Platan í heild: Jesus Christ Superstar - Kvikmyndaútgáfan

Það er til siðs á Gull Bylgjunni að spila Jesus Christ Superstar í heild sinni á páskum og verður engin breyting á því í ár. Að þessu sinni er það tónlistin úr kvikmyndinni sem kom í bíó einmitt um páskaleitið árið 1973, eða fyrir sléttri hálfri öld. Ted Neely er stórkostlegur í hlutverki Jesú, og Carl Anderson ekki síðri sem Júdas. Þarna er líka ofurstjarnan Yvonne Elliman ógleymanleg í hlutverki Maríu Magdalenu. Bragi Guðmunds spilaði verkið í heild sinni að kvöldi skírdags.

147

Vinsælt í flokknum Gull Bylgjan