Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Aron Guðmundsson skrifar 9. janúar 2026 13:33 Hilmar Smári Henningsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar á nýjan leik Vísir/Hulda Margrét Það kom Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara Stjörnunnar í körfubolta á óvart að landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson, væri á lausu og stæði liðinu til boða. Hilmar, sem lék lykilhlutverk í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar á síðasta tímabili í Bónus deildinni, er mættur aftur í Garðabæinn eftir stutt stopp í Litáen. „Það er bara frábært að endurheimta þennan góða dreng, sem er gaman að vinna með, fyrir alla sem koma að starfinu,“ segir Baldur í samtali við Vísi um endurkomu Hilmars Smára en í gær var greint frá því að hann hefði yfirgefið lið Jovana í Litáen sem hann hafði gengi til liðs við í september á síðasta ári. Aðdragandinn að félagsskiptunum var ekki langur að sögn Baldurs en sjálfur var hann ekki í hringiðu félagsskiptanna. „Mennirnir á bak við tjöldin voru eitthvað í þessu í vikunni sem þetta kemur upp. Þetta gerist held ég bara mjög hratt, þeir eru bara í þessu og við erum í leikjaprógrami og svolítið utan við þetta í þetta skipti.“ Hvenær færð þú að frétta af þessu? „Það er bara snemma í gær,“ segir Baldur sem var skiljanlega glaður þegar að hann fékk þessar fréttir. „Við náttúrulega settum upp þetta lið í kringum hann í byrjun móts. Menn eru fengnir til liðs við okkur og Hilmar Smári er í þessu liði alveg fram í september. Það er pláss fyrir hann í þessu liði og þetta er svona eins og upphaflega plan okkar með þetta lið átti að vera. Auðvitað er maður náttúrulega bara mjög ánægður með að fá hann inn, bara eins og allir væru í þessari stöðu. Hann þekkir okkar menningu, klefa, veit hvernig við viljum spila bæði í sókn og vörn. Kemur bara með gæði að borðinu í þessu sem og reynslu.“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, er ánægður með að vera búinn að endurheimta einn af lykilmönnum Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar frá því á síðasta tímabili.Vísir/Hulda Margrét Hilmar Smári var stór hluti af Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar á síðasta tímabili þar sem hann var með 21,6 stig, 4,1 frákast og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppni Bónus deildarinnar. Í úrslitakeppninni var hann með 19,8 stig, 4,1 frákast og 3,4 stoðsendingar. Eftir Evrópumótið með íslenska landsliðinu vitjaði Hilmar nýrra ævintýra og samdi við Jovana en vera hans í Litáen var ekki löng. Kom það þér á óvart að Hilmar Smári væri á lausu? „Já í sjálfu sér kom það mér á óvart. En þessi atvinnumennska er harður heimur, þú þarft að hitta á rétta umhverfið og þá getur þetta gengið rosalega vel og rifið mann upp í hæstu hæðir en svo er líka hægt að lenda í skrítnum aðstæðum. Hilmar Smári er klárlega með hæfileikana í að spila í bestu deildunum í Evrópu að mínu mati.“ Engar frekari breytingar verða á liði Stjörnunnar. „Þetta verður liðið út mótið,“ segir Baldur ákveðinn. Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
„Það er bara frábært að endurheimta þennan góða dreng, sem er gaman að vinna með, fyrir alla sem koma að starfinu,“ segir Baldur í samtali við Vísi um endurkomu Hilmars Smára en í gær var greint frá því að hann hefði yfirgefið lið Jovana í Litáen sem hann hafði gengi til liðs við í september á síðasta ári. Aðdragandinn að félagsskiptunum var ekki langur að sögn Baldurs en sjálfur var hann ekki í hringiðu félagsskiptanna. „Mennirnir á bak við tjöldin voru eitthvað í þessu í vikunni sem þetta kemur upp. Þetta gerist held ég bara mjög hratt, þeir eru bara í þessu og við erum í leikjaprógrami og svolítið utan við þetta í þetta skipti.“ Hvenær færð þú að frétta af þessu? „Það er bara snemma í gær,“ segir Baldur sem var skiljanlega glaður þegar að hann fékk þessar fréttir. „Við náttúrulega settum upp þetta lið í kringum hann í byrjun móts. Menn eru fengnir til liðs við okkur og Hilmar Smári er í þessu liði alveg fram í september. Það er pláss fyrir hann í þessu liði og þetta er svona eins og upphaflega plan okkar með þetta lið átti að vera. Auðvitað er maður náttúrulega bara mjög ánægður með að fá hann inn, bara eins og allir væru í þessari stöðu. Hann þekkir okkar menningu, klefa, veit hvernig við viljum spila bæði í sókn og vörn. Kemur bara með gæði að borðinu í þessu sem og reynslu.“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, er ánægður með að vera búinn að endurheimta einn af lykilmönnum Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar frá því á síðasta tímabili.Vísir/Hulda Margrét Hilmar Smári var stór hluti af Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar á síðasta tímabili þar sem hann var með 21,6 stig, 4,1 frákast og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppni Bónus deildarinnar. Í úrslitakeppninni var hann með 19,8 stig, 4,1 frákast og 3,4 stoðsendingar. Eftir Evrópumótið með íslenska landsliðinu vitjaði Hilmar nýrra ævintýra og samdi við Jovana en vera hans í Litáen var ekki löng. Kom það þér á óvart að Hilmar Smári væri á lausu? „Já í sjálfu sér kom það mér á óvart. En þessi atvinnumennska er harður heimur, þú þarft að hitta á rétta umhverfið og þá getur þetta gengið rosalega vel og rifið mann upp í hæstu hæðir en svo er líka hægt að lenda í skrítnum aðstæðum. Hilmar Smári er klárlega með hæfileikana í að spila í bestu deildunum í Evrópu að mínu mati.“ Engar frekari breytingar verða á liði Stjörnunnar. „Þetta verður liðið út mótið,“ segir Baldur ákveðinn.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum