Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar 15. janúar 2026 15:02 Kynslóðaskipti í landbúnaði eru ekki jaðarmál heldur stefnumarkandi áskorun sem snertir framtíð byggða, fæðuöryggi og efnahagslegt sjálfstæði Íslands. Í samfélögum þar sem landbúnaður er undirstaða atvinnu og menningar eru kynslóðaskipti prófsteinn á það hvort samfélagið í heild styðji við áframhaldandi búsetu og framleiðslu. Á Íslandi er þessi áskorun sérstaklega áleitinn vegna smæðar markaðarins, mikils stofnkostnaðar og óvissu um afkomu. Íslenskur landbúnaður er að stórum hluta byggður á fjölskyldubúum, oft í smáum og viðkvæmum samfélögum. Meðalaldur bænda hækkar stöðugt og víða er óljóst hver taki við þegar eldri kynslóðin dregur sig í hlé. Hindranir eru margar, þ.á.m. hátt verð á jörðum og búnaði, takmarkað aðgengi að fjármagni, óvissa um afkomu og stuðningskerfi. Auk þess sem félagslegar aðstæður, t.a.m. þjónusta, húsnæði og atvinnumöguleikar maka skipta sífellt meira máli. Fyrir ungt fólk er ákvörðunin um að taka við búi því ekki aðeins val á lífsviðurværi, heldur áhættusöm fjárfesting. Landbúnaður á Íslandi er grundvallaröryggismál. Innlend matvælaframleiðsla tryggir fæðuöryggi í landi sem er afskekkt, háð innflutningi og viðkvæmt fyrir truflunum í alþjóðlegum aðfangakeðjum. Þegar matvæli eru framleidd innanlands verða til störf, verðmætasköpun helst í íslensku hagkerfi og gjaldeyrisútstreymi vegna innflutnings minnkar. Áhrifin ná langt út fyrir bóndann sjálfan, vinnsla, flutningar, þjónusta og nýsköpun byggjast á innlendri frumframleiðslu. Þá dregur hún úr kolefnisspori miðað við langar flutningsleiðir. Stuðningur við landbúnað og kynslóðaskipti er því ekki sérhagsmunamál, heldur fjárfesting í efnahagslegu öryggi og sjálfbærni Íslands í heild sinni. Í Noregi hefur lengi verið rík pólitísk samstaða um að líta á landbúnað sem hluta af byggðastefnu og þjóðaröryggi. Þar er beitt markvissum aðgerðum til að auðvelda kynslóðaskipti, t.a.m. með sértækum lánum fyrir unga bændur, styrkjum við yfirtöku, niðurgreiddum vöxtum og skýru regluverki sem tryggir fyrirsjáanleika. Opinber stefna miðar að því að dreifa búsetu, viðhalda menningarlandslagi og tryggja innlenda matvælaframleiðslu, jafnvel þar sem rekstrarleg hagkvæmni ein og sér væri ekki næg. Þessi nálgun sendir skýr skilaboð, samfélagið stendur við bakið á bændum og dregur þannig úr áhættu fyrir unga aðila. Þrátt fyrir yfirlýsingar um mikilvægi málefnisins hafa íslensk stjórnvöld enn ekki sett fram afrdráttarlausar aðgerðir sem auðvelda kynslóðaskipti í reynd. Í svari atvinnuvegaráðherra við fyrirspurn á Alþingi um kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði er vísað til stjórnarsáttmála og landbúnaðarstefnu frá 2023, þar sem almennt er talað um að auðvelda nýliðun. Hins vegar felast svörin fyrst og fremst í áframhaldandi samráði og undirbúningi nýs stuðningskerfis sem taka á gildi við lok núverandi samninga í enda þessa árs. Beinn stuðningur til nýliðunar takmarkast enn við fjárfestingarstyrki og engar nýjar, sértækar aðgerðir hafa verið innleiddar sem draga úr þeim hindrunum sem ungt fólk stendur frammi fyrir við yfirtöku búa. Reynslan sýnir að kynslóðaskipti í landbúnaði ráðast ekki af vilja einstaklinga einum saman, heldur af því umhverfi sem stjórnvöld móta. Ábyrgð stjórnmálamanna er að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt starfsumhverfi þar sem ungt fólk getur tekið upplýsta ákvörðun um framtíð sína án þess að leggja allt sitt undir. Með skýrri langtímasýn, aðgengilegum fjármögnunarleiðum og raunverulegum aðgerðum, ekki aðeins yfirlýsingum, má auka líkur á farsælum kynslóðaskiptum. Kynslóðaskipti í landbúnaði eru lykilatriði fyrir framtíð landsbyggðarinnar, fæðuöryggi og efnahagslegt sjálfstæði. Ísland getur lært af norsku leiðinni, en þarf jafnframt að móta lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum. Á endanum snýst málið um pólitíska forgangsröðun, hvort samfélagið vilji tryggja að næsta kynslóð hafi raunhæfan möguleika á að rækta landið, framleiða matinn og halda uppi lífi í sveitum landsins. Höfundur er formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins á Norðurlandi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Landbúnaður Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Kynslóðaskipti í landbúnaði eru ekki jaðarmál heldur stefnumarkandi áskorun sem snertir framtíð byggða, fæðuöryggi og efnahagslegt sjálfstæði Íslands. Í samfélögum þar sem landbúnaður er undirstaða atvinnu og menningar eru kynslóðaskipti prófsteinn á það hvort samfélagið í heild styðji við áframhaldandi búsetu og framleiðslu. Á Íslandi er þessi áskorun sérstaklega áleitinn vegna smæðar markaðarins, mikils stofnkostnaðar og óvissu um afkomu. Íslenskur landbúnaður er að stórum hluta byggður á fjölskyldubúum, oft í smáum og viðkvæmum samfélögum. Meðalaldur bænda hækkar stöðugt og víða er óljóst hver taki við þegar eldri kynslóðin dregur sig í hlé. Hindranir eru margar, þ.á.m. hátt verð á jörðum og búnaði, takmarkað aðgengi að fjármagni, óvissa um afkomu og stuðningskerfi. Auk þess sem félagslegar aðstæður, t.a.m. þjónusta, húsnæði og atvinnumöguleikar maka skipta sífellt meira máli. Fyrir ungt fólk er ákvörðunin um að taka við búi því ekki aðeins val á lífsviðurværi, heldur áhættusöm fjárfesting. Landbúnaður á Íslandi er grundvallaröryggismál. Innlend matvælaframleiðsla tryggir fæðuöryggi í landi sem er afskekkt, háð innflutningi og viðkvæmt fyrir truflunum í alþjóðlegum aðfangakeðjum. Þegar matvæli eru framleidd innanlands verða til störf, verðmætasköpun helst í íslensku hagkerfi og gjaldeyrisútstreymi vegna innflutnings minnkar. Áhrifin ná langt út fyrir bóndann sjálfan, vinnsla, flutningar, þjónusta og nýsköpun byggjast á innlendri frumframleiðslu. Þá dregur hún úr kolefnisspori miðað við langar flutningsleiðir. Stuðningur við landbúnað og kynslóðaskipti er því ekki sérhagsmunamál, heldur fjárfesting í efnahagslegu öryggi og sjálfbærni Íslands í heild sinni. Í Noregi hefur lengi verið rík pólitísk samstaða um að líta á landbúnað sem hluta af byggðastefnu og þjóðaröryggi. Þar er beitt markvissum aðgerðum til að auðvelda kynslóðaskipti, t.a.m. með sértækum lánum fyrir unga bændur, styrkjum við yfirtöku, niðurgreiddum vöxtum og skýru regluverki sem tryggir fyrirsjáanleika. Opinber stefna miðar að því að dreifa búsetu, viðhalda menningarlandslagi og tryggja innlenda matvælaframleiðslu, jafnvel þar sem rekstrarleg hagkvæmni ein og sér væri ekki næg. Þessi nálgun sendir skýr skilaboð, samfélagið stendur við bakið á bændum og dregur þannig úr áhættu fyrir unga aðila. Þrátt fyrir yfirlýsingar um mikilvægi málefnisins hafa íslensk stjórnvöld enn ekki sett fram afrdráttarlausar aðgerðir sem auðvelda kynslóðaskipti í reynd. Í svari atvinnuvegaráðherra við fyrirspurn á Alþingi um kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði er vísað til stjórnarsáttmála og landbúnaðarstefnu frá 2023, þar sem almennt er talað um að auðvelda nýliðun. Hins vegar felast svörin fyrst og fremst í áframhaldandi samráði og undirbúningi nýs stuðningskerfis sem taka á gildi við lok núverandi samninga í enda þessa árs. Beinn stuðningur til nýliðunar takmarkast enn við fjárfestingarstyrki og engar nýjar, sértækar aðgerðir hafa verið innleiddar sem draga úr þeim hindrunum sem ungt fólk stendur frammi fyrir við yfirtöku búa. Reynslan sýnir að kynslóðaskipti í landbúnaði ráðast ekki af vilja einstaklinga einum saman, heldur af því umhverfi sem stjórnvöld móta. Ábyrgð stjórnmálamanna er að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt starfsumhverfi þar sem ungt fólk getur tekið upplýsta ákvörðun um framtíð sína án þess að leggja allt sitt undir. Með skýrri langtímasýn, aðgengilegum fjármögnunarleiðum og raunverulegum aðgerðum, ekki aðeins yfirlýsingum, má auka líkur á farsælum kynslóðaskiptum. Kynslóðaskipti í landbúnaði eru lykilatriði fyrir framtíð landsbyggðarinnar, fæðuöryggi og efnahagslegt sjálfstæði. Ísland getur lært af norsku leiðinni, en þarf jafnframt að móta lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum. Á endanum snýst málið um pólitíska forgangsröðun, hvort samfélagið vilji tryggja að næsta kynslóð hafi raunhæfan möguleika á að rækta landið, framleiða matinn og halda uppi lífi í sveitum landsins. Höfundur er formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins á Norðurlandi vestra.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar