Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2026 09:02 Glódís Perla Viggósdóttir flutti fallega ræðu eftir að hafa verið valin íþróttamaður ársins í fyrra. vísir/Hulda Margrét Íþróttamaður ársins verður útnefndur í kvöld í sjötugasta sinn en þá halda Samtök Íþróttafréttamanna sitt árlega hóf. Fyrsti íþróttamaður ársins var kjörinn Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en þrístökkvarinn fékk þessi verðlaun þrjú fyrstu árin og alls fimm sinnum á fyrstu sex árunum. Vilhjálmur er einnig sá sem hefur fengið titilinn oftast einu sinni oftar en handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson. Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert Íþróttamann ársins, Lið ársins og Þjálfara ársins. Við val á íþróttamanni ársins taka atkvæðisbærir félagar innan SÍ tillit til árangurs, reglusemi, ástundunar, prúðmennsku og framfara. Þrjátíu íþróttafréttamenn greiddu atkvæði í ár. Þrjú af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár hafa áður hlotið titilinn Íþróttamaður ársins en það eru núverandi íþróttamaður ársins Glódís Perla Viggósdóttir sem og handboltamennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Fjögur af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár eru tilnefnd í fyrsta sinn en það eru Dagur Kári Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Jón Þór Sigurðsson. Þau tíu sem eru tilnefnd að þessu sinni eru í stafrófsröð: Dagur Kári Ólafsson, fimleikar Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnu Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrnu Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar Jón Þór Sigurðsson, skotfimi Ómar Ingi Magnússon, handbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti - Þau þrjú sem eru tilnefnd sem lið ársins eru í stafrófsröð: Breiðablik í fótbolta kvenna Fram í handbolta karla Valur í handbolta kvenna - Þeir þrír sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins eru í stafrófsröð: Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti [Kvenna- og karlalið Vals] Dagur Sigurðsson, handbolti [Króatíska landsliðið] Heimir Hallgrímsson, knattspyrna [Írska landsliðið] Kjörinu verður lýst frá Hörpu í kvöld. Ríkissjónvarpið sýnir beint frá athöfninni eins og síðustu ár en á samfélagsmiðlum birti RÚV myndir af öllum þeim 47 sem hafa verið kosin Íþróttamaður ársins frá 1956. Fjórtán af þessum 47 hafa verið kosin oftast en einu sinni. Tíu íþróttagreinar hafa eignast Íþróttamann ársins en sú ellefta gæti bæst í hópinn í kvöld því íþróttafólk úr ólympískum lyftingum, skotfimi og fimleikum er tilnefnt að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins frá 1956 til 2024. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Í desember 2006 var kynntur til leiks nýr verðlaunagripur sem ætlaður er íþróttamanni ársins. Þjóðminjasafni Íslands var við þetta tækifæri falið að varðveita styttuna góðu sem hafði fylgt sæmdarheitinu Íþróttamaður ársins frá 1956. Nýi verðlaunagripurinn sem ÍSÍ gaf SÍ var hannaður af Sigurði Inga Bjarnasyni gullsmið en það var forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, sem afhenti formanni SÍ stofnskrá verðlaunagripsins og hann þar með til varðveislu næstu 50 árin. Íþróttamaður ársins mun einnig fá eignarbikar sem vísar til stóra verðlaunagripsins og hannaður er af sama gullsmið. Verkið er smíðað með vísun í náttúru Íslands sem mótað hefur þessa þjóð og hennar þrótt. Náttúra Íslands endurspeglast í margvíslegu efni verksins, lögun þess og litbrigðum. Þessir eiginleikar verksins vísa um leið til fjölbreytni íþróttanna og þess styrks og þeirrar þrautseigju sem einkenna afreksmenn íslenskra íþrótta hverju sinni. Íþróttamaður ársins Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Dagskráin: Körfuboltakvöld, Doc Zone á sunnudegi og lokumferð NFL Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þessi sigur var rosalega mikilvægur“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár „Þetta breytir lífinu“ Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira
Fyrsti íþróttamaður ársins var kjörinn Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en þrístökkvarinn fékk þessi verðlaun þrjú fyrstu árin og alls fimm sinnum á fyrstu sex árunum. Vilhjálmur er einnig sá sem hefur fengið titilinn oftast einu sinni oftar en handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson. Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert Íþróttamann ársins, Lið ársins og Þjálfara ársins. Við val á íþróttamanni ársins taka atkvæðisbærir félagar innan SÍ tillit til árangurs, reglusemi, ástundunar, prúðmennsku og framfara. Þrjátíu íþróttafréttamenn greiddu atkvæði í ár. Þrjú af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár hafa áður hlotið titilinn Íþróttamaður ársins en það eru núverandi íþróttamaður ársins Glódís Perla Viggósdóttir sem og handboltamennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Fjögur af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár eru tilnefnd í fyrsta sinn en það eru Dagur Kári Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Jón Þór Sigurðsson. Þau tíu sem eru tilnefnd að þessu sinni eru í stafrófsröð: Dagur Kári Ólafsson, fimleikar Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnu Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrnu Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar Jón Þór Sigurðsson, skotfimi Ómar Ingi Magnússon, handbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti - Þau þrjú sem eru tilnefnd sem lið ársins eru í stafrófsröð: Breiðablik í fótbolta kvenna Fram í handbolta karla Valur í handbolta kvenna - Þeir þrír sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins eru í stafrófsröð: Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti [Kvenna- og karlalið Vals] Dagur Sigurðsson, handbolti [Króatíska landsliðið] Heimir Hallgrímsson, knattspyrna [Írska landsliðið] Kjörinu verður lýst frá Hörpu í kvöld. Ríkissjónvarpið sýnir beint frá athöfninni eins og síðustu ár en á samfélagsmiðlum birti RÚV myndir af öllum þeim 47 sem hafa verið kosin Íþróttamaður ársins frá 1956. Fjórtán af þessum 47 hafa verið kosin oftast en einu sinni. Tíu íþróttagreinar hafa eignast Íþróttamann ársins en sú ellefta gæti bæst í hópinn í kvöld því íþróttafólk úr ólympískum lyftingum, skotfimi og fimleikum er tilnefnt að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins frá 1956 til 2024. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Í desember 2006 var kynntur til leiks nýr verðlaunagripur sem ætlaður er íþróttamanni ársins. Þjóðminjasafni Íslands var við þetta tækifæri falið að varðveita styttuna góðu sem hafði fylgt sæmdarheitinu Íþróttamaður ársins frá 1956. Nýi verðlaunagripurinn sem ÍSÍ gaf SÍ var hannaður af Sigurði Inga Bjarnasyni gullsmið en það var forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, sem afhenti formanni SÍ stofnskrá verðlaunagripsins og hann þar með til varðveislu næstu 50 árin. Íþróttamaður ársins mun einnig fá eignarbikar sem vísar til stóra verðlaunagripsins og hannaður er af sama gullsmið. Verkið er smíðað með vísun í náttúru Íslands sem mótað hefur þessa þjóð og hennar þrótt. Náttúra Íslands endurspeglast í margvíslegu efni verksins, lögun þess og litbrigðum. Þessir eiginleikar verksins vísa um leið til fjölbreytni íþróttanna og þess styrks og þeirrar þrautseigju sem einkenna afreksmenn íslenskra íþrótta hverju sinni.
Þau tíu sem eru tilnefnd að þessu sinni eru í stafrófsröð: Dagur Kári Ólafsson, fimleikar Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnu Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrnu Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar Jón Þór Sigurðsson, skotfimi Ómar Ingi Magnússon, handbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti - Þau þrjú sem eru tilnefnd sem lið ársins eru í stafrófsröð: Breiðablik í fótbolta kvenna Fram í handbolta karla Valur í handbolta kvenna - Þeir þrír sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins eru í stafrófsröð: Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti [Kvenna- og karlalið Vals] Dagur Sigurðsson, handbolti [Króatíska landsliðið] Heimir Hallgrímsson, knattspyrna [Írska landsliðið]
Íþróttamaður ársins Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Dagskráin: Körfuboltakvöld, Doc Zone á sunnudegi og lokumferð NFL Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þessi sigur var rosalega mikilvægur“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár „Þetta breytir lífinu“ Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira