Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Innlent 7. janúar 2019 09:34
Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. Innlent 7. janúar 2019 06:00
Rannsókn á brunanum á Selfossi svo gott sem lokið Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar. Innlent 5. janúar 2019 08:30
Ólafur áfrýjar dómnum til Landsréttar Greint var frá því í dag að Ólafur hefði verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar, m.a. fyrir að taka hana hálstaki, umræddan dag. Innlent 4. janúar 2019 17:40
Dæmdur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar að viðstöddu barni þeirra í júlí 2016. Innlent 4. janúar 2019 15:51
Starfsfólk Landspítalans afvopnaði ósáttan hnífamann Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. Innlent 3. janúar 2019 17:55
Tugir dóma um heimilisofbeldi á árinu Ákærum og dómum í heimilisofbeldismálum fjölgar og lögregla þarf sjaldnar að hafa ítrekuð afskipti af sama heimilinu eftir að verklagi var breytt fyrir fjórum árum. Tölur benda til að útköllum fjölgi um hátíðir. Aukin umræða hefur valdið viðhorfsbreytingu og nágrannar líta síður í hina áttina. Innlent 31. desember 2018 08:20
Langtímameðferð í nærumhverfi bjóðast sex til átta börnum Meðferðarheimili fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda verður reist í Garðabæ. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu til að geta boðið börnum upp á langtíma meðferð í sínu nærumhverfi. Innlent 21. desember 2018 13:57
Embætti biskups bótaskylt Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Innlent 20. desember 2018 18:47
Ríkið dæmt til að greiða tíu milljónir vegna uppsagnar Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Innlent 20. desember 2018 09:11
Borgi 375 þúsund eftir heyrúlludeilu Seljendur sauðfjárjarðar í Dalasýslu voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir til að greiða kaupendum 375 þúsund krónur vegna heyrúllna sem ekki voru á jörðinni við afhendingu hennar. Innlent 20. desember 2018 06:15
Félagi múslima á Íslandi gert að greiða 2,6 milljónir í vangoldin laun Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Félag múslima á Íslandi sé skylt að greiða Haraldi Helgasyni rúmar 2,6 milljónir vegna vinnu Haralds sem trúnaðarmann sí samkeppni um hönnun mosku í Reykjavík. Innlent 19. desember 2018 22:45
Ekki var krafist upptöku fjár því skattalagabrot Júlíusar Vífils var fyrnt Af þeim tíu dómum sem kveðnir hafa verið upp vegna peningaþvættis undanfarinn áratug og eru aðgengilegir á vef héraðsdómstólanna var krafist upptöku fjár í sjö málum. Ekki var krafist upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar því frumbrot hans sem var skattalagabrot var löngu fyrnt og vildi saksóknari gæta meðalhófs en málið á sér engin fordæmi hér á landi. Viðskipti innlent 19. desember 2018 18:30
Vonbrigði að Samherjamálið hafi verið dregið að ósynju Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það séu sér vonbrigði að bankaráð Seðlabankans hafi farið fram á frest til að svara erindi forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls. Viðskipti innlent 19. desember 2018 10:41
Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Viðskipti innlent 18. desember 2018 11:42
Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. Innlent 17. desember 2018 07:28
Mildar dóm yfir manni sem braut kynferðislega gegn dóttur sinni Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóm Reykjavíkur yfir manni sem braut kynferðislega gegn dóttur sinni úr tólf mánaða fangelsi í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Innlent 14. desember 2018 19:29
Guðmundur Spartakus til Íslands vegna máls gegn Atla Má Landsréttur mun fjalla um mál Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni á nýju ári. Innlent 14. desember 2018 13:11
Sakaður um stórfelldar ærumeiðingar um fyrrverandi á Facebook og víðar Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur karlmanni fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi kærustu sinni árið 2016. Innlent 14. desember 2018 11:30
Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Innlent 13. desember 2018 16:21
Þýski skútuþjófurinn bar fyrir sig ævintýramennsku og slapp við steininn Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Innlent 13. desember 2018 14:16
Laxeldisfyrirtæki sýknað af kröfu málsóknarfélags Héraðsdómur Reykjaness hafnaði öllum málatilbúnaði félagsins. Innlent 12. desember 2018 22:35
Dæmdur fyrir nauðgun á gólfinu á Hressó Hemn Rasul Hamd, ríkisborgari með óþekktan dvalarstað, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga konu á salerni á veitingastaðnum Hressó í Austurstrætí í febrúar fyrir tæpum þremur árum. Innlent 11. desember 2018 16:45
Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. Innlent 11. desember 2018 14:36
Hælisleitandinn er á vitnalista ákæruvaldsins Ungi hælisleitandinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu kemur til landsins til að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Innlent 11. desember 2018 08:00
Dæmdur til að sæta meðferð Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tveimur vikum dæmdur til að sæta viðeigandi meðferð á geðdeild. Innlent 11. desember 2018 06:00
Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina í héraði í mars. Innlent 7. desember 2018 19:45
Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. Innlent 7. desember 2018 12:00
Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Innlent 6. desember 2018 20:07
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent