Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2025 18:31 Fyrir miðju er leikhúsið sem sprengt var. Á stéttinni fyrir framan er stendur vel læsilega: „ДЕТИ.“ Það þýðir börn á rússnesku. Maxar Technologies/AP Rússar stefna að enduropnun leikhússins í Maríupól fyrir áramót. Leikhúsið er ein táknmynda hryllingsins sem fylgt hefur innrás Rússlands í Úkraínu eins og raunar borgin öll. Leikhúsið var sprengt í loft upp þegar mörghundruð manns höfðu leitað skjóls í kjallara þess, og málað orðið „BÖRN“ í stórum stöfum á stéttina fyrir framan það. Fyrrverandi leikari við leikhúsið sem Guardian ræddi við sagði Rússa „dansa á beinum hinna látnu.“ Maríupól fór illa úr grimmri orrustu og þeim stórskotaliðsárásum, sprengjuvarpi og drónaflugi sem slíkum fylgir í upphafi innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Síðan hafa rússnesk stjórnvöld varið talsverðum fjármunum í að endurreisa borgina úr rústum sínum, í viðleitni til að reisa eins konar fyrirmyndarborg hinna hernumdu austurhéraða Úkraínu. Frá því að Rússum tókst að hrekja Úkraínumenn úr borginni hafa hernámsyfirvöld tekið fjölda íbúa fasta og í leiðinni hrakið fjölda íbúa frá heimilum sínum til hernaðarnota eða til að hýsa innflutta Rússa. Leikhúsið í Mariupol fyrir og eftir sprengjuárásina.Twitter/Dmytro Kuleba Endurreisn leikhússins er einn mikilvægasti liðurinn í endurreisninni, enda hefur nánast þurft að byggja það algjörlega upp á nýtt. Settur leikhússtjóri, Igor Solonín, hefur tilkynnt um að til standi að opna dyr leikhússins að nýju með uppsetningu á rússnesku ævintýri, Skarlatsrauða blóminu. Sjálfur hafnar nýr leikhússtjóri og sömuleiðis stjórnvöld í Kreml að leikhúsið, og allir þeir saklausu borgarar sem leituðu í því skjóls, hafi orðið rússneskri sprengju að bráð. Heldur vill hann meina að leikhúsið hafi hrunið vegna sprengingar innan frá, sem sagt að Úkraínumenn sjálfir beri ábyrgð á ódæðinu í tilraun til að afla sér samúðar. Amnesty International og fjöldi annarra sjálfstæðra rannsókna hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að líklegast hafi verið um vísvitandi árás á borgara að ræða af hálfu rússneska innrásarliðsins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Leikhúsið var sprengt í loft upp þegar mörghundruð manns höfðu leitað skjóls í kjallara þess, og málað orðið „BÖRN“ í stórum stöfum á stéttina fyrir framan það. Fyrrverandi leikari við leikhúsið sem Guardian ræddi við sagði Rússa „dansa á beinum hinna látnu.“ Maríupól fór illa úr grimmri orrustu og þeim stórskotaliðsárásum, sprengjuvarpi og drónaflugi sem slíkum fylgir í upphafi innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Síðan hafa rússnesk stjórnvöld varið talsverðum fjármunum í að endurreisa borgina úr rústum sínum, í viðleitni til að reisa eins konar fyrirmyndarborg hinna hernumdu austurhéraða Úkraínu. Frá því að Rússum tókst að hrekja Úkraínumenn úr borginni hafa hernámsyfirvöld tekið fjölda íbúa fasta og í leiðinni hrakið fjölda íbúa frá heimilum sínum til hernaðarnota eða til að hýsa innflutta Rússa. Leikhúsið í Mariupol fyrir og eftir sprengjuárásina.Twitter/Dmytro Kuleba Endurreisn leikhússins er einn mikilvægasti liðurinn í endurreisninni, enda hefur nánast þurft að byggja það algjörlega upp á nýtt. Settur leikhússtjóri, Igor Solonín, hefur tilkynnt um að til standi að opna dyr leikhússins að nýju með uppsetningu á rússnesku ævintýri, Skarlatsrauða blóminu. Sjálfur hafnar nýr leikhússtjóri og sömuleiðis stjórnvöld í Kreml að leikhúsið, og allir þeir saklausu borgarar sem leituðu í því skjóls, hafi orðið rússneskri sprengju að bráð. Heldur vill hann meina að leikhúsið hafi hrunið vegna sprengingar innan frá, sem sagt að Úkraínumenn sjálfir beri ábyrgð á ódæðinu í tilraun til að afla sér samúðar. Amnesty International og fjöldi annarra sjálfstæðra rannsókna hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að líklegast hafi verið um vísvitandi árás á borgara að ræða af hálfu rússneska innrásarliðsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira