Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2026 18:22 Hildur Knútsdóttir hreppti verðlaunin í ár. Vísír/Anton Brink Hildur Knútsdóttir rithöfundur hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Hildur Knútsdóttir er bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands sem hefur einkum bent sjónum sínum að börnum og unglingum og gert lestur barna að sérstöku viðfangsefni, meðal annars í verkefninu Skáld í skólum á vegum Höfundamiðstöðvar. Í tilkynningu frá Rio Tinto segir að Hildur fari ótroðnar slóðir í verkum sínum og að sögusvið verka hennar sé ýmist úr hversdagsleikanum eða úr veröld furðursagna. Auk barna- og ungmennabóka hefur hún einnig skrifað leikrit, ljóð og nóvellur og tekið þátt í handritaskrifum fyrir sjónvarp. Verk hennar hafa mörg hver verið þýdd á erlend tungumál og kvikmyndaréttur seldur af bókinni Myrkrið milli stjarnanna. Bækurnar Kasia og Magdalena, Hrím, Skógurinn, Nornin, Doddi – Bók sannleikans! og Vetrarfrí hafa allar verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jafnframt var Hrím tilnefnd til unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs. „Hildur Knútsdóttir, bjartsýnisverðlaunahafi árið 2025, á að baki langan og fjölbreyttan feril. Á tímum þar sem lestur barna og ungmenna á í vök að verjast hefur verðlaunahafinn okkar lagt umtalsvert af mörkum og fer iðulega ótroðnar slóðir í verkum sínum. Hún er fjölhæf, hugmyndarík og afkastamikil og skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Það er von okkar að Bjartsýnisverðlaunin verði hvatning til hennar um að halda áfram á sömu braut, að halda áfram að skrifa áhugaverðar, heillandi og frumlegar sögur fyrir okkar mikilvægustu lesendur,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar en hana skipuðu þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist. Bókmenntir Tímamót Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Hildur Knútsdóttir er bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands sem hefur einkum bent sjónum sínum að börnum og unglingum og gert lestur barna að sérstöku viðfangsefni, meðal annars í verkefninu Skáld í skólum á vegum Höfundamiðstöðvar. Í tilkynningu frá Rio Tinto segir að Hildur fari ótroðnar slóðir í verkum sínum og að sögusvið verka hennar sé ýmist úr hversdagsleikanum eða úr veröld furðursagna. Auk barna- og ungmennabóka hefur hún einnig skrifað leikrit, ljóð og nóvellur og tekið þátt í handritaskrifum fyrir sjónvarp. Verk hennar hafa mörg hver verið þýdd á erlend tungumál og kvikmyndaréttur seldur af bókinni Myrkrið milli stjarnanna. Bækurnar Kasia og Magdalena, Hrím, Skógurinn, Nornin, Doddi – Bók sannleikans! og Vetrarfrí hafa allar verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jafnframt var Hrím tilnefnd til unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs. „Hildur Knútsdóttir, bjartsýnisverðlaunahafi árið 2025, á að baki langan og fjölbreyttan feril. Á tímum þar sem lestur barna og ungmenna á í vök að verjast hefur verðlaunahafinn okkar lagt umtalsvert af mörkum og fer iðulega ótroðnar slóðir í verkum sínum. Hún er fjölhæf, hugmyndarík og afkastamikil og skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Það er von okkar að Bjartsýnisverðlaunin verði hvatning til hennar um að halda áfram á sömu braut, að halda áfram að skrifa áhugaverðar, heillandi og frumlegar sögur fyrir okkar mikilvægustu lesendur,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar en hana skipuðu þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist.
Bókmenntir Tímamót Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira