Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld Fyrstu umferð Landsbankadeildar kvenna lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Í fyrsta leik umferðarinnar í gær vann Valsliðið auðveldan 5-1 sigur á Þór/KA. Íslenski boltinn 13. maí 2008 17:55
Valur burstaði Þór/KA Íslandsmeistarar Vals unnu 5-1 sigur í opnunarleik Landsbankadeildar kvenna en leikið var gegn Þór/KA í Egilshöll. Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Íslenski boltinn 12. maí 2008 19:34
Landsbankadeild kvenna hefst í dag Landsbankadeild kvenna hefur göngu sína í dag þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 17:00. Íslenski boltinn 12. maí 2008 12:23
Val og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum Í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í Landsbankadeildum var Valsmönnum spáð Íslandsmeistaratitli karla en KR í flokki kvenna. Íslenski boltinn 7. maí 2008 16:26
Byrjunarlið kvennalandsliðsins Íslenska kvennlandsliðið leikur seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi á morgun kl. 15:30 og verður leikið í Lahti á leikvelli sem notaður verður í úrslitakeppni EM 2009. Íslenski boltinn 6. maí 2008 20:17
KR vann Lengjubikarinn KR-stúlkur tryggðu sér í kvöld sigur í Lengjubikarnum með 4-0 sigri á Val í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöllinni. KR hafði yfir 1-0 í hálfleik en Valsstúlkur misstu mann af velli um miðjan síðari hálfleik og eftir það tók KR öll völd á vellinum. Íslenski boltinn 25. apríl 2008 21:51
Kvennalið Vals fær færeyska landsliðsmarkvörðinn Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hafa samið við færeyska landsliðsmarkvörðinn Randi S. Wardum. Frá þessu er greint á vefsíðu færeyska liðsins KÍ en þaðan kemur leikmaðurinn. Íslenski boltinn 25. apríl 2008 12:57
Ekkert lið betur í stakk búið til að takast á við áföll Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Íslenski boltinn 22. apríl 2008 11:45
Margrét Lára með Val í sumar Margrét Lára Viðarsdóttir mun leika með Val á komandi sumri í Landsbankadeild kvenna. Þetta kemur fram á Fótbolta.net en Margrét hafði sett stefnuna á að halda í atvinnumennsku erlendis. Íslenski boltinn 7. apríl 2008 17:15
Öruggur sigur á Portúgal Íslenska kvennalandsliðið vann Portúgal 3-0 í lokaleik sínum í riðlakeppni Algarve Cup. Með þessum sigri tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og mun leika um sjöunda sæti mótsins. Íslenski boltinn 10. mars 2008 17:49
Þóra Helgadóttir hætt með landsliðinu Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir hefur gefið það út að hún sé hætt að leika fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Þóra á að baki yfir 50 landsleiki fyrir íslands hönd, en segir ástæður ákvörðunar sinnar persónulegar. Íslenski boltinn 30. janúar 2008 15:06
Leikmaður HK/Víkings tvínefbrotnaði Serbneski landsliðsmaðurinn Lidija Stojkanovic, leikmaður HK/Víkings, nefbrotnaði á tveimur stöðum á æfingu með liðinu í fyrradag. Íslenski boltinn 15. desember 2007 11:00
Katrín framlengir við Val Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Íslenski boltinn 8. desember 2007 11:00
Guðrún Sóley og María Björg aftur í KR Varnarmaðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir eru gengnar í raðir KR á nýjan leik. Íslenski boltinn 7. desember 2007 20:01
Ásthildur Helgadóttir leggur skóna á hilluna Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Íslenski boltinn 3. desember 2007 16:05
Helgi og Hólmfríður best - skandall í kosningu? Lokahóf KSÍ var haldið í gær með pompi og prakt en var þó ekki án afar umdeildra atvika. Íslenski boltinn 20. október 2007 11:30
Öruggur sigur hjá Valsstúlkum Kvennalið Vals vann í kvöld góðan sigur á Wezemaal frá Belgíu 4-0 í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Mörk Valsliðsins komu öll með stuttu millibili undir lok leiksins og því hefur liðið unnið einn leik og tapað einum í keppninni. Íslenski boltinn 13. október 2007 18:27
