Boltinn: Ingimundur: "Þorði ekki einn í sturtu"
Varnartröllið, Ingimundur Ingimundarson hefur ekki enn jafnað sig af þeim meiðslum sem hann hlaut með handboltaliði ÍR fyrir nokkrum vikum og því óljóst hvort hann verði með á HM sem hefst á föstudaginn. Ingimundur var í spjalli í Boltanum í morgun þar sem hann fór yfir samstuðið við Sturlu Ásgeirsson sem olli því að rifa kom á annað lungað. Á æfingu skömmu síðar óttaðist Ingimundur að hann væri að fá hjartaáfall og fékk því einn leikmanna ÍR til að "vakta" sig á meðan hann væri í sturtu.