Handbolti

Króatar brjálaðir og Dagur sagður snið­ganga fjölmiðla­viðburð

Aron Guðmundsson skrifar
Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu
Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu Vísir/Getty

Dagur Sigurðs­son, ætlar að snið­ganga svo­kallaðan fjölmiðla­viðburð á morgun fyrir undanúr­slita­leik liðsins gegn Þjóðverjum á EM. Króatar eru brjálaðir yfir skipu­lagningu EHF í kringum úr­slita­helgina í Herning í Dan­mörku.

Greint er frá óánægju króatíska landsliðsins í miðlinum Sportske novosti í dag en þar eru menn ekki parsáttir með að hafa þurft að ferðast með rútu frá Malmö í Svíþjóð yfir til Herning í Danmörku í morgun eftir að keppni í milliriðlum lauk. 

Króatar voru fyrir mjög ósáttir með skipulagningu EHF á keppnisfyrirkomulagi EM þar sem að þeir, líkt og önnur lið í milliriðli tvö þurftu að spila tvo daga í röð og svo ferðast til Danmerkur í dag, degi eftir síðasta leik sín í milliriðlum og degi fyrir undanúrslitaleikinn á morgun. 

Ekki bætir síðan úr skák að króatíska landsliðið er eina liðið í undanúrslitunum sem heldur ekki til í Herning. Liðið gistir í Silkeborg í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Herning. 

Í frétt Sportske Novosti segir að sökum þessa muni Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króatíu sniðganga fjölmiðlaviðburð á morgun á vegum EHF nokkrum klukkustundum fyrir undanúrslitaleikinn gegn Þjóðverjum.

Dagur muni á blaðamannafundi króatíska landsliðsins í dag gera grein fyrir óánægju Króata með skipulagningu EHF á mótinu. 

Eftir því sem að heimildir Vísis komast næst ferðaðist íslenska landsliðið með rútu frá Malmö í Svíþjóð til Herning í dag líkt og króatíska landsliðið og spilaði tvo leiki á tveimur dögum í aðdraganda undanúrslitaleiksins gegn Dönum á morgun. 

Ólíkt Króötum er íslenska landsliðið þó með bækistöðvar í Herning þar sem að undanúrslitin verða spiluð.

Núna klukkan þrjú hefst blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Herning. Honum verður streymt í beinni útsendingu á Vísi. Útsendinguna er hægt að nálgast hér:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×