Atvinnuleysi og atvinnuleit. Hvernig landar maður góðu starfi?
Í þessum þætti eru viðmælendur þau Jóhanna Hauksdóttir frá Vinnumálastofnun og Sverrir Briem sérfræðingur í ráðningum hjá Hagvangi. VIð munum ræða og skoða sérstaklega: Hvað þýðir það fjárhagslega að missa vinnuna og hvað er það fyrsta sem maður á að gera ef slíkt hendir mann? Má maður vera í námi á sama tíma og maður fær atvinnuleysisbætur og hver er tekjutenging þeirra. Ferilskráin skiptir öllu máli, hún er oft fyrsta snertingin við þann sem er að leita að starfskrafti. Einnig skiptir máli að vera með uppsetta Linkedin síðu. Miklu máli skiptir að nýta tengslanet sitt og það viti að þú sért að leita þér að vinnu. Þetta og margt fleira í þessu þætti. Umsjón: Júlí Heiðar Halldórsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.