„Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 31. desember 2025 00:11 Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfis- og orkustofnun Sýn Víða er spáð hæglætisveðri á gamlárskvöld og mun lítið blása á suðvesturhorninu. Því má reikna með mikilli loftmengun vegna flugelda. Gert er ráð fyrir tveimur metrum á sekúndu eða minna á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti á gamlárskvöld og á að lygna enn meira eftir það. „Ég held að þetta verði ekki með verstu gamlárskvöldum en fyrstu einn, tveir klukkutímarnir verða örugglega talsvert háir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum, hjá Umhverfis- og orkustofnun, og vísar þar til svifryksmagns. Hann ræddi útlitið á gamlárskvöld í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það verða svona ákveðin skil við tvo metra. Ef þú ert kominn í þrjá metra á sekúndu þá svona nær það að hreinsast hægt og rólega í burtu.“ Einnig skipti vindáttin máli. „Þegar þú ert kominn niður í svona hægviðri þá ertu oft kominn í áttleysu líka. Þá fer þetta bara svona að hrærast fram og til baka.“ Því megi gera ráð fyrir að svifrykið standi fram eftir nýársnótt ef veðurspáin helst óbreytt. Hægt sé að fylgjast með loftmælingum á vefnum loftgaedi.is. Minna af þungmálmum í dag Þorsteinn segir að við sprengingu flugelda verði til mjög fínt svifryk í formi púðurryks. „Flugeldarnir eru reyndar miklu skárri í dag heldur en þeir voru fyrir einhverjum áratugum. Þá voru notaðir þungmálmar til þess að fá þessa fallegu liti. Til dæmis var notað blý til að fá fallegan hvítan lit. Nú er bannað að nota ákveðna þungmálma og þá eru notuð önnur efni í staðinn. Það skilar sér svolítið í aðeins öðrum litum. Sumir segja að litirnir séu aðeins mildari, meira svona pastel-rautt, pastel-grænt og pastel-blátt, heldur en þessir skæru bláu og rauðu. Þetta eru sem sagt skárri efni að því leyti að það er minna af þungmálmum, sem er bara mjög gott.“ Þrátt fyrir þetta myndist enn jafn mikið af sóti og brunaryki sem fari illa í fólk sem er viðkvæmt og með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Það geti því verið gott ráð að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitann á ofnum. Þetta dugi einungis í nokkrar klukkustundir en það hjálpi mörgum þar sem mengunin sé farin að þynnast þegar líður á nýársnóttina. Loftgæði almennt góð á Íslandi Burtséð frá gamlárskvöldi er Ísland almennt með ein bestu loftgæði í Evrópu, að sögn Þorsteins. Ísland lendi yfirleitt í efstu þremur sætunum á lista Umhverfisstofnunar Evrópu. Sjálfur segist Þorsteinn hafa sleppt því að kaupa flugelda síðustu árin, meðal annars út af loftmengun. „Strákarnir mínir hafa svolítið séð um það.“ Íslendingar eru fádæma sprengjuglaðir um áramótin.Vísir/vilhelm En hvernig líst loftgæðasérfræðingnum á þennan flugeldasið Íslendinga sem telst nú umfangsmeiri en í mörgum öðrum ríkjum? „Hann hefur kosti og galla og jújú, það er gaman að flugeldum. Við bara svolítið sitjum uppi með þetta. Það er held ég enginn pólitískur vilji til þess að breyta þessu, sérstaklega meðan þetta er svona mikilvæg fjáröflunarleið fyrir björgunarsveitirnar og bara þeirra helsta fjármögnunarleið. En þetta hefur vissulega þennan stóra ókost sem er þessi mikla mengun sem við finnum vel fyrir ef það er hægviðri.“ Ef þú mættir ráða öllu þennan dag, myndir þú vilja banna flugelda? „Ég hef sjálfur gaman af flugeldum sko. En ég geri mér alveg grein fyrir þessum mjög slæmu aukaverkunum,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfis- og orkustofnun, að lokum. Reykjavík síðdegis Loftgæði Flugeldar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
„Ég held að þetta verði ekki með verstu gamlárskvöldum en fyrstu einn, tveir klukkutímarnir verða örugglega talsvert háir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum, hjá Umhverfis- og orkustofnun, og vísar þar til svifryksmagns. Hann ræddi útlitið á gamlárskvöld í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það verða svona ákveðin skil við tvo metra. Ef þú ert kominn í þrjá metra á sekúndu þá svona nær það að hreinsast hægt og rólega í burtu.“ Einnig skipti vindáttin máli. „Þegar þú ert kominn niður í svona hægviðri þá ertu oft kominn í áttleysu líka. Þá fer þetta bara svona að hrærast fram og til baka.“ Því megi gera ráð fyrir að svifrykið standi fram eftir nýársnótt ef veðurspáin helst óbreytt. Hægt sé að fylgjast með loftmælingum á vefnum loftgaedi.is. Minna af þungmálmum í dag Þorsteinn segir að við sprengingu flugelda verði til mjög fínt svifryk í formi púðurryks. „Flugeldarnir eru reyndar miklu skárri í dag heldur en þeir voru fyrir einhverjum áratugum. Þá voru notaðir þungmálmar til þess að fá þessa fallegu liti. Til dæmis var notað blý til að fá fallegan hvítan lit. Nú er bannað að nota ákveðna þungmálma og þá eru notuð önnur efni í staðinn. Það skilar sér svolítið í aðeins öðrum litum. Sumir segja að litirnir séu aðeins mildari, meira svona pastel-rautt, pastel-grænt og pastel-blátt, heldur en þessir skæru bláu og rauðu. Þetta eru sem sagt skárri efni að því leyti að það er minna af þungmálmum, sem er bara mjög gott.“ Þrátt fyrir þetta myndist enn jafn mikið af sóti og brunaryki sem fari illa í fólk sem er viðkvæmt og með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Það geti því verið gott ráð að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitann á ofnum. Þetta dugi einungis í nokkrar klukkustundir en það hjálpi mörgum þar sem mengunin sé farin að þynnast þegar líður á nýársnóttina. Loftgæði almennt góð á Íslandi Burtséð frá gamlárskvöldi er Ísland almennt með ein bestu loftgæði í Evrópu, að sögn Þorsteins. Ísland lendi yfirleitt í efstu þremur sætunum á lista Umhverfisstofnunar Evrópu. Sjálfur segist Þorsteinn hafa sleppt því að kaupa flugelda síðustu árin, meðal annars út af loftmengun. „Strákarnir mínir hafa svolítið séð um það.“ Íslendingar eru fádæma sprengjuglaðir um áramótin.Vísir/vilhelm En hvernig líst loftgæðasérfræðingnum á þennan flugeldasið Íslendinga sem telst nú umfangsmeiri en í mörgum öðrum ríkjum? „Hann hefur kosti og galla og jújú, það er gaman að flugeldum. Við bara svolítið sitjum uppi með þetta. Það er held ég enginn pólitískur vilji til þess að breyta þessu, sérstaklega meðan þetta er svona mikilvæg fjáröflunarleið fyrir björgunarsveitirnar og bara þeirra helsta fjármögnunarleið. En þetta hefur vissulega þennan stóra ókost sem er þessi mikla mengun sem við finnum vel fyrir ef það er hægviðri.“ Ef þú mættir ráða öllu þennan dag, myndir þú vilja banna flugelda? „Ég hef sjálfur gaman af flugeldum sko. En ég geri mér alveg grein fyrir þessum mjög slæmu aukaverkunum,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfis- og orkustofnun, að lokum.
Reykjavík síðdegis Loftgæði Flugeldar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira