Veður

Hiti að tíu stigum en víða nætur­frost

Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem beinir fremur hægum vestlægum áttum að landinu. Vestanáttinni fylgja lágský, sem leggjast yfir, einkum um landið vestanvert, með þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna.

Veður

Vest­læg átt leikur um landið

Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem stýrir veðrinu á landinu á næstunni. Vestlæg átt leikur því um landið og má sums staðar reikna með strekkings vindi norðantil. Hins vegar verður mun hægari vindur syðra.

Veður

Yfir­leitt hægur vindur en all­víða él

Dálítið lægðardrag teygir sig nú norður yfir landið og stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt hægur vindur og allvíða él, en þurrt og bjart suðaustanlands fram á kvöld.

Veður

Breyti­leg átt og ein­hver él á sveimi

Hæð yfir Grænlandi og kraftlitlar smálægðir stjórna veðrinu á landinu þessa dagana. Gera má ráð fyrir að áttin verði breytileg í dag, yfirleitt fremur hægur vindur og einhver él á sveimi, en það létti til suðaustanlands.

Veður

Ró­legt veður næstu daga

Nokkrar lægðar eru nú á sveimi í kringum Ísland en þrátt fyrir það verður veðrið frekar rólegt næstu daga. Gera má ráð fyrir fremur hægum vindi í dag og stöku éljum á víð og dreif, en sólin mun einnig á sig kræla í flestum landshlutum.

Veður

Vinda­samt og rigning

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu í dag þar sem má reikna með éljum á vestanverðu landinu, en rigningu eða slyddu austantil í fyrstu.

Veður

Gul við­vörun á Vest­fjörðum í kvöld og nótt

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestfirði frá klukkan 23 í kvöld og til fimm í nótt. Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu. Þá segir að skyggni verði takmarkað og akstursskilyrði versnandi, sérstaklega á fjallvegum.

Veður

Öflug lægð nálgast landið

Öflug lægð nálgast landið frá Grænlandshafi og blæs óstöðugu éljaloft. Gengur því á með suðvestanhvassviðri- eða stomri og dimmum éljum, en hvassast er í hryðjum suðvestantil.

Veður

Von á stormi

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna sunnan og suðaustan hvassviðris, storms og hríðar.

Veður

Rigningarveður í kortunum

Í nótt nálgaðist lægð landið sunnan úr hafi og býst Veðurstofan við því að hún muni stýra veðrinu í dag og á morgun.

Veður

Slydda og snjó­koma fyrir norðan

Nú er lægð norður af Langanesi og liggur úrkomusvæði frá henni yfir Norður- og Norðausturlandi. Þar má búast við slyddu eða snjókomu fram eftir degi, ásamt vestlægum kalda eða strekkingi og hita nálægt frostmarki.

Veður

Út­lit fyrir tals­verða rigningu

Lægð suðvestur af landinu stýrir veðrinu í dag. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Á Suðausturlandi er útlit fyrir talsverða rigningu en víða dregur úr úrkomu seint í dag.

Veður

Mögu­legt hvass­viðri fyrir sunnan

Talsverður lægðagangur er langt sunnan lands næstu daga, en hæðasvæði er norður af Jan Mayen. Að sögn Veðurstofunnar er búist við því að í sameiningu muni þessi veðrakerfi valda austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari.

Veður

Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri

Langt suður í hafi er spáð talsverðum lægðagangi, en hæðasvæði norður af Jan Mayen. Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar en þar segir að í sameiningu muni þessi veðurkerfi valda austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari.

Veður

Úr­hellis­rigning á Vestur­landi

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan tíu til átján metrum á sekúndu í dag, rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu og talsverðri úrkomu norðvestanlands. Spáð sé ansi vætusömu veðri þar.

Veður

Gular við­varanir og ekkert ferða­veður

Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Veður

Gæti sést til eldinga á vestan­verðu landinu

Smálægð verður á austurleið norður af landinu í dag og henni fylgir suðvestanátt. Víða verða 8 til 15 metrar á sekúndu. Á vestanverðu landinu verða él og segir í hugleiðingum veðurfræðings að ekki sé útilokað að það sjáist til eldinga þar á stöku stað.

Veður

Myndar­legir úr­komu­bakkar fara yfir landið

Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir að nokkrir ágætlega myndarlegir úrkomubakkar fari yfir landið í dag. Áður en dagur er að kveldi komin megi því búast við að það hafi snjóað eða slyddað í flestum landshlutum.

Veður