Veður

Frystir norðaustantil í kvöld

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frost í Kópavogi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Frost í Kópavogi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Í dag verður vestlæg átt 3-10 m/s en heldur hvassara norðaustan- og austanlands í fyrstu. Skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig. Frystir allvíða norðaustantil í kvöld.

Hugleiðingar veður fræðings Veðurstofunnar eru eftirfarandi:

Það var stíf vestanátt á norðanverðu landinu í nótt. Í dag lægir, það verður skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt að kalla suðaustantil. Milt í veðri, a.m.k. miðað við árstíma.

Suðvestan 5-13 m/s norðan heiða á morgun, annars hægari vindur. Skýjað og stöku skúrir eða slydduél, en bjart með köflum austanlands og hiti kringum frostmark þar.

Það er útlit fyrir svipað veður á þriðjudag en þó bætir væntanlega í vind, einkum norðantil og þar má búast við hvössum vindstrengjum um kvöldið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:

Vestan og suðvestan 5-13 m/s, en hægari sunnan heiða.

Skýjað vestantil og sums staðar dálítil væta, hiti 1 til 6 stig. Bjart með köflum og svalara á austanverðu landinu. Bætir í vind á þriðjudag, vestan 10-18 um kvöldið.

Á miðvikudag (gamlársdagur):

Norðvestan 10-18, hvassast við austurströndina, en lægir vestantil seinnipartinn. Dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi fram eftir degi, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Kólnandi veður.

Á fimmtudag (nýársdagur):

Norðlæg átt og yfirleitt þurrt, en él norðaustanlands. Frost 0 til 10 stig.

Á föstudag og laugardag:

Norðanátt og él, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×