Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2026 09:02 Glódís Perla Viggósdóttir flutti fallega ræðu eftir að hafa verið valin íþróttamaður ársins í fyrra. vísir/Hulda Margrét Íþróttamaður ársins verður útnefndur í kvöld í sjötugasta sinn en þá halda Samtök Íþróttafréttamanna sitt árlega hóf. Fyrsti íþróttamaður ársins var kjörinn Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en þrístökkvarinn fékk þessi verðlaun þrjú fyrstu árin og alls fimm sinnum á fyrstu sex árunum. Vilhjálmur er einnig sá sem hefur fengið titilinn oftast einu sinni oftar en handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson. Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert Íþróttamann ársins, Lið ársins og Þjálfara ársins. Við val á íþróttamanni ársins taka atkvæðisbærir félagar innan SÍ tillit til árangurs, reglusemi, ástundunar, prúðmennsku og framfara. Þrjátíu íþróttafréttamenn greiddu atkvæði í ár. Þrjú af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár hafa áður hlotið titilinn Íþróttamaður ársins en það eru núverandi íþróttamaður ársins Glódís Perla Viggósdóttir sem og handboltamennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Fjögur af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár eru tilnefnd í fyrsta sinn en það eru Dagur Kári Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Jón Þór Sigurðsson. Þau tíu sem eru tilnefnd að þessu sinni eru í stafrófsröð: Dagur Kári Ólafsson, fimleikar Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnu Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrnu Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar Jón Þór Sigurðsson, skotfimi Ómar Ingi Magnússon, handbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti - Þau þrjú sem eru tilnefnd sem lið ársins eru í stafrófsröð: Breiðablik í fótbolta kvenna Fram í handbolta karla Valur í handbolta kvenna - Þeir þrír sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins eru í stafrófsröð: Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti [Kvenna- og karlalið Vals] Dagur Sigurðsson, handbolti [Króatíska landsliðið] Heimir Hallgrímsson, knattspyrna [Írska landsliðið] Kjörinu verður lýst frá Hörpu í kvöld. Ríkissjónvarpið sýnir beint frá athöfninni eins og síðustu ár en á samfélagsmiðlum birti RÚV myndir af öllum þeim 47 sem hafa verið kosin Íþróttamaður ársins frá 1956. Fjórtán af þessum 47 hafa verið kosin oftast en einu sinni. Tíu íþróttagreinar hafa eignast Íþróttamann ársins en sú ellefta gæti bæst í hópinn í kvöld því íþróttafólk úr ólympískum lyftingum, skotfimi og fimleikum er tilnefnt að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins frá 1956 til 2024. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Í desember 2006 var kynntur til leiks nýr verðlaunagripur sem ætlaður er íþróttamanni ársins. Þjóðminjasafni Íslands var við þetta tækifæri falið að varðveita styttuna góðu sem hafði fylgt sæmdarheitinu Íþróttamaður ársins frá 1956. Nýi verðlaunagripurinn sem ÍSÍ gaf SÍ var hannaður af Sigurði Inga Bjarnasyni gullsmið en það var forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, sem afhenti formanni SÍ stofnskrá verðlaunagripsins og hann þar með til varðveislu næstu 50 árin. Íþróttamaður ársins mun einnig fá eignarbikar sem vísar til stóra verðlaunagripsins og hannaður er af sama gullsmið. Verkið er smíðað með vísun í náttúru Íslands sem mótað hefur þessa þjóð og hennar þrótt. Náttúra Íslands endurspeglast í margvíslegu efni verksins, lögun þess og litbrigðum. Þessir eiginleikar verksins vísa um leið til fjölbreytni íþróttanna og þess styrks og þeirrar þrautseigju sem einkenna afreksmenn íslenskra íþrótta hverju sinni. Íþróttamaður ársins Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjá meira
Fyrsti íþróttamaður ársins var kjörinn Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en þrístökkvarinn fékk þessi verðlaun þrjú fyrstu árin og alls fimm sinnum á fyrstu sex árunum. Vilhjálmur er einnig sá sem hefur fengið titilinn oftast einu sinni oftar en handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson. Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert Íþróttamann ársins, Lið ársins og Þjálfara ársins. Við val á íþróttamanni ársins taka atkvæðisbærir félagar innan SÍ tillit til árangurs, reglusemi, ástundunar, prúðmennsku og framfara. Þrjátíu íþróttafréttamenn greiddu atkvæði í ár. Þrjú af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár hafa áður hlotið titilinn Íþróttamaður ársins en það eru núverandi íþróttamaður ársins Glódís Perla Viggósdóttir sem og handboltamennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Fjögur af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár eru tilnefnd í fyrsta sinn en það eru Dagur Kári Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Jón Þór Sigurðsson. Þau tíu sem eru tilnefnd að þessu sinni eru í stafrófsröð: Dagur Kári Ólafsson, fimleikar Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnu Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrnu Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar Jón Þór Sigurðsson, skotfimi Ómar Ingi Magnússon, handbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti - Þau þrjú sem eru tilnefnd sem lið ársins eru í stafrófsröð: Breiðablik í fótbolta kvenna Fram í handbolta karla Valur í handbolta kvenna - Þeir þrír sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins eru í stafrófsröð: Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti [Kvenna- og karlalið Vals] Dagur Sigurðsson, handbolti [Króatíska landsliðið] Heimir Hallgrímsson, knattspyrna [Írska landsliðið] Kjörinu verður lýst frá Hörpu í kvöld. Ríkissjónvarpið sýnir beint frá athöfninni eins og síðustu ár en á samfélagsmiðlum birti RÚV myndir af öllum þeim 47 sem hafa verið kosin Íþróttamaður ársins frá 1956. Fjórtán af þessum 47 hafa verið kosin oftast en einu sinni. Tíu íþróttagreinar hafa eignast Íþróttamann ársins en sú ellefta gæti bæst í hópinn í kvöld því íþróttafólk úr ólympískum lyftingum, skotfimi og fimleikum er tilnefnt að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins frá 1956 til 2024. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Í desember 2006 var kynntur til leiks nýr verðlaunagripur sem ætlaður er íþróttamanni ársins. Þjóðminjasafni Íslands var við þetta tækifæri falið að varðveita styttuna góðu sem hafði fylgt sæmdarheitinu Íþróttamaður ársins frá 1956. Nýi verðlaunagripurinn sem ÍSÍ gaf SÍ var hannaður af Sigurði Inga Bjarnasyni gullsmið en það var forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, sem afhenti formanni SÍ stofnskrá verðlaunagripsins og hann þar með til varðveislu næstu 50 árin. Íþróttamaður ársins mun einnig fá eignarbikar sem vísar til stóra verðlaunagripsins og hannaður er af sama gullsmið. Verkið er smíðað með vísun í náttúru Íslands sem mótað hefur þessa þjóð og hennar þrótt. Náttúra Íslands endurspeglast í margvíslegu efni verksins, lögun þess og litbrigðum. Þessir eiginleikar verksins vísa um leið til fjölbreytni íþróttanna og þess styrks og þeirrar þrautseigju sem einkenna afreksmenn íslenskra íþrótta hverju sinni.
Þau tíu sem eru tilnefnd að þessu sinni eru í stafrófsröð: Dagur Kári Ólafsson, fimleikar Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnu Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrnu Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar Jón Þór Sigurðsson, skotfimi Ómar Ingi Magnússon, handbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti - Þau þrjú sem eru tilnefnd sem lið ársins eru í stafrófsröð: Breiðablik í fótbolta kvenna Fram í handbolta karla Valur í handbolta kvenna - Þeir þrír sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins eru í stafrófsröð: Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti [Kvenna- og karlalið Vals] Dagur Sigurðsson, handbolti [Króatíska landsliðið] Heimir Hallgrímsson, knattspyrna [Írska landsliðið]
Íþróttamaður ársins Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjá meira