Njarðvík hafði betur gegn Haukum Njarðvík byrjaði heldur betur vel í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna og vann góðan útisigur á Haukum í dag, 84-71. Körfubolti 12. mars 2011 15:15
Úrslitakeppni kvenna af stað í dag Úrslitakeppni kvenna í körfubolta hefst í kvöld með fyrsta leik í einvígum Hauka og Njarðvíkur annarsvegar og KR og Snæfells hinsvegar. Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki tryggja sér sæti í undanúrslitununum þar sem bíða tvo efstu liðin í deildarkeppninni, Hamar og Keflavík. Körfubolti 12. mars 2011 08:30
Njarðvík vann B-deildina - Fjölnir fallið í 1. deild Njarðvíkurkonur tryggðu sér sigur í B-deildinni og leik á móti Haukum í fyrstum umferð úrslitakeppninnar eftir 75-68 sigur á Snæfelli í Njarðvík lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell mætir KR í hinni viðureigninni en Fjölnir er fallið úr deildinni eftir stórt tap á móti Grindavík. Körfubolti 9. mars 2011 21:08
Hamar deildarmeistari kvenna í körfubolta Haukar sáu til þess að Hamar varð í kvöld deildarmeistari í Iceland Express-deild kvenna með sigri á Keflvíkingum, 84-81. Hamar tapaði á sama tíma fyrir KR, 63-57. Körfubolti 2. mars 2011 20:57
Dramatískur sigur Keflavíkur - myndasyrpa Keflavík vann í kvöld dramatískan sigur á KR í Iceland Express-deild kvenna en sigurinn réðst á flautukörfu Ingibjargar Jakobsdóttur. Körfubolti 23. febrúar 2011 23:02
Jón Halldór: Stoltur af stelpunum "KR er með ótrúlega vel mannað lið og ég er stoltur af stelpunum að hafa unnið þær bæði í bikarnum og svo aftur hér í kvöld,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn á KR í kvöld. Körfubolti 23. febrúar 2011 22:58
Hamarskonur fóru létt með Hauka á Ásvöllum Kristrún Sigurjónsdóttir og Slavica Dimovska áttu stórleik á móti sínum gömlu félögum í Haukum þegar Hamarskonur unnu 31 stigs sigur, 90-59, á Ásvöllum í A-deild Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Hamar er með þessum sigri nánast búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Körfubolti 23. febrúar 2011 20:49
Fjölnisstelpurnar ekki búnar að segja sitt síðasta - myndir Kvennalið Fjölnis vann mikilvægan sigur á Snæfelli í gær í baráttunni fyrir sæti sínu í Iceland Express deild kvenna. Þetta var fyrsti sigur Fjölnis í B-deildinni en eftir hann eru Fjölnir og Grindavík jöfn að stigum i tveimur neðstu sætunum. Körfubolti 23. febrúar 2011 08:00
Fjölnir vann lífsnauðsynlegan sigur á Snæfelli Fjölnir vann gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni fyrir lífi sínu í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar Fjölnisstelpur unnu ellefu stiga sigur á toppliði B-deildar, Snæfelli, í Grafarvogi, 67-56. Snæfell tapaði þarna sínum öðrum leik í röð en liðið er samt enn á toppi B-deildarinnar með sextán stig eða átta stigum meira en Fjölnir sem komst upp að hlið Grindavíkur með þessum sigri. Körfubolti 22. febrúar 2011 20:58
Jón Halldór: Hef verið kallaður John Silver Jón Halldór Eðvaldsson segir að Keflavík hafi ekki efni á því að gista á hóteli fyrir leikinn gegn KR á morgun í úrslitum bikarsins. Keflavík hefur gengið vel með KR í vetur en Jón segir það engu skipta núna. Körfubolti 18. febrúar 2011 20:00
KR hafði betur gegn Haukum í framlengdum leik Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag. Í A-riðli deildarinar tók KR á móti Haukum í DHL-Höllinni í vesturbænum. KR vann eins stig sigur 67-66 eftir framlengdan leik. Körfubolti 13. febrúar 2011 20:27
Keflavík spillti sigurhátíð Hamarskvenna í Hveragerði Keflavík endaði sextán leikja sigurgöngu Hamars í Iceland Express deild kvenna og kom í veg fyrir að Hamarsliðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Hveragerði í kvöld. Körfubolti 12. febrúar 2011 19:06
Njarðvík stöðvaði sigurgöngu Snæfellsstelpna Njarðvík stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Snæfellsstelpna með 81-78 sigri í leik liðanna í b-deild Iceland Express deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Snæfell er enn á toppnum í B-deildinni en nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Körfubolti 12. febrúar 2011 16:52
Verða Hamarskonur deildarmeistarar í dag? Kvennalið Hamars getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með því að vinna Keflavík í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Hveragerði í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00. Körfubolti 12. febrúar 2011 08:00
Hrafn: Stjarnfræðilega lélegur fyrri hálfleikur hjá okkur „Ég er alveg hundfúll en það má segja að við höfum lagt grunninn af þessu tapi með stjarnfræðilega lélegum fyrri hálfleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-ingar náðu sér aldrei á strik gegn Hamar í kvöld en leiknum lauk með öruggum sigri Hamars 54-65. Körfubolti 9. febrúar 2011 22:30
Ágúst: Höfðum yfirhöndina allan leikinn „Þetta var ekki mjög fallegur körfuboltaleikur,“ sagði Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir sigurinn í kvöld. Hamar hélt áfram uppteknum hætti í Iceland-Express deild kvenna þegar þær unnu KR ,54-65, í 15.umferð. Hamarsstúlkur eru enn taplausar í deildinni og eru með 30 stig í efsta sætinu. Körfubolti 9. febrúar 2011 22:15
Umfjöllun: Sæt hefnd hjá Hamri Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Körfubolti 9. febrúar 2011 21:58
Hamar hefndi fyrir bikartapið Kvennalið Hamars hefndi fyrir tapið gegn KR í bikarnum um helgina með því að vinna sannfærandi sigur á KR í deildinni vestur í bæ í kvöld. Körfubolti 9. febrúar 2011 21:04
Njarðvíkurkonur unnu í Grafarvoginum Njarðvíkurkonur stigu stórt skref í átt að úrslitakeppninni með níu stiga sigri á Fjölni, 88-79, í Grafarvoginum í kvöld en leikurinn var í b-deild Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Njarðvíkurliðið vann síðustu tvær mínútur leiksins 11-2. Körfubolti 8. febrúar 2011 20:45
Lárus og Þórunn bæði farin í Hamar Hamarsliðin í körfuboltanum hafa bæði fengið liðstyrk fyrir lokasprettinn á tímabilinu. Leikstjórnandinn Lárus Jónsson er gengið til liðs við karlaliðið frá Njarðvík og framherjinn Þórunn Bjarnadóttir kemur til liðs við kvennaliðið frá Haukum. Bæði hafa þau mikla reynslu úr boltanum. Körfubolti 7. febrúar 2011 10:45
KR fyrst til að leggja Hamar Það verða KR og Keflavík sem mætast í úrslitum Poweradebikars kvenna í ár. Það varð ljóst eftir að KR lagði Hamar í Vesturbænum í dag. Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum í gær. Körfubolti 5. febrúar 2011 15:58
Enn ein breytingin á kanamálum Grindvíkinga Grindvíkingar hafa verið duglegastir allra félaga að skipta um bandaríska leikmenn í vetur og þá eru talin með bæði karla- og kvennalið félagsins. Nú síðast ákvað stjórn og þjálfari kvennaliðsins að segja upp samningi við framherjann Crystal Boyd. Körfubolti 3. febrúar 2011 15:45
Kvennalið Keflavíkur styrkir sig með serbneskum bakverði Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin um titlana í kvennakörfunni en serbneski bakvörðurinn Marina Caran mun spila með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Körfubolti 1. febrúar 2011 19:45
Keflavík hafði betur gegn KR í spennuleik Fjórir leikir fóru fram í kvöld í Iceland Express deild kvenna. Deildinni hefur nú verið skipt upp í tvo riðla og var leikið í fyrsta sinn með hinu nýja leikfyrirkomulagi í kvöld. Sport 30. janúar 2011 21:17
Þrír erlendir leikmenn ekki nóg fyrir Njarðvík á móti KR KR-konur unnu tíu stiga sigur á Njarðvík, 70-60, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld en þetta var síðasti leikurinn áður en deildinni er skipt í tvennt, í A- og B-deild. Körfubolti 24. janúar 2011 20:58
Kvennalið Njarðvíkur með þrjá erlenda leikmenn á móti KR í kvöld KR og Njarðvík leika í kvöld síðasta leikinn áður en Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður skipt upp í A og B-deild. Það er þó þegar ljóst að KR verður í A-deild og Njarðvík í B-deild. Njarðvíkurliðið teflir fram nýjum leikmanni í leiknum í kvöld því pólski miðherjinn Julia Demirer, fyrrum leikmaður Hamars, er kominn til liðsins. Körfubolti 24. janúar 2011 17:15
Fjölniskonur unnu Hauka óvænt á Ásvöllum Botnlið Fjölnis í Iceland Express deild kvenna gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan sigur á Haukum, 59-56, á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Körfubolti 23. janúar 2011 19:19
Slavica valin körfuboltakona ársins í Makedóníu Slavica Dimovska, leikstjórnandi toppliðs Hamars í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, var í gær valin körfuboltakona ársins í Makedóníu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur þessi verðlaun. Körfubolti 23. janúar 2011 15:00
Hamarskonur fóru illa með Keflavík - fjórtán sigrar í röð Hamar vann 32 stiga sigur á Keflavík, 95-63, í toppslag Iceland Express deildar kvenna í Hveragerði í dag. Hamarskonur hafa þar með unnuð alla fjórtán deildarleiki sína í vetur og eru með sex stiga forskot á Keflavíkurliðið þegar deildin skiptist upp. Snæfell vann tíu stiga sigur í Grindavík og var það þriðji sigur Snæfellskvenna í röð. Körfubolti 22. janúar 2011 18:15
Birnulausar Keflavíkurstelpur töpuðu á móti Grindavík Grindavík vann óvæntan tólf stiga sigur í Keflavík, 71-59, í Iceland Express deild kvenna í kvöld en fyrir leikinn munaði átján stigum og fimm sætum á þessum liðum. Þetta var aðeins annað tap Keflavíkurliðsins á tímabilinu. Körfubolti 12. janúar 2011 21:00