Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. Innlent 23. desember 2024 19:41
Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Forsætisráðherra segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Fjármunir verði þó tryggðir til að bæta meðferðarúrræði og ekki væri hægt að búa við þá kjaragliðnun sem átt hafi sér stað milli bóta almannatrygginga og lægstu launa í landinu. Innlent 23. desember 2024 19:22
Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. Innlent 23. desember 2024 14:07
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. Innlent 22. desember 2024 00:24
Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Innlent 21. desember 2024 14:53
Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynntu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar sinnar og ráðherraskipan á blaðamannafundi í Hafnarborg eftir hádegi. Innlent 21. desember 2024 14:00
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. Innlent 21. desember 2024 13:42
„Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að dagurinn verði góður og farsæll fyrir íslensku þjóðina. Djúpt og ríkt traust ríkti milli hennar Kristrúnar Frostadóttur og Ingu Sæland. Innlent 21. desember 2024 11:58
Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Ný ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar var kynnt Íslendingum í dag. Þá kynntu valkyrjurnar svokölluðu; Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarsáttmála þeirra og ráðherra. Innlent 21. desember 2024 08:29
Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. Innlent 20. desember 2024 19:02
„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. Innlent 20. desember 2024 12:32
Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 20. desember 2024 11:42
Skautun eða tvíhyggja? Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Skoðun 20. desember 2024 11:01
Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. Innlent 20. desember 2024 09:45
Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrrverandi orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, átti eina óvæntustu innkomu ársins sem er að líða. Hún var alls staðar! Lífið 20. desember 2024 08:19
Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sögð verða forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Innlent 20. desember 2024 06:29
Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. Innlent 19. desember 2024 17:50
Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu kynna nýjan stjórnarsáttmála um helgina. Hann verður kynntur þingflokkum á morgun. Formennirnir þrír áætla að ein þeirra fari svo á fund forseta í kjölfarið til að staðfesta skipan ráðuneyta og þannig verði búið að mynda nýja ríkisstjórn um helgina. Innlent 19. desember 2024 16:23
Mögulega tíðindi fyrir jól Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram í dag. Mögulega er búist við að formenn flokkanna kynni stjórnarsáttmála fyrir jól, jafnvel strax á laugardag. Innlent 19. desember 2024 09:59
Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. Innlent 19. desember 2024 09:42
Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. Innlent 18. desember 2024 19:30
Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. Viðskipti innlent 18. desember 2024 13:03
Sterkt samband formanna gott veganesti Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda eftir hádegi áfram vinnu við að skrifa stjórnarsáttmála flokkanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segist enn bjartsýn á að það takist að mynda nýja ríkisstjórn fyrir áramótin. Innlent 18. desember 2024 11:40
Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Staða forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu var auglýst nýverið og 39 sóttu um starfið, en fimmtán drógu umsókn sína til baka. Viðskipti innlent 17. desember 2024 14:39
Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins vinna nú að því að skrifa nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. Innlent 17. desember 2024 10:31
Funduðu ekki um helgina eins og til stóð Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu ekki um helginu um stjórnarmyndun eins og til stóð. Þess í stað fóru þeir yfir stöðu mála hver í sínu lagi. Áfram verður fundað í dag. Innlent 16. desember 2024 06:33
Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Stjórnmálafræðingur segir ljóst að valkyrjurnar svokölluðu hafi leyst stór ágreiningsmál á síðustu dögum. Þær séu staðráðnar í að mynda ríkisstjórn og aðrir flokkar hafi sætt sig við það. Innlent 14. desember 2024 12:07
Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. Innlent 14. desember 2024 08:02
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ „Ég myndi vísa þessu á Bjarna Benediktsson, hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð og félagar hans.“ Innlent 13. desember 2024 19:13
„Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur, því þetta lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra í samtali við fréttastofu. Innlent 13. desember 2024 17:44