Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2025 19:59 Donald Trump forseti og Pete Hegseth varnarmálaráðherra. AP/Julia Demaree Nikhinson Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir „meira í vændum“ eftir að Bandaríkjaher gerði loftárásir í norðvesturhluta Nígeríu. Áhrifafólk á hægri vængnum vestanhafs fagnar árásunum ákaft. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöld að hann hefði fyrirskipað loftárásir á skotmörk í Sokoto-héraði Nígeríu. Hann sagði skotmarkið hafa verið „hryðjuverkaúrhrök“ sem hann sagði ofsækja og myrða saklausa kristna menn. Árásirnar hafi verið framkvæmdar í samráði við nígerísk stjórnvöld. „Fjöldamorð“ besta leiðin til að fagna jólum Öfgafulli áhrifavaldurinn og samsæringurinn Laura Loomer fagnaði árásunum innilega. „Ég get ekki ímyndað mér betri leið til að halda upp á jólin en með því að hefna drápa á kristnum mönnum með réttlátu fjöldamorði á íslömskum hryðjuverkamönnum,“ skrifaði hún á samfélagsmiðlum. Randy Fine, þingmaður repúblikana frá Flórídaríki, lýsti loftárásunum sömuleiðis sem „stórkostlegri jólagjöf“. Norðurhluti landsins bækistöðvar stigamanna Ríkisstjórn Trump og aðrir á hægri vængnum vestanhafs hefur verið umtalað um meintar ofsóknir í garð kristinna í norðurhéruðum Nígeríu. Sveitir sem kenna sig við íslamskt ríki hafa framið hryllileg ódæði í Sokoto-héraði í norðvesturhluta landsins og íslamistar Boko Haram sömuleiðis í hinu norðaustlæga Borno-héraði. Stjórnvöld í Nígeríu tóku þátt í aðgerðum Bandaríkjahers en benda á að ofbeldi fyrrnefndra hópa beinist gegn múslimum sem kristnum. Í Nígeríu eru engin opinber trúarbrögð en um helmingur íbúa landsins aðhyllast kristni (45%) af einhverju tagi og hinn helmingurinn íslam (53%). Stjórnvöld þar í landi hafa lengi reynt að stemma stigu við uppgang hryðjuverkasamtaka í norðanverðu landinu. Samkvæmt tölum frá Mannréttindastofnun Nígeríu voru að minnsta kosti 2.226 manns drepnir af stigamönnum og uppreisnarmönnum á fyrri hluta þessa árs. Engin dauðsföll staðfest Hvorki Bandaríkjamenn né Nígeríumenn hafa staðfest hvort einhver hafi verið drepinn í árásunum. Íbúar í þorpinu Jabo í Sokoto-héraði sem fréttaveitan AP ræddi við sögðu engan hafa dáið né særst. „Þegar [eldflaugin] nálgaðist okkur varð hitinn þrúgandi. Nígeríska ríkisstjórnin ætti að gera ráðstafanir til að vernda okkur sem borgara þessa lands. Við höfum aldrei upplifað annað eins áður,“ sagði Abubakar Sani íbúi Jabo. Skógar Sokoto-héraðs hafa lengi verið bækistöðvar vopnaðra stigamanna og hryðjuverkasamtaka íslamista. Átökin eiga rætur sínar að rekja til átaka íslamskra hirða og að uppistöðu kristinna bænda vegna aðgangs að landi og vatni. Trúarbrögð, þjóðerni og móðurmál ólíkra hópa á svæðinu eiga þó þátt í stigmögnun ofbeldisins. Bandaríkin Nígería Donald Trump Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöld að hann hefði fyrirskipað loftárásir á skotmörk í Sokoto-héraði Nígeríu. Hann sagði skotmarkið hafa verið „hryðjuverkaúrhrök“ sem hann sagði ofsækja og myrða saklausa kristna menn. Árásirnar hafi verið framkvæmdar í samráði við nígerísk stjórnvöld. „Fjöldamorð“ besta leiðin til að fagna jólum Öfgafulli áhrifavaldurinn og samsæringurinn Laura Loomer fagnaði árásunum innilega. „Ég get ekki ímyndað mér betri leið til að halda upp á jólin en með því að hefna drápa á kristnum mönnum með réttlátu fjöldamorði á íslömskum hryðjuverkamönnum,“ skrifaði hún á samfélagsmiðlum. Randy Fine, þingmaður repúblikana frá Flórídaríki, lýsti loftárásunum sömuleiðis sem „stórkostlegri jólagjöf“. Norðurhluti landsins bækistöðvar stigamanna Ríkisstjórn Trump og aðrir á hægri vængnum vestanhafs hefur verið umtalað um meintar ofsóknir í garð kristinna í norðurhéruðum Nígeríu. Sveitir sem kenna sig við íslamskt ríki hafa framið hryllileg ódæði í Sokoto-héraði í norðvesturhluta landsins og íslamistar Boko Haram sömuleiðis í hinu norðaustlæga Borno-héraði. Stjórnvöld í Nígeríu tóku þátt í aðgerðum Bandaríkjahers en benda á að ofbeldi fyrrnefndra hópa beinist gegn múslimum sem kristnum. Í Nígeríu eru engin opinber trúarbrögð en um helmingur íbúa landsins aðhyllast kristni (45%) af einhverju tagi og hinn helmingurinn íslam (53%). Stjórnvöld þar í landi hafa lengi reynt að stemma stigu við uppgang hryðjuverkasamtaka í norðanverðu landinu. Samkvæmt tölum frá Mannréttindastofnun Nígeríu voru að minnsta kosti 2.226 manns drepnir af stigamönnum og uppreisnarmönnum á fyrri hluta þessa árs. Engin dauðsföll staðfest Hvorki Bandaríkjamenn né Nígeríumenn hafa staðfest hvort einhver hafi verið drepinn í árásunum. Íbúar í þorpinu Jabo í Sokoto-héraði sem fréttaveitan AP ræddi við sögðu engan hafa dáið né særst. „Þegar [eldflaugin] nálgaðist okkur varð hitinn þrúgandi. Nígeríska ríkisstjórnin ætti að gera ráðstafanir til að vernda okkur sem borgara þessa lands. Við höfum aldrei upplifað annað eins áður,“ sagði Abubakar Sani íbúi Jabo. Skógar Sokoto-héraðs hafa lengi verið bækistöðvar vopnaðra stigamanna og hryðjuverkasamtaka íslamista. Átökin eiga rætur sínar að rekja til átaka íslamskra hirða og að uppistöðu kristinna bænda vegna aðgangs að landi og vatni. Trúarbrögð, þjóðerni og móðurmál ólíkra hópa á svæðinu eiga þó þátt í stigmögnun ofbeldisins.
Bandaríkin Nígería Donald Trump Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“