Myglað blátt blóð Frá því í nóvember í fyrra hefur heimsbyggðin fylgst með undirbúningi brúðkaups eldri sonar Karls Bretaprins og unnustu hans, Kate Middleton. Fólk virðist hafa gríðarlegan áhuga á samruna parsins og fjölmiðlar um allan heim birta fréttir af brúðkaupinu daglega. Stærsta fréttin hefur hingað til verið sú að parið ætlar ekki að bjóða upp á bjór í veislunni – aðeins kampavín. Eins og það sé einhver leið að sitja undir ræðuhöldum breskra hefðarmanna án þess að fá einn ískaldan. Bakþankar 29. apríl 2011 06:00
Það kallast einræði Ef ég gæti raðað saman hinni fullkomnu útgáfu af sjálfri mér myndi ég velja mér til sjálfsbótar varir og barm Angelinu Jolie, leggi Gwyneth Paltrow og afturenda Jennifer Lopez. Töluvert hefur borið á óskhyggju af svipuðum toga í pólitískri umræðu undanfarið. Spáin um uppstokkun í flokkakerfinu sem reglulega skýtur upp kollinum hefur tekið að láta á sér kræla og með henni pólitískir dagdraumar um fullkomlega samsetta stjórnmálaflokka. Við kvöldverðarborð um land allt er rifist um hverjum skuli sparka úr þeim flokkum sem nú starfa, hverjum skuli halda og hverja þurfi að færa milli liða. Bakþankar 27. apríl 2011 00:00
Aftur kemur vor í dal Snjókorn falla – á allt og alla – og nú er hátíð kærleika og friðar nýliðin. Reyndar ekki hátíðin sem getur um í texta þessa jólalags heldur hin helsta trúarhátíðin, þið vitið, sú sem á að fagna vorkomu, nýgræðingi, sáningu, upprisu þess sem hefur hvílt í moldinni, lengri dögum, bjartari nóttum, vori. Bakþankar 26. apríl 2011 06:00
Smokkur > þvagblaðra Fyrir ekkert svo mörgum ár, þegar ég var ungur og fallegur, hitti ég stelpu og varð rosalega skotinn í henni. Hún varð líka skotin í mér og ekki leið á löngu þar til við vorum byrjuð að staðfesta ást okkar á lostafullan hátt sem ég ætla ekki að lýsa í smáatriðum. Með grunnskólakynfræðsluna í fersku minni taldi ég ekki ráðlegt að gera það án þess ganga úr skugga um að skagfirskt ofursæði mitt myndi ekki barna stúlkuna. Þess vegna notaði ég smokkinn frá upphafi sambandsins. Í fyrstu kláraði ég birgðir sem mér hafði áskotnast hér og þar, en allt í þessum heimi er hverfult og einn af öðrum urðu smokkarnir ónothæfir um leið og þeir uppfylltu tilgang sinn. Þá voru góð ráð dýr. Bakþankar 23. apríl 2011 06:00
Skjaldborgin um yfirstéttina Við lifum í heimi sem er oft býsna óréttlátur en það hefur sannað sig að svo einfalt er að réttlæta óréttlætið að þorri heimsbyggðarinnar trúir því að ekkert sé við þessu óréttlæti að gera. Bakþankar 20. apríl 2011 09:00
Nýr liðsmaður Síðasta vika hefur verið þýðingarmikil fyrir geðsjúklinga um allan heim. Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún hefði látið leggja sig inn á geðdeild þar sem hún er meðhöndluð við geðhvarfasýki. Geðlækna- og geðhjálparsamtök í Bretlandi hafa fagnað yfirlýsingu leikkonunnar og segja hana tímamótaviðburð sem gagnast muni geðsjúklingum í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. Bakþankar 18. apríl 2011 06:00
Bókarsóttin Fyrir rúmu ári stofnaði ég leshring ásamt fjórum öðrum konum og mikið sem það er dýrleg skemmtun að sitja þá fundi. Í hverjum mánuði hittumst við og ræðum nokkrar bækur og þar sem þetta er ekki skoðanalaust fólk geta umræðurnar orðið býsna líflegar. Hafi einhver síðan lesið nýlega aðrar áhugaverðar bækur má alveg bresta í einræðu um þær. Það rann snemma upp fyrir okkur að best er að bækurnar séu sem skemmtilegastar því annars leiðist talið bara að einhverju allt öðru. Á síðasta fundi hóf tæknin innreið sína í leshringinn því þá fengum við að handfjatla kyndil, mikið sírat, sem gestgjafinn hafði eignast. Bakþankar 11. apríl 2011 06:00
Nei eða já "Nei eða já, nú eða þá, aldrei mér tekst að taka af skarið, vakin og sofin er, velti þér endalaust fyrir mér...“ Hvern hefði grunað að þessir þankar sem Stjórnin kastaði á níunda áratugnum fram fyrir Evrópu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ættu eftir að vera slík áhrínsorð fyrir íslenska þjóð. Bakþankar 8. apríl 2011 07:00
Leynilögregla og krydd í pokum Þriggja metra langur forsetinn gnæfir óvænt yfir mér og ég stíg ósjálfrátt eitt skref til baka. Hann er með svört sólgleraugu og um varirnar leikur órætt bros. Bakþankar 7. apríl 2011 06:00
Kærleikur Haralds Þegar Haraldur, fyrrverandi lögreglumaður til margra ára, var kominn á aldur, var hann ekki alls kostar tilbúinn til að fara að þiggja laun ellinnar. Bakþankar 4. apríl 2011 07:00
Finnum meiri peninga! Venjulegum borgarbúum hlýtur að þykja upp til hópa afskaplega einkennilegt hvernig batterí eins og Orkuveita Reykjavíkur getur nánast farið á hliðina. Hlutverk hennar hljómar svo einfalt og eins og ekki sé hægt að klúðra því, jafnvel þó að heilt bankahrun hafi haft sitt að segja. Bakþankar 1. apríl 2011 00:01
Boðið á Bessastöðum Fiðrildin ólmuðust í maganum á mér þar sem ég fletti í gegnum fataskápinn í leit að viðeigandi klæðnaði. Ég var á leiðinni í boð, boð á Bessastöðum og varð því að vera sæmilega til fara. Bakþankar 31. mars 2011 06:00
Gólið í afsagnarkórnum Þá byrjar það enn á ný, rammfalskt og taktlaust gólið í afsagnarkór stjórnarandstöðunnar. Um er að ræða endurflutning á verkinu „Jóhanna Sig. á að segja af sér“. Ég tel að ég sé ekki sú eina sem kysi heldur að sitja í gegnumtrekk í hálfkláraðri Hörpunni undir Niflungahring Wagners í flutningi Bakþankar 30. mars 2011 06:00
Búum til börn Einu sinni setti enskur heimspekingur fram þá tilgátu að við fæðingu væri manneskjan óskrifað blað. Um helgina setti Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, fram þá tilgátu í samtali við fréttastofu RÚV að við fæðingu Bakþankar 29. mars 2011 09:17
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun