30 ár frá hæstu einkunn

Ein eftirminnilegasta stund í sögu Olympíuleikana var þegar breska parið, Christopher Dean og Jane Torvil, sigraði í ísdanskeppninni í Sarajevo 1984. Dans þeirra undir tónlist franska tónskáldsins, Maurice Ravel, Bolero, var það fullkominn að allir dómararnir 12 gáfu þeim hæstu einkunn, 6-0. Talið er að 24 milljónir breta hafi fylgst með dansi þeirra í sjónvarpi. Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá gullverðlaunum þeirra bauð borgarstjórinn í Sarajevo þeim að koma og endurtaka leikinn. Dean er 56 ára og Torvill ári eldri en þau byrjuðu að dansa í Nottingham börn að aldri.

18430
03:59

Vinsælt í flokknum Ólympíuleikar