Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar 17. desember 2025 09:00 Þorsteinn Þorkelsson hjá Landsbjörgu og Ingvar Örn Ingvarsson hjá Rauða krossi Íslands skrifuðu nýverið sameiginlega grein í Morgunblaðið í nafni Íslandsspila. Í stað þess að fjalla um ábyrgð sína á þeim spilakössum sem Íslandsspil eiga og reka, beina þeir athyglinni að einum fyrrverandi ráðherra málaflokks fjárhættuspila. Skrif þeirra eru augljóslega tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Í stað þess að horfast í augu við eigin þátt í innleiðingu og útbreiðslu spilakassa og þeim samfélagslega skaða sem þeir valda, ráðast þeir á þann ráðherra sem einn hefur haft kjark til að andæfa þeim og reynt að vernda þá sem verst standa og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér – gegn þessum sömu mannúðarsamtökum sem lýsa sér svo. Umræddur ráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur svarað fyrir sig eins og við var að búast og skýrt frá samskiptum sínum við rekstraraðila spilakassa og tilraunum til þess að koma skikk á þennan rekstur. Sjá grein sem birtist í Morgunblaðið þann 28.11 á vef Ögmundar Íslandsspilum svarað Tvímenningarnir láta ósagt að hvergi í lögum um spilakassa Íslandsspila er þeim gert skylt að halda þessum rekstri áfram. Hann er ekki lagaskylda, heldur val - og það er val sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Grein þeirra afhjúpar þannig ákvæðna kaldhæðni. Svokölluð mannúðarsamtök sem njóta góðs af kerfisbundnu arðráni á viðkvæmum hópi – spilafíklum – geta nefnilega seint talist mannúðarsamtök. Á skrifstofum Rauða krossins og Landsbjargar virðist vera litið svo á að velferð fólks, brotnar fjölskyldur, atvinnumissir, andlegt og líkamlegt þrot og jafnvel sjálfsvíg séu ásættanlegur fórnarkostnaður svo lengi sem spilakassarnir eru opnir og skila tekjum. Það stenst aftur á móti enga siðferðilega skoðun að mannúðarsamtök verndi tekjulind sína af meiri hörku en þau huga að fólki í neyð; með gjörðum sínum segja þau meira en nokkur blaðaskrif geta falið. Það er einfaldlega ekki hægt að predika mannúð og björgun þegar peningastreymið sprettur af fíkn og örvæntingu. Það sem höfundarnir skauta jafnframt algjörlega fram hjá er vilji almennings. Samkvæmt könnunum Samtaka áhugafólks um spilafíkn vilja 86% þjóðarinnar að spilakössum verði lokað til frambúðar og rúmlega 70% landsmanna eru neikvæð gagnvart því að Rauði krossinn og Landsbjörg fjármagni starfsemi sína með spilakössum. Afstaða meirihluta þjóðarinnar er því afgerandi Viðhorf til spilakassa á Íslandi. Þegar fulltrúar þessara svokölluðu almannaheillasamtaka líta framhjá svo einarðri niðurstöðu er ekki lengur hægt að ímynda sér að um vanþekkingu sé að ræða. Hér er greinilega á ferðinni djúpstæð afneitun lítils hóps innanbúðarmanna gagnvart óþægilegum sannleika sem aðrir sjá en þeir ekki. Í þessu máli snýst umræðan ekki um flokkspólitík eða persónur, þvert á það sem Þorsteinn og Ingvar gefa í skyn. Hún snýst um þá grundvallarspurningu hvort ásættanlegt sé að fjármagna málefni og verkefni í almannaþágu með svo skaðlegum hætti að lífi einstaklinga og fjölskyldna er beinlínis rústað. Svarið við þeirri spurningu liggur í augum uppi í samfélagi sem vill kenna sig við mannúð – almenningur vill loka spilakössunum – en hjá samtökum sem auglýsa sig undir slíkum formerkjum er engin svör að fá. Ef Rauði krossinn og Landsbjörg vilja standa undir nafni, þurfa þessi samtök að horfast í augu við staðreyndir og axla ábyrgð. Það gera þau ekki með því að afvegaleiða umræðuna, heldur með því að stuðla að raunverulegum breytingum. Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á Þorstein Þorkelsson og Ingvar Örn Ingvarsson að setja fram skýra og opinbera greinargerð þar sem útskýrt er hvernig rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra samtaka sem þeir tala fyrir, með hvaða hætti þeir réttlæta þann samfélagslega kostnað sem honum fylgir og hvers vegna Rauði krossinn á Íslandi og Landsbjörg velja að fjármagna starfsemi sína með þessum hætti. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Þorkelsson hjá Landsbjörgu og Ingvar Örn Ingvarsson hjá Rauða krossi Íslands skrifuðu nýverið sameiginlega grein í Morgunblaðið í nafni Íslandsspila. Í stað þess að fjalla um ábyrgð sína á þeim spilakössum sem Íslandsspil eiga og reka, beina þeir athyglinni að einum fyrrverandi ráðherra málaflokks fjárhættuspila. Skrif þeirra eru augljóslega tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Í stað þess að horfast í augu við eigin þátt í innleiðingu og útbreiðslu spilakassa og þeim samfélagslega skaða sem þeir valda, ráðast þeir á þann ráðherra sem einn hefur haft kjark til að andæfa þeim og reynt að vernda þá sem verst standa og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér – gegn þessum sömu mannúðarsamtökum sem lýsa sér svo. Umræddur ráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur svarað fyrir sig eins og við var að búast og skýrt frá samskiptum sínum við rekstraraðila spilakassa og tilraunum til þess að koma skikk á þennan rekstur. Sjá grein sem birtist í Morgunblaðið þann 28.11 á vef Ögmundar Íslandsspilum svarað Tvímenningarnir láta ósagt að hvergi í lögum um spilakassa Íslandsspila er þeim gert skylt að halda þessum rekstri áfram. Hann er ekki lagaskylda, heldur val - og það er val sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Grein þeirra afhjúpar þannig ákvæðna kaldhæðni. Svokölluð mannúðarsamtök sem njóta góðs af kerfisbundnu arðráni á viðkvæmum hópi – spilafíklum – geta nefnilega seint talist mannúðarsamtök. Á skrifstofum Rauða krossins og Landsbjargar virðist vera litið svo á að velferð fólks, brotnar fjölskyldur, atvinnumissir, andlegt og líkamlegt þrot og jafnvel sjálfsvíg séu ásættanlegur fórnarkostnaður svo lengi sem spilakassarnir eru opnir og skila tekjum. Það stenst aftur á móti enga siðferðilega skoðun að mannúðarsamtök verndi tekjulind sína af meiri hörku en þau huga að fólki í neyð; með gjörðum sínum segja þau meira en nokkur blaðaskrif geta falið. Það er einfaldlega ekki hægt að predika mannúð og björgun þegar peningastreymið sprettur af fíkn og örvæntingu. Það sem höfundarnir skauta jafnframt algjörlega fram hjá er vilji almennings. Samkvæmt könnunum Samtaka áhugafólks um spilafíkn vilja 86% þjóðarinnar að spilakössum verði lokað til frambúðar og rúmlega 70% landsmanna eru neikvæð gagnvart því að Rauði krossinn og Landsbjörg fjármagni starfsemi sína með spilakössum. Afstaða meirihluta þjóðarinnar er því afgerandi Viðhorf til spilakassa á Íslandi. Þegar fulltrúar þessara svokölluðu almannaheillasamtaka líta framhjá svo einarðri niðurstöðu er ekki lengur hægt að ímynda sér að um vanþekkingu sé að ræða. Hér er greinilega á ferðinni djúpstæð afneitun lítils hóps innanbúðarmanna gagnvart óþægilegum sannleika sem aðrir sjá en þeir ekki. Í þessu máli snýst umræðan ekki um flokkspólitík eða persónur, þvert á það sem Þorsteinn og Ingvar gefa í skyn. Hún snýst um þá grundvallarspurningu hvort ásættanlegt sé að fjármagna málefni og verkefni í almannaþágu með svo skaðlegum hætti að lífi einstaklinga og fjölskyldna er beinlínis rústað. Svarið við þeirri spurningu liggur í augum uppi í samfélagi sem vill kenna sig við mannúð – almenningur vill loka spilakössunum – en hjá samtökum sem auglýsa sig undir slíkum formerkjum er engin svör að fá. Ef Rauði krossinn og Landsbjörg vilja standa undir nafni, þurfa þessi samtök að horfast í augu við staðreyndir og axla ábyrgð. Það gera þau ekki með því að afvegaleiða umræðuna, heldur með því að stuðla að raunverulegum breytingum. Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á Þorstein Þorkelsson og Ingvar Örn Ingvarsson að setja fram skýra og opinbera greinargerð þar sem útskýrt er hvernig rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra samtaka sem þeir tala fyrir, með hvaða hætti þeir réttlæta þann samfélagslega kostnað sem honum fylgir og hvers vegna Rauði krossinn á Íslandi og Landsbjörg velja að fjármagna starfsemi sína með þessum hætti. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar