Sturla Böðvarsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2026 06:01 Sturla hafði yndi af hestamennsku, stangveiði, tónlist og lestri fagurbókmennta. Alþingi Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttatíu ára að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. janúar. Sturla var Snæfellingur að ætt og uppruna, fæddur í Ólafsvík 23. nóvember 1945 og sleit barnsskónum þar. Foreldrar hans voru þau Elínborg Ágústsdóttir, húsfreyja frá Mávahlíð, og Böðvar Bjarnason, byggingameistari frá Böðvarsholti. Eftirlifandi systkini Sturlu eru Auður og Snorri. Sturla var húsasmíðameistari að mennt og lauk námi í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Sturla fór ungur að vinna við smíðar með föður sínum og spilaði knattspyrnu með Víkingi á æskuárunum. Hann lék á gítar í nokkur ár m.a í danshljómsveitinni Þyrnum. Hann hafði yndi af hestamennsku, stangveiði, tónlist og lestri fagurbókmennta. Hann hafði áhuga á sögu lands og þjóðar og einkum varðveislu byggingararfsins sem Stykkishólmur ber fagurt vitni um. Hann var vakinn og sofinn yfir samfélagi sínu og sérstaklega fyrir lífgæðum íbúa á landsbyggðinni. Sem ráðherra lagði hann fram fyrstu samgönguáætlunina sem og fjarskipta- og ferðamálaáætlun. Ungur að árum gekk hann til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og bar hann sjálfsstæðisstefnuna fyrir brjósti alla tíð og vildi hag flokksins sem mestan. Hann var vinnusamur og agaður í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Traustur, þrautseigur, prúður en fylginn sér. Sturla var farsæll stjórnmálamaður og lét um sig muna á þeim vettvangi í fimm áratugi. Hann var 28 ára gamall þegar hann varð sveitarstjóri í Stykkishólmi og gegndi því starfi í 17 ár áður en hann var kjörinn á Alþingi árið 1991. Hann var samgöngu, fjarskipta- og ferðamálaráðherra frá 1999-2007, forseti Alþingis frá 2007-2009 og síðan aftur bæjarstjóri í Stykkishólmi frá 2014-2018. Sturla kvæntist árið 1967 Hallgerði Gunnarsdóttur lögfræðingi frá Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi og eiga þau fimm börn og 12 barnabörn. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Andlát Stykkishólmur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Sturla var Snæfellingur að ætt og uppruna, fæddur í Ólafsvík 23. nóvember 1945 og sleit barnsskónum þar. Foreldrar hans voru þau Elínborg Ágústsdóttir, húsfreyja frá Mávahlíð, og Böðvar Bjarnason, byggingameistari frá Böðvarsholti. Eftirlifandi systkini Sturlu eru Auður og Snorri. Sturla var húsasmíðameistari að mennt og lauk námi í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Sturla fór ungur að vinna við smíðar með föður sínum og spilaði knattspyrnu með Víkingi á æskuárunum. Hann lék á gítar í nokkur ár m.a í danshljómsveitinni Þyrnum. Hann hafði yndi af hestamennsku, stangveiði, tónlist og lestri fagurbókmennta. Hann hafði áhuga á sögu lands og þjóðar og einkum varðveislu byggingararfsins sem Stykkishólmur ber fagurt vitni um. Hann var vakinn og sofinn yfir samfélagi sínu og sérstaklega fyrir lífgæðum íbúa á landsbyggðinni. Sem ráðherra lagði hann fram fyrstu samgönguáætlunina sem og fjarskipta- og ferðamálaáætlun. Ungur að árum gekk hann til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og bar hann sjálfsstæðisstefnuna fyrir brjósti alla tíð og vildi hag flokksins sem mestan. Hann var vinnusamur og agaður í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Traustur, þrautseigur, prúður en fylginn sér. Sturla var farsæll stjórnmálamaður og lét um sig muna á þeim vettvangi í fimm áratugi. Hann var 28 ára gamall þegar hann varð sveitarstjóri í Stykkishólmi og gegndi því starfi í 17 ár áður en hann var kjörinn á Alþingi árið 1991. Hann var samgöngu, fjarskipta- og ferðamálaráðherra frá 1999-2007, forseti Alþingis frá 2007-2009 og síðan aftur bæjarstjóri í Stykkishólmi frá 2014-2018. Sturla kvæntist árið 1967 Hallgerði Gunnarsdóttur lögfræðingi frá Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi og eiga þau fimm börn og 12 barnabörn.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Andlát Stykkishólmur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira