Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 13:01 Norska afrekskonan Andrea Rooth vill ekki taka neina áhættu þegar kemur að því að drekka áfengi. Getty/Jurij Kodrun/Maxim Konankov Þetta kemur kannski of seint fyrir suma sem voru að skemmta sér í gærkvöldi og í nótt en sérfræðingur varaði íþróttamenn við því að ein tegund áfengis eyðileggur formið þitt umfram aðrar. Margir leyfa sér aðeins meira áfengi yfir jólin. Á sama tíma eru nýársheitin skipulögð, þar sem æfingar eru ofarlega á lista hjá mörgum. En hvaða áhrif hefur áfengi í raun á æfingaformið? Norska ríkisútvarpið lagði nokkrar af algengustu spurningunum fyrir Göran Paulsen, prófessor við NIH, grindahlauparann Andreu Rooth og skíðagöngumanninn Emil Iversen. Sú fyrsta af þeim var hvort að íþróttafólk, og aðrir, tapi niður þoli við það eitt að drekka áfengi. Segjum að þú sért einstaklingur sem hleypur þrisvar til fjórum sinnum í viku. Auk þess drekkur þú nokkur vínglös nokkrum sinnum í viku. Versnar þolið þá? „Sennilega ekki. Það er ekki vandamál ef áfengisneyslan er mjög lítil,“ sagði Göran Paulsen prófessor. Hann telur að áfengi hafi engin bein jákvæð áhrif, en að það geti verið einstaklingsmunur á því hvernig fólk bregst við. Spurningin er hversu mikils áfengis þú getur neytt áður en það hefur óheppileg áhrif. „Fyrir suma er það kannski algjörlega vandræðalaust, en fyrir aðra getur jafnvel lítið magn haft neikvæð áhrif. Öruggast er að sleppa því ef maður vill fá hámarksárangur út úr æfingunni,“ sagði Paulsen. Prófessorinn varaði sérstaklega við ákveðinni tegund áfengis. „Forðastu dökkt brennivín,“ varaði prófessorinn við. „Þar er hátt etanólinnihald auk ýmissa annarra efna sem myndast í gerjunarferlinu og magna upp timburmannaáhrifin,“ sagði Paulsen. Sumir íþróttamenn taka þá ákvörðun að sleppa því alveg að drekka áfengi. Frjálsíþróttakonan Andrea Rooth er þannig meðvituð um að hún vilji ekki taka neina áhættu. „Aðalástæðan er sú að það eyðileggur endurheimtina. Maður finnur fyrir vanlíðan og það er líka eitthvað andlegt í því,“ sagði grindahlauparinn öflugi. „Ég hef ekki einu sinni smakkað það! Það lítur hræðilega út,“ sagði Rooth og hlær þegar hún heyrir að dökkt brennivín sé verst. Prófessorinn telur að bjór með tiltölulega lágu áfengisinnihaldi hafi í raun sýnt sig geta verið nokkuð góður vökvunardrykkur og sé því ekki svo slæmur. Rauðvín er líka langt frá því að vera það versta en langt frá því að vera gott samt. „Margir halda því fram að pólýfenól úr þrúgunum, rauði liturinn, hafi jákvæð áhrif, en það vegur ekki upp á móti neikvæðum áhrifum áfengis,“ sagði Paulsen. Skíðagöngustjarnan Emil Iversen segist hafa alfarið hætt að drekka áfengi frá því í sumar. Hann fann að honum leið illa í líkamanum af því að drekka það. „Ég hefði giskað á koníak og viskí sem það versta,“ sagði Iversen. „Já, dökkt brennivín, það segir sig sjálft,“ sagði Iversen og brosir. Það má lesa meira um þetta hér. Lífsferill íþróttamannsins Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Margir leyfa sér aðeins meira áfengi yfir jólin. Á sama tíma eru nýársheitin skipulögð, þar sem æfingar eru ofarlega á lista hjá mörgum. En hvaða áhrif hefur áfengi í raun á æfingaformið? Norska ríkisútvarpið lagði nokkrar af algengustu spurningunum fyrir Göran Paulsen, prófessor við NIH, grindahlauparann Andreu Rooth og skíðagöngumanninn Emil Iversen. Sú fyrsta af þeim var hvort að íþróttafólk, og aðrir, tapi niður þoli við það eitt að drekka áfengi. Segjum að þú sért einstaklingur sem hleypur þrisvar til fjórum sinnum í viku. Auk þess drekkur þú nokkur vínglös nokkrum sinnum í viku. Versnar þolið þá? „Sennilega ekki. Það er ekki vandamál ef áfengisneyslan er mjög lítil,“ sagði Göran Paulsen prófessor. Hann telur að áfengi hafi engin bein jákvæð áhrif, en að það geti verið einstaklingsmunur á því hvernig fólk bregst við. Spurningin er hversu mikils áfengis þú getur neytt áður en það hefur óheppileg áhrif. „Fyrir suma er það kannski algjörlega vandræðalaust, en fyrir aðra getur jafnvel lítið magn haft neikvæð áhrif. Öruggast er að sleppa því ef maður vill fá hámarksárangur út úr æfingunni,“ sagði Paulsen. Prófessorinn varaði sérstaklega við ákveðinni tegund áfengis. „Forðastu dökkt brennivín,“ varaði prófessorinn við. „Þar er hátt etanólinnihald auk ýmissa annarra efna sem myndast í gerjunarferlinu og magna upp timburmannaáhrifin,“ sagði Paulsen. Sumir íþróttamenn taka þá ákvörðun að sleppa því alveg að drekka áfengi. Frjálsíþróttakonan Andrea Rooth er þannig meðvituð um að hún vilji ekki taka neina áhættu. „Aðalástæðan er sú að það eyðileggur endurheimtina. Maður finnur fyrir vanlíðan og það er líka eitthvað andlegt í því,“ sagði grindahlauparinn öflugi. „Ég hef ekki einu sinni smakkað það! Það lítur hræðilega út,“ sagði Rooth og hlær þegar hún heyrir að dökkt brennivín sé verst. Prófessorinn telur að bjór með tiltölulega lágu áfengisinnihaldi hafi í raun sýnt sig geta verið nokkuð góður vökvunardrykkur og sé því ekki svo slæmur. Rauðvín er líka langt frá því að vera það versta en langt frá því að vera gott samt. „Margir halda því fram að pólýfenól úr þrúgunum, rauði liturinn, hafi jákvæð áhrif, en það vegur ekki upp á móti neikvæðum áhrifum áfengis,“ sagði Paulsen. Skíðagöngustjarnan Emil Iversen segist hafa alfarið hætt að drekka áfengi frá því í sumar. Hann fann að honum leið illa í líkamanum af því að drekka það. „Ég hefði giskað á koníak og viskí sem það versta,“ sagði Iversen. „Já, dökkt brennivín, það segir sig sjálft,“ sagði Iversen og brosir. Það má lesa meira um þetta hér.
Lífsferill íþróttamannsins Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira