Oddvitinn vill tilkynna samningana til ESA
Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ýmsum spurningum enn ósvarað um samninga borgarinnar við olíufélög um fækkun bensínstöðva. Í dag var birt skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um samningana og vill oddvitinn skoða að tilkynna samningana til ESA.