Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður er nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Fyrst var greint frá á vef RÚV en Björn Ingi staðfesti ráðninguna við þau. Innlent 29. janúar 2025 18:43
Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Ísland ver hæstu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða. Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Innlent 29. janúar 2025 14:58
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. Innlent 29. janúar 2025 09:30
Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn bætir mest við sig í nýrri könnun Maskínu, eða þremur prósentustigum, og mælist nú með rúmlega nítján prósent fylgi. Innlent 29. janúar 2025 07:48
Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra. Innlent 28. janúar 2025 19:32
„Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Henry Alexander Henrysson siðfræðingur telur skorta nokkuð uppá að Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, átti sig til fulls á því hvað felst í hinu nýja (ráðherra)hlutverki. Ársæll Guðmundsson skólastjóri Borgarholtsskóla fagnar afsökunarbeiðni Ingu. Innlent 28. janúar 2025 17:07
Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Flokkur fólksins hefur auglýst eftir upplýsingafulltrúa í fullt starf. Fram kemur í auglýsingunni að starfið sé spennandi og krefjandi starf í stjórnmálum sem reyni á frumkvæði, skipulag og góða samskiptahæfni. Innlent 28. janúar 2025 16:39
Pawel stýrir utanríkismálanefnd Pawel Bartoszek verður tilnefndur til formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis þegar þing kemur saman. Skipan í fastanefndir þingsins er langt komin en þing kemur saman þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi. Innlent 28. janúar 2025 16:12
Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. Innlent 28. janúar 2025 12:24
„Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga til þess að fá fjárstyrk frá ríkinu þrátt fyrir að hann hafi ekki verið skráður sem stjórnmálasamtök þegar styrkur var greiddur út árið 2022. Flokkurinn þáði þá 167 milljónir króna úr ríkissjóði. Innlent 28. janúar 2025 10:17
Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Formaður Framsóknarflokksins kallar eftir því að ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka verði rannsakaðir í kjölfar umfjöllunar um að nokkrir flokkar hafi fengið slíka styrki án þess að uppfylla skilyrði laga. Hann vill að flokkar sem hafa fengið þannig greitt verði látnir endurgreiða styrkina. Innlent 28. janúar 2025 08:42
Siðapostuli Konan var kosin á þing vegna þess að hún sagðist ætla að tryggja öllum tiltekin lágmarkslaun. Fólkið kaus hana í auðgunarskyni. Allir hefðu átt að vita að loforðið var blekking, því ekki var hægt að efna það. Þetta hefur nú komið í ljós svo hún er „fallin frá“ loforðinu. Skoðun 28. janúar 2025 07:02
Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Þingflokkur Viðreisnar hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn og er starfslið flokksins þar með fullmannað. Í starfsmannahópnum eru fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, lögfræðingur, sálfræðingur og verkefnastjóri. Innlent 27. janúar 2025 17:21
Styrkir til Flokks fólksins Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum. Skoðun 27. janúar 2025 07:36
Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Framtíðin verður að leiða í ljós hvað verður um Vinstri græn og raunar vinstrið í heild sinni að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Flokkurinn fær engin fjárframlög frá ríkinu þetta kjörtímabilið. Innlent 25. janúar 2025 23:02
Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður hefur verið ráðinn sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Innlent 24. janúar 2025 13:16
Ellert B. Schram er fallinn frá Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og einhver glæsilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið, er fallinn frá 85 ára að aldri. Innlent 24. janúar 2025 13:01
Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár. Innlent 24. janúar 2025 08:18
Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. Innlent 23. janúar 2025 16:15
Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokks á komandi landsfundi. Hún sækist ekki heldur eftir varaformannssætinu áfram. Innlent 23. janúar 2025 12:23
Af þingi í skólamál á Austurlandi Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi. Innlent 22. janúar 2025 16:13
Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Innlent 22. janúar 2025 15:31
Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Björn Þorláksson blaðamaður á Samstöðinni hefur sagt sig úr Flokki fólksins. Hann birtir pistil á Facebook-síðu sinni þess efnis undir fyrirsögninni „Blaðamennskan öðru ofar – Úrsögn úr Flokki fólksins” Innlent 22. janúar 2025 15:09
Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu. Innlent 21. janúar 2025 20:03
Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sat sinn síðasta borgarstjórnarfund í dag þar sem hann bauðst lausnar frá störfum. Dagur varð borgarfulltrúi fyrst árið 2002, og hefur verið borgarstjóri eða formaður borgarráðs undanfarin fimmtán ár. Innlent 21. janúar 2025 18:34
Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Formaður Flokks fólksins segir að til standi að breyta skráningu flokksins úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk á landsfundi í febrúar. Fundurinn verður sá fyrsti hjá flokknum í sex ár. Flokkurinn sé ekki á flæðiskeri staddur þegar komi að peningum. Innlent 21. janúar 2025 12:17
Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. Innlent 21. janúar 2025 06:27
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Innlent 20. janúar 2025 21:33
Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Innlent 20. janúar 2025 20:01
Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Skoðun 20. janúar 2025 14:33