Sandra: Viljum vera áfram með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Sandra Sigurðardóttir, markvörður og fyrirliði Stjörnunnar, er klár í leikinn á móti Val í kvöld en með sigri geta Stjörnukonur komist á toppinn í Pepsi-deildinni en tapi þær leiknum eiga þær ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í ár. Íslenski boltinn 8. september 2009 15:00
Frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í kvöld Avant, einn helsti styrktaraðili Stjörnunnar, hefur ákveðið að bjóða frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild kvenna í kvöld en heimastúlkur geta komist í toppsæti deildarinnar með sigri á sama tíma og Valskonur geta með sigri farið langt með að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Íslenski boltinn 8. september 2009 13:00
FH og Haukar leika í efstu deild kvenna næsta sumar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar unnu sér í kvöld inn þátttökurétt í efstu deild næsta sumar þegar seinni leikirnir í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna fóru fram. Íslenski boltinn 2. september 2009 22:00
Valsstúlkur til Ítalíu Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna mæta ítalska liðinu Torres Calcio í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var í dag. Íslenski boltinn 14. ágúst 2009 11:56
Kristín Ýr: Þurfum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir hjá Val hélt uppteknum hætti í Pepsi-deildinni í kvöld þegar hún skoraði seinna mark liðs síns í 2-0 sigri gegn Fylki. Markið var hennar átjánda mark í deildinni í sumar og hún er sem stendur markhæst þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 23:15
Freyr: Gott að fara í fríið með þessi þrjú stig „Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en að ég sé rosalega sáttur með stigin þrjú og frammistöðu liðsins í kvöld. Það var mjög erfitt að fannst mér að koma til baka eftir tapið gegn mjög góðu liði Þórs/KA en viljinn og andinn í liðinu var til fyrirmyndar og mjög gott að fara í fríið með þessi þrjú stig í farteskinu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, í viðtali við Vísi eftir 2-0 sigur liðs síns gegn Fylki. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 22:30
Jafntefli hjá Þór/KA og Stjörnunni á Akureyri Þór/KA og Stjarnan mættust í sannkölluðum toppslag í Pepsi-deild kvenna á Akureyri í kvöld en niðurstaðan var 1-1 jafntefli. Rakel Hönnudóttir kom Þór/KA yfir snemma leiks en Inga Birna Friðjónsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna þegar um tíu mínútur lifðu leiks og þar við sat. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 20:30
Valsstúlkur halda toppsætinu þegar deildin fer í frí Íslandsmeistarar Vals unnu 2-0 sigur gegn Fylki í Pepsi-deildinni á Vodafonevellinum í kvöld en staðan í hálfleik var 2-0. Sigur Vals var í raun aldrei í hættu þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að spila sinn besta leik í sumar. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 19:58
Mikilvægur leikur á Akureyri Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og ríkir hörkuspenna á toppi deildarinnar. Þrjú lið – Valur, Breiðablik og Stjarnan – eru efst og jöfn á toppnum og Þór/KA er ekki nema þremur stigum á eftir þeim. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 08:30
Freyr: Pottþétt lélegasti fyrri hálfleikur okkar í sumar „Þessi leikur var mikil vonbrigði. Ég er mjög svekktur með hvernig stelpurnar mættu til leiks gegn góðu liði Þórs/KA og þetta var pottþétt lélegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð mitt lið spila í sumar. Íslenski boltinn 7. ágúst 2009 22:48
Dragan: Það getur allt gerst á lokakafla mótsins Dragan Stojanovic þjálfari Þórs/KA var eðlilega í skýjunum í leikslok eftir 1-2 sigur Þórs/KA gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld. Íslenski boltinn 7. ágúst 2009 22:42
Katrín: Þór/KA er með hörkulið og frábæra framlínu „Ég er ótrúlega svekkt því við mættum bara ekki tilbúnar í fyrri hálfleik. Við vorum kannski að átta okkur á því að þrír byrjunarliðsmenn voru ekki með okkur í kvöld en það afsakar ekki neitt því það komu bara stelpur inn í þeirra stað. Íslenski boltinn 7. ágúst 2009 22:30
Stjörnustúlkur mættar við hlið Vals og Breiðabliks Valur, Breiðablik og Stjarnan eru öll jöfn að stigum í Pepsi-deild kvenna eftir úrslit kvöldsins. Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna þegar liðið vann GRV 4-0. Kristrún Kristjánsdóttir skoraði hitt markið. Íslenski boltinn 7. ágúst 2009 22:25
Rakel: Má búast við góðri stemningu í rútunni „Þetta gerist ekki mikið sætara," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 2-1 útisigurinn á Val í kvöld. Norðankonur skoruðu sigurmarkið í blálokin og opnuðu baráttuna á toppi deildarinnar upp á gátt. Íslenski boltinn 7. ágúst 2009 22:14
Umfjöllun: Dramatískur sigur Þórs/KA gegn Val Norðanstúlkur í Þór/KA gerðu góða ferð á Hlíðarenda þar sem þær unnu Íslandsmeistara Vals 1-2 í fjörugum leik. Íslenski boltinn 7. ágúst 2009 21:00
Fanndís fagnaði landsliðssætinu með tveimur mörkum Fanndís Friðriksdóttir tryggði Blikakonum 2-0 sigur á Aftureldingu/Fjölni með því að skora bæði mörkin í leik liðanna í Pepsi-deild kvenna. Íslenski boltinn 6. ágúst 2009 22:11
Kristín Ýr eini nýliðinn í EM-hópi Íslands Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti nú í hádeginu þá 22 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi í lok sumar. Íslenski boltinn 5. ágúst 2009 13:08
Finnlandshópurinn kynntur á morgun Á blaðamannafundi á morgun mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson kynna þá 22 leikmenn sem verða í landsliðshópnum fyrir Evrópumótið í Finnlandi sem hefst síðar í þessum mánuði. Íslenski boltinn 4. ágúst 2009 15:00
Sigurður Ragnar getur ekki valið Laufeyju í EM-hópinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta var meðal áhorfenda í Grindavík í fyrrakvöld þegar Laufey Ólafsdóttir snéri aftur í boltann eftir tæplega fjögurra ára fjarveru. Íslenski boltinn 31. júlí 2009 10:00
Sara með fernu fyrir Blika og Laufey með tvö í fyrsta leik Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fernu í 10-0 sigri Blikastúlkna á Keflavík í Pepsi-deild kvenna í kvöld og Lauifey Ólafsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í sínum fyrsta leik síðan 2005. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 22:27
Mateja jafnaði nánast með síðustu spyrnu leiksins Mateja Zver tryggði Þór/KA jafntefli með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar Þór/KA og Fylkir gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 20:20
Laufey Ólafsdóttir með Val út tímabilið Laufey Ólafsdóttir mun leika með kvennaliði Vals út þetta tímabil en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu. Laufey er í leikmannahópi Valsliðsins sem mætir GRV í Grindavík í kvöld. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 15:36
Erna Björk valin best í umferðum 7-12 Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir var valin besti leikmaður umferða 7-12 í Pepsi-deild kvenna og Gary Wake hjá Breiðaliki var valinn besti þjálfari umferðanna. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 14:00
Leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem fimm efstu liðin í deildinni verða öll í eldlínunni. Topplið Vals heimsækir GRV til Grindavíkur en Íslandsmeistararnir hafa leikið vel undanfarið og sýndu klærnar svo eftir var tekið á móti ÍR í síðustu umferð og unnu 8-0. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 11:30
Annar sigur KR-kvenna í röð - hefndu fyrir tap í fyrri umferðinni KR vann 3-0 sigur á Aftureldingu/Fjölni í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi-deildar kvenna á KR-velli í kvöld. KR var 2-0 yfir í hálfleik. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 21:27
Soffía kemur inn í EM-hópinn fyrir Hörpu Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert eina breytingu á undirbúningshópi sínum fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi síðar í sumar. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 11:30
KR-konur skoruðu sjö mörk í Keflavík í kvöld KR-konur fóru á kostum og skoruðu sjö mörk í Keflavík í síðasta leik 12. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. KR-liðið komst þar með upp í 7. sæti deildarinnar en Keflavík er áfram á botninum. Íslenski boltinn 24. júlí 2009 21:02
Erna Björk: Þetta var sérstaklega sætt fyrir mig „Ég held að ég hafi fagnað manna mest þegar Sandra skoraði í lokin," sagði Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Blika eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Mistök Ernu gáfu Stjörnunni víti og höfðu næstum því kostað Breiðablik sigurinn. Sandra Sif Magnúsdóttir bjargaði hinsvegar fyrirliðanum sínum með því að skora sigurmarkið í uppbótartíma. Íslenski boltinn 22. júlí 2009 22:45
Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. Íslenski boltinn 22. júlí 2009 22:30
Sandra Sif: Sá að markvörðurinn var ekki tilbúinn „Þetta var frábært því við þurftum á þremur stigum að halda," sagði hetja Blika, Sandra Sif Magnúsdóttir, sem skoraði sigurmark Breiðabliks í uppbótartíma eftir baráttuleik á móti Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 22. júlí 2009 22:15
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti