Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2025 14:48 Nóel Atli Arnórsson vann sér inn langtímasamning hjá AaB. AaB Danska knattspyrnufélagið AaB tilkynnti í gær að það hefði framlengt samning sinn við hinn 19 ára gamla Nóel Atla Arnórsson, til sumarsins 2029. Nóel er örvfættur varnarmaður sem spilað hefur fimm leiki fyrir U21-landslið Íslands og alls 19 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann er hæstánægður með nýja samninginn. „Það er eitt að fá sinn fyrsta samning en risastórt fyrir mig að fá nú þegar framlengingu á honum. Þetta sýnir og sannar að á mig er treyst, sem er sjúklega gaman og hvetur mann sérstaklega áfram í að leggja á sig mikla vinnu,“ sagði Nóel. Nóel er sonur Guðrúnar Jónu Guðmundsdóttur og handboltaþjálfarans Arnórs Atlasonar, og hefur því alist upp í Danmörku. Hann afrekaði að leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið AaB aðeins 16 ára og 319 daga gamall og varð þar með þrettándi leikmaðurinn, í tæplega 140 ára sögu félagsins, til þess að þreyta frumraun með aðalliðinu fyrir 17 ára aldur. Ungur en með óvenjumikla lágmarksgetu Nóel hefur þegar leikið 44 leiki fyrir AaB sem er í 6. sæti næstefstu deildar Danmerkur. „Nóel er leikmaður sem hefur farið alla leið upp í gegnum okkar eigin akademíu. Hann var færður upp í meistaraflokk ári fyrr en áætlað var og hefur síðan vaxið jafnt og þétt með verkefnunum, segir yfirmaður íþróttamála hjá AaB, John Møller. „Unglingaakademía AaB er og verður algjörlega lykilatriði í íþróttalegri stefnu okkar og Nóel er í því samhengi frábært dæmi um þegar hlutirnir ganga upp. Leiktími og traust hafa hjálpað honum að bæta sig og svo hefur Nóel, miðað við ungan aldur, óvenjuháa lágmarksgetu; hann er stöðugur í frammistöðu sinni og leysir þau verkefni sem honum eru falin – hvort sem það er í miðverði eða vinstri bakverði, og þess vegna erum við að sjálfsögðu líka mjög ánægð með að hafa gengið frá nýjum samningi,“ segir Møller. Eins og fyrr segir hefur Nóel lengi búið í Danmörku en á vef KSÍ er hann einnig skráður með leiki fyrir KA í yngri flokkum. „Það er klárt mál að eftir mörg ár í Álaborg og bráðum níu ár í AaB þá líður mér eins og ég eigi heima hér, og nú er ég klár í næsta skref og að taka enn meiri ábyrgð hjá félaginu,“ segir Nóel. Danski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Nóel er örvfættur varnarmaður sem spilað hefur fimm leiki fyrir U21-landslið Íslands og alls 19 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann er hæstánægður með nýja samninginn. „Það er eitt að fá sinn fyrsta samning en risastórt fyrir mig að fá nú þegar framlengingu á honum. Þetta sýnir og sannar að á mig er treyst, sem er sjúklega gaman og hvetur mann sérstaklega áfram í að leggja á sig mikla vinnu,“ sagði Nóel. Nóel er sonur Guðrúnar Jónu Guðmundsdóttur og handboltaþjálfarans Arnórs Atlasonar, og hefur því alist upp í Danmörku. Hann afrekaði að leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið AaB aðeins 16 ára og 319 daga gamall og varð þar með þrettándi leikmaðurinn, í tæplega 140 ára sögu félagsins, til þess að þreyta frumraun með aðalliðinu fyrir 17 ára aldur. Ungur en með óvenjumikla lágmarksgetu Nóel hefur þegar leikið 44 leiki fyrir AaB sem er í 6. sæti næstefstu deildar Danmerkur. „Nóel er leikmaður sem hefur farið alla leið upp í gegnum okkar eigin akademíu. Hann var færður upp í meistaraflokk ári fyrr en áætlað var og hefur síðan vaxið jafnt og þétt með verkefnunum, segir yfirmaður íþróttamála hjá AaB, John Møller. „Unglingaakademía AaB er og verður algjörlega lykilatriði í íþróttalegri stefnu okkar og Nóel er í því samhengi frábært dæmi um þegar hlutirnir ganga upp. Leiktími og traust hafa hjálpað honum að bæta sig og svo hefur Nóel, miðað við ungan aldur, óvenjuháa lágmarksgetu; hann er stöðugur í frammistöðu sinni og leysir þau verkefni sem honum eru falin – hvort sem það er í miðverði eða vinstri bakverði, og þess vegna erum við að sjálfsögðu líka mjög ánægð með að hafa gengið frá nýjum samningi,“ segir Møller. Eins og fyrr segir hefur Nóel lengi búið í Danmörku en á vef KSÍ er hann einnig skráður með leiki fyrir KA í yngri flokkum. „Það er klárt mál að eftir mörg ár í Álaborg og bráðum níu ár í AaB þá líður mér eins og ég eigi heima hér, og nú er ég klár í næsta skref og að taka enn meiri ábyrgð hjá félaginu,“ segir Nóel.
Danski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira