Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í kvöld

    Avant, einn helsti styrktaraðili Stjörnunnar, hefur ákveðið að bjóða frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild kvenna í kvöld en heimastúlkur geta komist í toppsæti deildarinnar með sigri á sama tíma og Valskonur geta með sigri farið langt með að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Freyr: Gott að fara í fríið með þessi þrjú stig

    „Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en að ég sé rosalega sáttur með stigin þrjú og frammistöðu liðsins í kvöld. Það var mjög erfitt að fannst mér að koma til baka eftir tapið gegn mjög góðu liði Þórs/KA en viljinn og andinn í liðinu var til fyrirmyndar og mjög gott að fara í fríið með þessi þrjú stig í farteskinu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, í viðtali við Vísi eftir 2-0 sigur liðs síns gegn Fylki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jafntefli hjá Þór/KA og Stjörnunni á Akureyri

    Þór/KA og Stjarnan mættust í sannkölluðum toppslag í Pepsi-deild kvenna á Akureyri í kvöld en niðurstaðan var 1-1 jafntefli. Rakel Hönnudóttir kom Þór/KA yfir snemma leiks en Inga Birna Friðjónsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna þegar um tíu mínútur lifðu leiks og þar við sat.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Mikilvægur leikur á Akureyri

    Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og ríkir hörkuspenna á toppi deildarinnar. Þrjú lið – Valur, Breiðablik og Stjarnan – eru efst og jöfn á toppnum og Þór/KA er ekki nema þremur stigum á eftir þeim.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld

    Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem fimm efstu liðin í deildinni verða öll í eldlínunni. Topplið Vals heimsækir GRV til Grindavíkur en Íslandsmeistararnir hafa leikið vel undanfarið og sýndu klærnar svo eftir var tekið á móti ÍR í síðustu umferð og unnu 8-0.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Erna Björk: Þetta var sérstaklega sætt fyrir mig

    „Ég held að ég hafi fagnað manna mest þegar Sandra skoraði í lokin," sagði Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Blika eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Mistök Ernu gáfu Stjörnunni víti og höfðu næstum því kostað Breiðablik sigurinn. Sandra Sif Magnúsdóttir bjargaði hinsvegar fyrirliðanum sínum með því að skora sigurmarkið í uppbótartíma.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu

    Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu.

    Íslenski boltinn