Atli Fanndal flúði Reykjavík vegna eineltis skólafélaga

Atli Þór Fanndal stjórnmálaráðgjafi átti eftirminnilega innkomu í Silfrinu á RÚV um síðustu helgi. Ítarlegt viðtal við hann verður flutt í Eldi og brennisteini á X977 á morgun. Hér er hægt að hlýða á þann hluta viðtalsins þar sem hann ræðir sitt persónulega líf við lífsglöðu letingjana Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson. M.a. ræðir hann um að hafa neyðst til að sækja framhaldsskóla úti á landi til að flýja gróft einelti skólafélaga í Grafarvogi og hvernig það mótaði hann. Einnig kemur í ljós að bróðir hans er þekktur tónlistarmaður. Eldur og brennisteinn er á dagskrá X977 á laugardagsmorgnum milli 9 og 12.

2312
17:18

Vinsælt í flokknum Eldur og brennisteinn