Margrét Lára hefur þjálfarastörf Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari 3. flokks kvenna hjá Val. Íslenski boltinn 26. september 2007 17:34
Helena áfram hjá KR Helena Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KR. Íslenski boltinn 23. september 2007 14:15
HK vann FH Lið HK/Víkings er komin með annan fótinn í úrslitakeppni deildarinnar eftir 4-0 sigur á FH í Kaplakrika í gær en karlalið félaganna mætast einmitt á Kópavogsvellinum í kvöld. Íslenski boltinn 19. ágúst 2007 00:01
Valskonur flugu á toppinn Valur skoraði sjö mörk á tuttugu mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks í 9-0 sigri á Keflavík í Landsbankadeild kvenna og komst fyrir vikið upp fyrir KR í toppsæti deildarinnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex mörk í leiknum. Íslenski boltinn 19. ágúst 2007 00:01
Harpa með sigurmarkið í upphafi leiks Stjörnustúlkur unnu nauman 1-0 útisigur á Fjölnisstelpum í Landsbankadeild kvenna í Grafarvogi í gær en fyrir leikinn voru liðin jöfn í 5. sæti með tólf stig. Íslenski boltinn 18. ágúst 2007 06:15
Valsstúlkur fóru létt með hollensku meistarana Valsstúlkur kláruðu riðlakeppni Evrópumóts félagsliða með stæl í dag þegar þær unnu stórsigur á hollensku meisturunum í Den Haag með fimm mörkum gegn einu. Þar með fóru Valsstúlkur í gegnum riðilinn með fullt hús stiga, eða níu stig eftir þrjá leiki. Valur fer því í milliriðla sem hefjast um miðjan október. Íslenski boltinn 14. ágúst 2007 17:03
Landsbankadeild kvenna: KR valtaði yfir Fylki Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR gerði sér lítið og sigraði Fylki með tíu mörkum gegn engu á heimavelli. Keflavík sigraði ÍR 3-0 á útivelli og Breiðablik sigraði Stjörnuna 2-1 í Garðabænum. Íslenski boltinn 13. ágúst 2007 21:20
Valur áfram í Evrópukeppninni Kvennlið Vals vann rétt í þessu stórsigur á færeyska liðinu KÍ. Leikurinn endaði 6-0 fyrir Val eftir algjöra einstefnu að marki KÍ allan leikinn. Með sigrinum tryggðu Valsstúlkur sig áfram í keppninni því áður höfðu þær sigra Finnska liðið FC Honka og hagstæð úrslit í öðrum leikjum í dag gera það að verkum að úrslit þriðja og síðasta leik Vals í keppninni skipta ekki lengur máli. Sport 11. ágúst 2007 16:16
Landsbankadeild kvenna: KR sigraði Fjölni Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR sigraði Fjölni á útivelli með fjórum mörkum gegn tveimur. Þar með helst áfram mikil spenna á toppi deildarinnar þar sem Valur og KR eru að stinga af, bæði lið með 28 stig eftir 10 leiki. Valsstúlkur eru þó með betri markatölu. Fjölnir er í sjötta sæti með 11 stig eftir níu leiki. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 22:22
Þægilegir heimasigrar Breiðablik og Keflavík unnu heimasigra í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi. Blikastúlkur sendu leikmenn Þórs/KA stigalausa heim norður á Akureyri eftir 2-0 sigur. Greta Mjöll Samúelsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu fyrir Blika. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 04:30
Eins og þrír erfiðir landsleikir Í dag klukkan 13 mæta Íslandsmeistarar Vals finnska liðinu FC Honka Espoo í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Riðill Vals verður leikinn í Færeyjum og klárast á þriðjudaginn kemur. Íslenski boltinn 9. ágúst 2007 01:15
Verð að fara að skora fyrir Breiðablik Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar. Íslenski boltinn 4. ágúst 2007 05:30
KR sigraði Breiðablik. KR sigraði Breiðablik í kvöld í 9. umferð Landsbankadeildar kvenna með sex mörkum gegn tveimur. KR-ingar leiddu 2-0 í hálfleik. Með sigrinum er KR komið við hlið Vals á toppnum með 25 stig en Valur er með betri markatölu. Breiðablik er í 3. sæti með 13 stig. Íslenski boltinn 1. ágúst 2007 20:17