið 2020 en hefur síðan ekkert tekið þátt í titilbaráttu. Napoli ásamt Mílanóliðunum Inter og AC hafa tekið yfir ítalska boltann og Juventus hefur dregist aftur úr. Liðið hefur skipt fimm sinnum um þjálfara síðan 2020 og síðast í október, þegar Luciano Spalletti tók við störfum. „Þó ég hafi bara verið hér í stuttan tíma tel ég mig geta talað fyrir hönd allra hjá félaginu. Við njótum góðs af styrknum og ástríðunni sem fjölskyldan hefur sýnt þessu félagi. Nú er skýrt að það er komið að okkur að sýna sömu skuldbindingu“ sagði Spalletti á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bologna í dag. ⏰ | La conferenza stampa di mister Luciano Spalletti di presentazione del match di domani in trasferta 📺 #BolognaJuveSeguila LIVE su https://t.co/0WCF8MLxif: registrati gratuitamente sul nostro sito 🔗 https://t.co/rDSV3vO1op pic.twitter.com/3Zt0N2PFjS— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn en getur með sigri í dag komist upp fyrir Bologna í fimmta sæti deildarinnar. „Enginn getur sagt mér að þessir leikmenn séu ekki nógu góðir. Þvert á móti, það eru önnur vandamál sem við verðum að yfirstíga. Ég tók við starfinu því ég hafði trú á þeim. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og veit að það verður ekki auðvelt, en ég er heltekinn af hugmyndum um hvernig á að breyta og bæta“ sagði Spalletti einnig.
Ítalski boltinn Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira