Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar 2. janúar 2026 10:02 Í nýlegum greinum á Vísi fara þau Ögmundur Jónasson og Ingibjörg Isaksen mikinn gegn netverslun með áfengi. Þau mála upp mynd af samfélagi á barmi siðferðilegs hruns þar sem „gróðahyggja“ og „óprúttnir vínsalar“ ógna velferð barna okkar. Orðfærið er dramatískt og tilfinningaþrungið en þegar rykið sest og staðreyndir eru skoðaðar kemur í ljós að heimsendaspár þeirra eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Málflutningur þeirra byggir á rangtúlkun á tölfræði og virðist sprottinn af úreltri heimssýn frekar en umhyggju fyrir lýðheilsu. Ósannindi um aukna neyslu Kjarninn í málflutningi þeirra er sú gamla kenning að aukið aðgengi leiði sjálfkrafa til aukinnar neyslu. Þau benda á opinberar sölutölur áfengis og segja þær sýna aukningu. Það sem þau gleyma hins vegar að nefna er sú staðreynd að á sama tíma hefur Ísland tekið á móti milljónum erlendra ferðamanna. Að reikna með neyslu þeirra í heildartölum og deila henni svo niður á íslenska þjóð er fráleit aðferðafræði. Þegar þessi skekkja er leiðrétt blasir allt önnur mynd við. Opinber gögn sýna að áfengisneysla Íslendinga hefur ekki aukist síðastliðinn áratug þrátt fyrir opnun veitingastaða og tilkomu netverslana. Hún hefur þvert á móti dregist saman. Kenningin um að Íslendingar séu á barmi þess að drekka sig til óbóta vegna þess að þeir geta nú pantað vín á netinu eru því hrein og klár ósannindi. Grýlan um unglingadrykkju Enn alvarlegri er sú fullyrðing Ögmundar að unglingadrykkja „færist í vöxt“ vegna netverslana. Þetta er ekki bara rangt heldur er það beinlínis óábyrgt að halda slíku fram án nokkurra sannana. Allar tiltækar tölur sýna þveröfuga þróun. Árið 1998, áður en nokkur netverslun var til, höfðu 42% unglinga í 10. bekk drukkið áfengi síðastliðna 30 daga. Árið 2025 er þetta hlutfall komið niður í sögulegt lágmark, eða 8%. Hin meinta neyslustýring ríkisins er byggð á misskilningi. Önnur öfl er miklu áhrifaríkari eins og nýjar tölur um hratt minnkandi áfengisneyslu í hinum vestræna heimi sýna með afgerandi hætti. Þennan ótrúlega árangur má sjálfsagt rekja til íslenska forvarnamódelsins sem byggir á forvörnum, fræðslu og samvinnu foreldra. Þetta þekkta forvarnarmódel hefur ekkert að gera með ríkisreknar vínbúðir. Að halda því fram að ÁTVR hafi lagt eitthvað til málanna í þessum efnum er til marks um að greinarhöfundarnir séu annað hvort illa upplýstir eða haldi þessu fram gegn betri vitund til þess eins að verja ríkisafskiptin sem slík. Öruggara aðgengi Það er kaldhæðnislegt að andstæðingar netverslunar og frjálsrar verslunar með áfengi skuli þykjast vera að vernda börn. Raunveruleikinn er sá að netverslanir sem nota rafræn skilríki til að staðfesta aldur bjóða upp á mun öruggara aldurseftirlit en ÁTVR þar sem enn er stuðst við mannlegt mat starfsmanns á kassa. Hvor aðferðin er líklegri til að hleypa 17 ára unglingi í gegn? Svarið er augljóst en 5-15% unglinga sem reyna að kaupa áfengi í ÁTVR fá afgreiðslu - samkvæmt þeirra eigin rannsóknum. Í netverslun sem notar rafræn skilríki getur enginn undir aldri keypt áfengi. Fortíð gegn framtíð Baráttan gegn netverslun með áfengi er ekki barátta fyrir lýðheilsu. Þetta er barátta fortíðar gegn framtíð. Það er barátta ríkiseinokunar gegn frelsi neytenda. Það er barátta þeirra sem vilja stjórna daglegu lífi fólks gegn þeim sem treysta fólki til að taka ábyrgar ákvarðanir. Ögmundur talar um „vitorðsmenn“ í stjórnmálum og fjölmiðlum. En hverju eru þeir að hylma yfir? Frelsi? Hagkvæmni? Meira öryggi? Nú til dags gera neytendur kröfu um þægindi, vöruúrval og samkeppnishæft verð. ÁTVR er stofnun sem var búin til fyrir aðra öld. Það er ekki „græðgi“ að vilja kaupa rauðvínsflösku með matnum án þess að þurfa að gera sér ferð í iðnaðarhverfi á opnunartíma hins opinbera. Það er eðlileg krafa um nútímalega þjónustu. Það að lögreglan þurfi að standa í því að loka pósthólfum fyrirtækja á frídögum kirkjunnar sýnir fáránleika kerfisins. Það eru ekki „vínsalarnir“ sem eru vandamálið. Vandamálið er löggjöf sem er í ósamræmi við veruleikann og vilja þjóðarinnar. Gögnin eru skýr. Íslendingar eru ekki að drekka meira, unglingar eru að drekka minna en nokkru sinni fyrr og tæknin býður upp á meira öryggi en nokkru sinni fyrr. Það er kominn tími til að hætta að hlusta á varðhunda fortíðarinnar og fagna þeim sem þora að vera vitorðsmenn framtíðarinnar. Vitorðsmenn framtíðarinnar eru þeir sem þora að horfast í augu við veruleikann en varðhundar fortíðarinnar gelta enn á bíla sem eru löngu farnir. Höfundur er annar eigenda Santé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Í nýlegum greinum á Vísi fara þau Ögmundur Jónasson og Ingibjörg Isaksen mikinn gegn netverslun með áfengi. Þau mála upp mynd af samfélagi á barmi siðferðilegs hruns þar sem „gróðahyggja“ og „óprúttnir vínsalar“ ógna velferð barna okkar. Orðfærið er dramatískt og tilfinningaþrungið en þegar rykið sest og staðreyndir eru skoðaðar kemur í ljós að heimsendaspár þeirra eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Málflutningur þeirra byggir á rangtúlkun á tölfræði og virðist sprottinn af úreltri heimssýn frekar en umhyggju fyrir lýðheilsu. Ósannindi um aukna neyslu Kjarninn í málflutningi þeirra er sú gamla kenning að aukið aðgengi leiði sjálfkrafa til aukinnar neyslu. Þau benda á opinberar sölutölur áfengis og segja þær sýna aukningu. Það sem þau gleyma hins vegar að nefna er sú staðreynd að á sama tíma hefur Ísland tekið á móti milljónum erlendra ferðamanna. Að reikna með neyslu þeirra í heildartölum og deila henni svo niður á íslenska þjóð er fráleit aðferðafræði. Þegar þessi skekkja er leiðrétt blasir allt önnur mynd við. Opinber gögn sýna að áfengisneysla Íslendinga hefur ekki aukist síðastliðinn áratug þrátt fyrir opnun veitingastaða og tilkomu netverslana. Hún hefur þvert á móti dregist saman. Kenningin um að Íslendingar séu á barmi þess að drekka sig til óbóta vegna þess að þeir geta nú pantað vín á netinu eru því hrein og klár ósannindi. Grýlan um unglingadrykkju Enn alvarlegri er sú fullyrðing Ögmundar að unglingadrykkja „færist í vöxt“ vegna netverslana. Þetta er ekki bara rangt heldur er það beinlínis óábyrgt að halda slíku fram án nokkurra sannana. Allar tiltækar tölur sýna þveröfuga þróun. Árið 1998, áður en nokkur netverslun var til, höfðu 42% unglinga í 10. bekk drukkið áfengi síðastliðna 30 daga. Árið 2025 er þetta hlutfall komið niður í sögulegt lágmark, eða 8%. Hin meinta neyslustýring ríkisins er byggð á misskilningi. Önnur öfl er miklu áhrifaríkari eins og nýjar tölur um hratt minnkandi áfengisneyslu í hinum vestræna heimi sýna með afgerandi hætti. Þennan ótrúlega árangur má sjálfsagt rekja til íslenska forvarnamódelsins sem byggir á forvörnum, fræðslu og samvinnu foreldra. Þetta þekkta forvarnarmódel hefur ekkert að gera með ríkisreknar vínbúðir. Að halda því fram að ÁTVR hafi lagt eitthvað til málanna í þessum efnum er til marks um að greinarhöfundarnir séu annað hvort illa upplýstir eða haldi þessu fram gegn betri vitund til þess eins að verja ríkisafskiptin sem slík. Öruggara aðgengi Það er kaldhæðnislegt að andstæðingar netverslunar og frjálsrar verslunar með áfengi skuli þykjast vera að vernda börn. Raunveruleikinn er sá að netverslanir sem nota rafræn skilríki til að staðfesta aldur bjóða upp á mun öruggara aldurseftirlit en ÁTVR þar sem enn er stuðst við mannlegt mat starfsmanns á kassa. Hvor aðferðin er líklegri til að hleypa 17 ára unglingi í gegn? Svarið er augljóst en 5-15% unglinga sem reyna að kaupa áfengi í ÁTVR fá afgreiðslu - samkvæmt þeirra eigin rannsóknum. Í netverslun sem notar rafræn skilríki getur enginn undir aldri keypt áfengi. Fortíð gegn framtíð Baráttan gegn netverslun með áfengi er ekki barátta fyrir lýðheilsu. Þetta er barátta fortíðar gegn framtíð. Það er barátta ríkiseinokunar gegn frelsi neytenda. Það er barátta þeirra sem vilja stjórna daglegu lífi fólks gegn þeim sem treysta fólki til að taka ábyrgar ákvarðanir. Ögmundur talar um „vitorðsmenn“ í stjórnmálum og fjölmiðlum. En hverju eru þeir að hylma yfir? Frelsi? Hagkvæmni? Meira öryggi? Nú til dags gera neytendur kröfu um þægindi, vöruúrval og samkeppnishæft verð. ÁTVR er stofnun sem var búin til fyrir aðra öld. Það er ekki „græðgi“ að vilja kaupa rauðvínsflösku með matnum án þess að þurfa að gera sér ferð í iðnaðarhverfi á opnunartíma hins opinbera. Það er eðlileg krafa um nútímalega þjónustu. Það að lögreglan þurfi að standa í því að loka pósthólfum fyrirtækja á frídögum kirkjunnar sýnir fáránleika kerfisins. Það eru ekki „vínsalarnir“ sem eru vandamálið. Vandamálið er löggjöf sem er í ósamræmi við veruleikann og vilja þjóðarinnar. Gögnin eru skýr. Íslendingar eru ekki að drekka meira, unglingar eru að drekka minna en nokkru sinni fyrr og tæknin býður upp á meira öryggi en nokkru sinni fyrr. Það er kominn tími til að hætta að hlusta á varðhunda fortíðarinnar og fagna þeim sem þora að vera vitorðsmenn framtíðarinnar. Vitorðsmenn framtíðarinnar eru þeir sem þora að horfast í augu við veruleikann en varðhundar fortíðarinnar gelta enn á bíla sem eru löngu farnir. Höfundur er annar eigenda Santé.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun