„Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2025 18:55 Fundur Selenskíjs og Trumps í Mar-a-Lago er hafinn. Getty Vólódímír Selenskíj Úkraínuforseti er mættur á fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Áður en fundurinn hófst ræddu forsetarnir tveir stuttlega við blaðamenn. Þar sagðist Trump telja bæði Selenskíj og Vladímír Pútín Rússlandsforseta vilja semja um firð. Hann sagðist jafnframt halda að hægt væri að ná samningum hratt. „Við verðum að gera samning. Við verðum að klára þetta af. Það er of mikið af fólki að láta lífið. Ég held að báðir forsetar vilji semja. Við trúum því,“ sagði Trump. Þá þakkaði Selenskíj Trump verulega fyrir að bjóða honum á heimili sitt í Flórída og funda með honum. Trump telur að hægt sé að ná samningum um stríðslok bráðlega.Getty „Ég held að við séum með drög að samning sem er góður fyrir Úkraínu, góður fyrir alla. Það er mjög mikilvægt. Það er ekkert mikilvægara […] Okkur hefur tekist að stöðva átta stríð, en þetta er það erfiðasta. En við ætlum að ljúka þessu. Við munum eiga frábæran fund í dag,“ sagði Trump sem ítrekaði hversu mikilvægt væri að semja um stríðslok. „Ef við semjum ekki þá mun þetta halda áfram um langa hríð. Annað hvort tekur þetta sinn enda eða heldur lengi áfram, þá munu milljónir í viðbót deyja, milljónir, og enginn vill það.“ Trump sagði jafnframt að Selenskíj hefði lagt hart af sér, hann væri hugrakkur líkt og þjóð hans. „Mjög sjaldan hefur þjóð þurft að fara í gegnum þetta,“ sagði Trump. Trump átti símafund með Pútín fyrr í dag, og sagðist munu heyra aftur í honum að fundi sínum og Selenskíjs loknum. „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið.“ Trump sagði að í samningi um stríðslok myndu felast öryggisráðstafanir. Evrópuþjóðir myndu eiga mikinn þátt í að viðhalda þeim, sagði Trump og hrósaði í kjölfarið Evrópuleiðtogum hástert. „Þetta er allt frábært fólk. Ég held að ég geti fullyrt það. Það er enginn af þeim slæmur. Þau vilja öll ljúka þessu og þau styðja það að þessi fundur fari fram.“ Hann tók jafnframt fram að þeir myndu ræða við Evrópuleiðtoga að fundinum loknum. Bandaríkin Úkraína Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Áður en fundurinn hófst ræddu forsetarnir tveir stuttlega við blaðamenn. Þar sagðist Trump telja bæði Selenskíj og Vladímír Pútín Rússlandsforseta vilja semja um firð. Hann sagðist jafnframt halda að hægt væri að ná samningum hratt. „Við verðum að gera samning. Við verðum að klára þetta af. Það er of mikið af fólki að láta lífið. Ég held að báðir forsetar vilji semja. Við trúum því,“ sagði Trump. Þá þakkaði Selenskíj Trump verulega fyrir að bjóða honum á heimili sitt í Flórída og funda með honum. Trump telur að hægt sé að ná samningum um stríðslok bráðlega.Getty „Ég held að við séum með drög að samning sem er góður fyrir Úkraínu, góður fyrir alla. Það er mjög mikilvægt. Það er ekkert mikilvægara […] Okkur hefur tekist að stöðva átta stríð, en þetta er það erfiðasta. En við ætlum að ljúka þessu. Við munum eiga frábæran fund í dag,“ sagði Trump sem ítrekaði hversu mikilvægt væri að semja um stríðslok. „Ef við semjum ekki þá mun þetta halda áfram um langa hríð. Annað hvort tekur þetta sinn enda eða heldur lengi áfram, þá munu milljónir í viðbót deyja, milljónir, og enginn vill það.“ Trump sagði jafnframt að Selenskíj hefði lagt hart af sér, hann væri hugrakkur líkt og þjóð hans. „Mjög sjaldan hefur þjóð þurft að fara í gegnum þetta,“ sagði Trump. Trump átti símafund með Pútín fyrr í dag, og sagðist munu heyra aftur í honum að fundi sínum og Selenskíjs loknum. „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið.“ Trump sagði að í samningi um stríðslok myndu felast öryggisráðstafanir. Evrópuþjóðir myndu eiga mikinn þátt í að viðhalda þeim, sagði Trump og hrósaði í kjölfarið Evrópuleiðtogum hástert. „Þetta er allt frábært fólk. Ég held að ég geti fullyrt það. Það er enginn af þeim slæmur. Þau vilja öll ljúka þessu og þau styðja það að þessi fundur fari fram.“ Hann tók jafnframt fram að þeir myndu ræða við Evrópuleiðtoga að fundinum loknum.
Bandaríkin Úkraína Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira