Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar 5. janúar 2026 11:33 Litla brekkan ofan við Ártúnsbæinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en engu að síður er hún vagga skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Lengi vel var skíðaiðkun Íslendinga bundin við snjóþung héruð á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á landi, á meðan skíðabúnaður mátti heita óþekktur suðvestanlands. Það voru Norðmenn sem hér voru búsettir sem kenndu Reykvíkingum að renna sér á skíðum á fyrstu árum tuttugustu aldar. Fljótlega fengu þessir frumherjar skíðaíþróttarinnar augastað á brekkunni við Ártún og farið var að ryðja þar og slétta fyrir skíðabraut. Á árinu 1907 mun hafa verið stofnað Skíðafélagið Áfram, en litlar upplýsingar eru til um starfsemi þess og virðist það hafa lognast skjótt útaf. Í þessari fyrstu skíðabraut Reykvíkinga voru haldin mót, þar sem keppt var í kunnuglegum greinum á borð við svig – en einnig í sérkennilegri skíðaíþróttum á borð við para-keppni þar sem keppendur af sitthvoru kyni renndu sér niður brekkuna í kapp við klukkuna en þurftu að haldast í hendur alla leið niður. Þá var keppt í háskagreinum, þar sem skíðamaðurinn renndi sér niður með logandi kyndil í annari hendi! Ekki hugnaðist öllum valið á skíðabrekkunni. Stjórnendur Ungmennafélaganna í bænum töldu Ártún alltof langt í burtu sem skíðasvæði og kappkostuðu að koma upp nothæfri skíðabraut utan í Öskjuhlíð. Þrátt fyrir mikið streð fór sú vinna að mestu fyrir gýg. Skíðabrautin, sem rudd var á sex sumrum af félagsfólki, varð að sönnu slétt og fögur, en þar festi sjaldan snjó! Langt er um liðið síðan fullorðnir skíðamenn í Reykjavík hættu að líta við Ártúnsbrekku. Með tilkomu bílasamgangna opnuðust ný og betri skíðasvæði í Bláfjöllum, í Henglinum og víðar. Eftir sem áður hélt gamla brekkan við Ártún áfram að vera mikilvæg uppeldisstöð fyrir yngstu iðkendurnar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það er því mikið gleðiefni að snjóframleiðsla sé hafin Í Ártúnsbrekkunni. Það þýðir að hægt verður að renna sér þar miklu stærri hluta ársins en verið hefur, sem mun gleðja fjölmargar fjölskyldur. Reynslan sem fæst af snjóframleiðslunni mun jafnframt nýtast á öðrum skíðasvæðum á vegum borgarinnar, s.s. í hinum fyrirhugaða Vetrargarði í Breiðholtshverfi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Skíðasvæði Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Litla brekkan ofan við Ártúnsbæinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en engu að síður er hún vagga skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Lengi vel var skíðaiðkun Íslendinga bundin við snjóþung héruð á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á landi, á meðan skíðabúnaður mátti heita óþekktur suðvestanlands. Það voru Norðmenn sem hér voru búsettir sem kenndu Reykvíkingum að renna sér á skíðum á fyrstu árum tuttugustu aldar. Fljótlega fengu þessir frumherjar skíðaíþróttarinnar augastað á brekkunni við Ártún og farið var að ryðja þar og slétta fyrir skíðabraut. Á árinu 1907 mun hafa verið stofnað Skíðafélagið Áfram, en litlar upplýsingar eru til um starfsemi þess og virðist það hafa lognast skjótt útaf. Í þessari fyrstu skíðabraut Reykvíkinga voru haldin mót, þar sem keppt var í kunnuglegum greinum á borð við svig – en einnig í sérkennilegri skíðaíþróttum á borð við para-keppni þar sem keppendur af sitthvoru kyni renndu sér niður brekkuna í kapp við klukkuna en þurftu að haldast í hendur alla leið niður. Þá var keppt í háskagreinum, þar sem skíðamaðurinn renndi sér niður með logandi kyndil í annari hendi! Ekki hugnaðist öllum valið á skíðabrekkunni. Stjórnendur Ungmennafélaganna í bænum töldu Ártún alltof langt í burtu sem skíðasvæði og kappkostuðu að koma upp nothæfri skíðabraut utan í Öskjuhlíð. Þrátt fyrir mikið streð fór sú vinna að mestu fyrir gýg. Skíðabrautin, sem rudd var á sex sumrum af félagsfólki, varð að sönnu slétt og fögur, en þar festi sjaldan snjó! Langt er um liðið síðan fullorðnir skíðamenn í Reykjavík hættu að líta við Ártúnsbrekku. Með tilkomu bílasamgangna opnuðust ný og betri skíðasvæði í Bláfjöllum, í Henglinum og víðar. Eftir sem áður hélt gamla brekkan við Ártún áfram að vera mikilvæg uppeldisstöð fyrir yngstu iðkendurnar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það er því mikið gleðiefni að snjóframleiðsla sé hafin Í Ártúnsbrekkunni. Það þýðir að hægt verður að renna sér þar miklu stærri hluta ársins en verið hefur, sem mun gleðja fjölmargar fjölskyldur. Reynslan sem fæst af snjóframleiðslunni mun jafnframt nýtast á öðrum skíðasvæðum á vegum borgarinnar, s.s. í hinum fyrirhugaða Vetrargarði í Breiðholtshverfi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar