Hulda Ósk: Ákvað að dúndra á markið Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðablik í Boganum á Akureyri í kvöld í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði fyrra mark leiksins og átti góðan leik á hægri vængnum. Íslenski boltinn 15. maí 2023 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 2-0 | Blikar sáu aldrei til sólar í Boganum Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðablik í Boganum á Akureyri í dag. Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA í forystu í fyrri hálfleik og Sandra María Jessen kláraði leikinn með marki í uppbótartíma. Íslenski boltinn 15. maí 2023 20:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þróttur 3-0 | Eyjakonur skelltu toppliðinu Þrátt fyrir að vera á toppi Bestu deildar kvenna í knattspyrnu þegar 4. umferð hófst þá fengu Þróttarar skell í Vestmannaeyjum. Eyjakonur unnu frábæran 3-0 sigur og sendu gestina heim með skottið á milli lappanna. Íslenski boltinn 15. maí 2023 20:00
Upphitun fyrir Bestu kvenna: Vinkonurnar mætast Fjórða umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum en umferðin klárast svo með þremur leikjum á morgun. Að vanda hitar Helena Ólafsdóttir upp fyrir umferðina. Íslenski boltinn 15. maí 2023 13:00
Fyrirliði Stjörnunnar í tveggja leikja bann fyrir hártog Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, hefur verið úrskurðuð í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár Caeley Lordemann, leikmanns ÍBV, í leik liðanna þann 2. maí síðastliðinn. Fótbolti 13. maí 2023 12:30
Markaskorari FH heppinn að vera inni á vellinum eftir að hún lét olnbogann tala Shaina Ashouri skoraði eina mark FH er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Tindastóli á Sauðárkróki síðastliðinn sunnudag. Markið skoraði hún úr vítaspyrnu á 45. mínútu leiksins, en var stálheppin að hafa ekki fengið rautt spjald rúmum tíu mínútum áður. Fótbolti 13. maí 2023 08:00
Vör Söndru rifnaði við höggið: „Eins rautt spjald og það verður“ Sauma þurfti nokkur spor í vör Söndru Maríu Jessen eftir höggið sem hún fékk frá Holly O‘Neill í leik Þórs/KA við ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag, í Bestu deildinni í fótbolta. Málið var skoðað í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 12. maí 2023 13:37
„Varnarlínan var það sem hélt okkur inni í leiknum“ Kristján Guðmundsson, þjálfara Stjörnunnar, talaði um að leikur síns liðs gegn Þrótti Reykjavík í 3. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hafi lyktað af jafntefli áður en leikurinn var flautaður á. Íslenski boltinn 10. maí 2023 23:15
„Hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik“ Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals gegn Selfossi í kvöld. Valur hefur byrjað mótið vel og eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar, en Þróttur R. situr í efsta sætinu með betri markatölu. Íslenski boltinn 10. maí 2023 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 10. maí 2023 21:25
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Stjarnan 1-1 | Allt jafnt í Laugardalnum Þróttur Reykjavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði mark gestanna eftir 37 mínútur, og jafnaði Sæunn Björnsdóttir fyrir hönd Þróttar á 55 mínútur. Íslenski boltinn 10. maí 2023 21:20
Finna hrútalykt af Íslenskum toppfótbolta og skora á KSÍ Íslenskur toppfótbolti hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum á síðustu misserum og nú síðast frá Byggðaráði Skagafjarðar sem furðar sig á þeim ójöfnuði sem ríkir í Bestu deild kvenna og karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 10. maí 2023 07:30
Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 0-6 | Risasigur skaut Blikum á toppinn Keflavík tók á móti Breiðablik í sínum fyrsta heimaleik í Bestu deild kvenna í kvöld. Breiðabliksstelpur mættu vel búnar í þessa viðureign og unnu leikinn 6-0. Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark á upphafsmínútu leiksins og það varð áhorfendum strax ljóst hvort liðið færi héðan með þrjú stig. Með þessum sigri fer Breiðablik upp í efsta sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 9. maí 2023 22:09
Besta upphitunin: Gunnhildur Yrsa í tveimur vinnum auk fótboltans Þriðja umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld. Til að hita upp fyrir hana fékk Helena Ólafsdóttir til sín góða gesti, Stjörnukonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Þróttarann Sæunni Björnsdóttur. Íslenski boltinn 9. maí 2023 15:01
Þór/KA stelpurnar skiluðu klefanum tandurhreinum eftir leikinn í Eyjum í gær Húsverðir landsins fagna því eflaust að fá Þór/KA stelpurnar í heimsókn í sumar. Húsvörðurinn í Vestmannaeyjum í gær kvartar örugglega ekki eftir gærdaginn. Íslenski boltinn 8. maí 2023 08:31
Umfjöllun: Tindastóll - FH 1-1 | Nýliðarnir sættust á skiptan hlut Tindastóll og FH gerðu jafntefli í Bestu deild kvenna í dag þegar liðin mættust á Sauðárkróki. Lokatölur 1-1 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7. maí 2023 17:59
Sandra María himinlifandi með sprungna vör Sandra María Jessen, hetja Þórs/KA gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í dag, var að vonum ánægð eftir að liðið tryggði sér stigin þrjú sem í boði voru í Vestmannaeyjum í dag. Íslenski boltinn 7. maí 2023 16:53
Umfjöllun: Sandra María tryggði Þór/KA sigur í Eyjum Þór/KA vann í dag góðan útisigur á ÍBV er liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Sandra María Jessen skoraði sigurmark leiksins í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7. maí 2023 13:15
Stórt skarð að fylla: Átján ára í marki Íslandsmeistara | „Betra að þetta sé erfiðara“ Fanney Inga Birkisdóttir 18 ára markvörður Vals í fótboltanum hefur vakið mikla athygli í Bestu deild kvenna. Fanney sem er mikið efni er spennt fyrir framhaldinu en hún þarf að fylla upp í stórt skarð. Íslenski boltinn 6. maí 2023 07:00
„Þar finnst mér virðingaleysið vera algjört“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Þrótti á heimaveli í Bestu-deild kvenna í kvöld. Fótbolti 4. maí 2023 22:57
„Ýmsar upplýsingar sem bárust ekki til okkar og það var það sem fór í taugarnar á mér“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Selfyssingum í kvöld. Leik kvöldsins hafði verið frestað í tvígang og Nik hafði hótað því að ræða ekki við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leikinn, en eftir að hafa rætt málin snérist honum hugur. Fótbolti 4. maí 2023 22:30
Umfjöllun: Tindastóll - Breiðablik 0-3 | Öruggur fyrsti sigur Blika Breiðablik sigraði nýliða Tindastóls örugglega á Sauðárkróki í kvöld í annarri umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Breiðablik og voru þetta fyrstu stig liðsins í deildinni en þær þurftu að sætta sig við tap á móti Valskonum í fyrstu umferð. Þó að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gáfu heimakonur þeim ágæta mótspyrnu og voru þær óheppnar að ná ekki að skora í kvöld. Fótbolti 2. maí 2023 22:18
Kristján: Eigum að klára leikinn í upphafi seinni hálfleiks Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 2. maí 2023 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. Íslenski boltinn 2. maí 2023 21:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 2-0 | Vísað á dyr með fölsuð skilríki Íslands- og bikarmeistarar Vals áttu ekki í teljandi vandræðum með að vinna spræka nýliða FH í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 2. maí 2023 20:21
„FH spurði mig ekkert að því“ „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 2. maí 2023 19:54
Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. Fótbolti 2. maí 2023 17:54
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA – Keflavík 1-2 | Gestirnir skelltu Akureyringum aftur á jörðina Keflavík vann sterkan sigur á Þór/KA fyrir norðan í dag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Keflavík en liðið spilaði vel í dag og áttu svör við flestum aðgerðum heimakvenna. Íslenski boltinn 1. maí 2023 19:15
Jóhann Kristinn: Frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis Keflavík vann 1-2 útisigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Íslenski boltinn 1. maí 2023 19:00
„Er með góða tengingu við klúbbinn, leikmenn treysta honum og fara eftir því sem hann vill“ Farið var yfir magnaðan 1-0 útisigur Þórs/KA á Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í síðasta þætti Bestu markanna. Þór/KA kemur sprækt til leiks á nýju tímabili og virðist sem nýr þjálfari hafi eitthvað með það að gera. Íslenski boltinn 30. apríl 2023 12:01