Miklu stærra núna en þetta var þá

Þúsundþjalasmiðurinn Snæbjörn Ragnarsson mætti í heimsókn til Tomma í morgun. Áður en Snæbjörn var þekktur sem Bibbi í Skálmöld og Bibbi í Ljótu Hálfvitunum var hann þekktur sem Bibbi í Innvortis. Innvortis gaf út plötuna "Kemur og fer" árið 1998 sem hefur síðan þá öðlast cult status í íslensku samfélagi og vakti það mikla lukku að platan hafi loksins komið á veiturnar sl. laugardag, 27 árum eftir að hún kom fyrst út á geisladisk. Bibbi fór yfir sögu Innvortis og aðdragandann að plötunni.

11

Næst í spilun: Tommi Steindórs

Vinsælt í flokknum Tommi Steindórs