Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2026 07:01 Carlos Alcaraz með þjálfaranum Juan Carlos Ferrero en þeir hafa náð frábærum árangri saman. Nú er samstarfi þeirra lokið. Til hægri er Björn Borg í einum af síðustu leikjum sinum þá aðeins 25 ára gamall. Getty/Focus/EPA/TERESA SUAREZ Verður tennisferill eins besta tennismanns heims í dag stuttur. Það óttast einn gamall tennismeistari. Fyrrum Wimbledon-meistarinn Marion Bartoli hefur lýst yfir áhyggjum af því að spænski tenniskappinn Carlos Alcaraz gæti hætt snemma í tennis eins og Svíinn Björn Borg gerði á sínum tíma. Þessar áhyggjur vöknuðu hjá Bartoli eftir að leiðir Alcaraz og þjálfarans Juan Carlos Ferrero skildu. Skildi við þjálfara sinn Alcaraz og aðalþjálfari hans, Ferrero, slitu nýverið löngu og farsælu samstarfi sínu. Þeir skildu formlega að skiptum í desember 2025 og bundu þar með enda á sjö ára samstarf. View this post on Instagram A post shared by Wipe The Line (@wipetheline) Ferrero hefur nú rofið þögnina um brottför sína og heldur því fram að ákvörðunin hafi ekki verið Alcaraz, heldur teymis efsta manns heimslistans. „Þar sem ég veit að Juan Carlos er mikill fagmaður – hann var það líka sem leikmaður – er ég viss um að hann krefst algerra skuldbindinga frá leikmönnum sínum og að kröfur hans um fagmennsku séu mjög miklar. Sennilega, í ljósi þess að Carlos er spænskur, mjög ungur og laðast að öllum ytri freistingum – hefur verið erfitt að vinna með hann undanfarið,“ sagði Yevgeny Kafelnikov, fyrrum efsti maður heimslistans. Allar stelpurnar eru á eftir honum „Það er skiljanlegt – hann er 22 ára, allar stelpurnar eru á eftir honum, það er frægðin og allt sem henni fylgir. Enginn gæti staðist það á svo ungum aldri. Juan Carlos sá það líklega og var að reyna að aðskilja æfingar og tennis frá öllum hávaðanum. Þaðan, frá mínu sjónarhorni, er líklegt að ágreiningurinn hafi komið upp,“ sagði Kafelnikov. Fyrrnefndur Bartoli óttast það líka að tennisheimurinn gæti misst einn sinn öflugasta og vinsælasta leikmann. „Ég hef áhyggjur, en í hófi. Carlos býr yfir einstökum hæfileikum en hann þarf skipulag. Annars gæti hann endað á því að hætta í tennis eins og Björn Borg, 25 ára gamall,“ sagði Marion Bartoli. Tennisíþróttin hefur ekki efni á að missa hann „Alcaraz er snillingur og tennisíþróttin hefur ekki efni á að missa hann svona snemma,“ sagði Bartoli. Hann vonast eftir því að Alcaraz og Juan Carlos Ferrero fari að vinna aftur saman. Að hans mati gæti ákveðin atburðarás flýtt fyrir öllu að mati Bartoli en það eru yfirburðir Ítalans Jannik Sinner. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints Tennis (@clutchpointstennis) „Ef Sinner vinnur Opna ástralska meistaramótið og Opna franska meistaramótið mun Carlos strax hringja í Juan Carlos Ferrero aftur. Það er augljóst,“ sagði Bartoli. Gekk út eftir tap í úrslitaleik Hinn sænski Björn Borg var í fyrsta sæti heimslistans í einliðaleik karla í 109 vikur og vann 66 titla í einliðaleik á ferlinum. Þar af voru ellefu risatitlar, sex á Opna franska meistaramótinu og fimm í röð á Wimbledon. Eftir að hafa tapað fyrir John McEnroe í úrslitum Wimbledon-mótsins og Opna bandaríska meistaramótsins árið 1981 hætti Borg óvænt í tennis, aðeins 25 ára gamall. Hann, sem var þá stærsta tennisstjarna heims, gekk út af leikvanginum eftir seinna tapið án þess að tala við fjölmiðla og fyrir stutta endurkomu áratug síðar keppti hann aldrei aftur meðal þeirra bestu. Tennis Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Sjá meira
Fyrrum Wimbledon-meistarinn Marion Bartoli hefur lýst yfir áhyggjum af því að spænski tenniskappinn Carlos Alcaraz gæti hætt snemma í tennis eins og Svíinn Björn Borg gerði á sínum tíma. Þessar áhyggjur vöknuðu hjá Bartoli eftir að leiðir Alcaraz og þjálfarans Juan Carlos Ferrero skildu. Skildi við þjálfara sinn Alcaraz og aðalþjálfari hans, Ferrero, slitu nýverið löngu og farsælu samstarfi sínu. Þeir skildu formlega að skiptum í desember 2025 og bundu þar með enda á sjö ára samstarf. View this post on Instagram A post shared by Wipe The Line (@wipetheline) Ferrero hefur nú rofið þögnina um brottför sína og heldur því fram að ákvörðunin hafi ekki verið Alcaraz, heldur teymis efsta manns heimslistans. „Þar sem ég veit að Juan Carlos er mikill fagmaður – hann var það líka sem leikmaður – er ég viss um að hann krefst algerra skuldbindinga frá leikmönnum sínum og að kröfur hans um fagmennsku séu mjög miklar. Sennilega, í ljósi þess að Carlos er spænskur, mjög ungur og laðast að öllum ytri freistingum – hefur verið erfitt að vinna með hann undanfarið,“ sagði Yevgeny Kafelnikov, fyrrum efsti maður heimslistans. Allar stelpurnar eru á eftir honum „Það er skiljanlegt – hann er 22 ára, allar stelpurnar eru á eftir honum, það er frægðin og allt sem henni fylgir. Enginn gæti staðist það á svo ungum aldri. Juan Carlos sá það líklega og var að reyna að aðskilja æfingar og tennis frá öllum hávaðanum. Þaðan, frá mínu sjónarhorni, er líklegt að ágreiningurinn hafi komið upp,“ sagði Kafelnikov. Fyrrnefndur Bartoli óttast það líka að tennisheimurinn gæti misst einn sinn öflugasta og vinsælasta leikmann. „Ég hef áhyggjur, en í hófi. Carlos býr yfir einstökum hæfileikum en hann þarf skipulag. Annars gæti hann endað á því að hætta í tennis eins og Björn Borg, 25 ára gamall,“ sagði Marion Bartoli. Tennisíþróttin hefur ekki efni á að missa hann „Alcaraz er snillingur og tennisíþróttin hefur ekki efni á að missa hann svona snemma,“ sagði Bartoli. Hann vonast eftir því að Alcaraz og Juan Carlos Ferrero fari að vinna aftur saman. Að hans mati gæti ákveðin atburðarás flýtt fyrir öllu að mati Bartoli en það eru yfirburðir Ítalans Jannik Sinner. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints Tennis (@clutchpointstennis) „Ef Sinner vinnur Opna ástralska meistaramótið og Opna franska meistaramótið mun Carlos strax hringja í Juan Carlos Ferrero aftur. Það er augljóst,“ sagði Bartoli. Gekk út eftir tap í úrslitaleik Hinn sænski Björn Borg var í fyrsta sæti heimslistans í einliðaleik karla í 109 vikur og vann 66 titla í einliðaleik á ferlinum. Þar af voru ellefu risatitlar, sex á Opna franska meistaramótinu og fimm í röð á Wimbledon. Eftir að hafa tapað fyrir John McEnroe í úrslitum Wimbledon-mótsins og Opna bandaríska meistaramótsins árið 1981 hætti Borg óvænt í tennis, aðeins 25 ára gamall. Hann, sem var þá stærsta tennisstjarna heims, gekk út af leikvanginum eftir seinna tapið án þess að tala við fjölmiðla og fyrir stutta endurkomu áratug síðar keppti hann aldrei aftur meðal þeirra bestu.
Tennis Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Sjá meira