„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. Erlent 18. febrúar 2019 09:19
Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. Erlent 18. febrúar 2019 08:30
Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. Erlent 18. febrúar 2019 07:14
Dregur tilnefningu sína til sendiherra Sameinuðu þjóðanna til baka Heather Nauert hefur dregið tilnefningu sína til sendiherrastöðu hjá Sameinuðu þjóðunum til baka. Erlent 17. febrúar 2019 21:49
Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. Erlent 17. febrúar 2019 16:17
Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. Erlent 15. febrúar 2019 22:05
Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. Erlent 15. febrúar 2019 16:31
Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Erlent 15. febrúar 2019 14:32
Valdamenn í dómsmálaráðuneytinu vildu setja Trump forseta af Æðstu menn innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu sín á milli um að leita til ráðherra um að hópa sig saman, virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og þvinga Donald Trump forseta úr embætti eftir að hann rak alríkislögreglustjórann James Comey í maí 2017. Erlent 15. febrúar 2019 08:15
Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Erlent 14. febrúar 2019 21:32
Enn ekkert fast í hendi um stuðning Trump við útgjaldafrumvörp Hvíta húsið hefur haft samband við þáttastjórnendur á Fox News til að reyna að fá þá til að halda tryggð við forsetann þó að hann skrifi undir útgjaldafrumvörp án alls þess fjár sem hann vill í landamæramúrinn. Erlent 14. febrúar 2019 16:07
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. Erlent 14. febrúar 2019 13:47
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. Erlent 14. febrúar 2019 07:45
Búast við því að Trump fallist á samkomulag flokkanna Neðri deild Bandaríkjaþings gæti greitt atkvæði um útgjaldafrumvörp til að forða nýrri lokun ríkisstofnana þegar í kvöld. Erlent 13. febrúar 2019 14:13
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. Erlent 13. febrúar 2019 07:57
Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. Erlent 12. febrúar 2019 19:18
Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. Erlent 12. febrúar 2019 16:40
Fyrrverandi ráðgjafi stefnir Bandaríkjaforseta vegna árása eftir bókarskrif Lögmenn framboðs Trump saka fyrrverandi ráðgjafa um að hafa brotið þagnarsamning með bók sem hann skrifaði um reynslu sína í Hvíta húsinu. Ráðgjafinn hefur stefnt Trump forseta á móti fyrir að beita framboðinu til að reyna að þagga niður í sér. Erlent 12. febrúar 2019 12:05
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. Erlent 12. febrúar 2019 10:36
Reyndi að eyðileggja tökuvél BBC á fjöldafundi Trump Öryggisverðir þurftu að fjarlægja karlmann af vettvangi á fjöldafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í El Paso í Texas í gær eftir að viðkomandi reyndi að eyðileggja tökuvél BBC. Erlent 12. febrúar 2019 07:32
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. Erlent 12. febrúar 2019 07:01
Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. Erlent 11. febrúar 2019 18:15
Viðskiptavinir Trump fá bitlinga frá forsetanum Nokkrir félagar í einkaklúbbum Trump Bandaríkjaforseta hafa verið tilnefndir í sendiherrastöður síðustu tvö árin. Engar siðareglur banna forseta að tilnefna viðskiptavini einkafyrirtækja sinna. Erlent 11. febrúar 2019 13:45
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. Erlent 11. febrúar 2019 08:20
Lokun stofnana vofir enn á ný yfir í Bandaríkjunum Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum Demókrata og Repúblikana á Bandaríkjaþingi um áframhaldandi fjármögnun alríkisstofnana. Erlent 11. febrúar 2019 07:30
Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. Erlent 9. febrúar 2019 15:57
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. Erlent 8. febrúar 2019 15:30
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. Erlent 8. febrúar 2019 07:52
„Eins og að horfa á málningu ljúga“ Þáttastjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna fjölluðu mikið um ræðu Trump í gær. Lífið 6. febrúar 2019 10:45
Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. Erlent 6. febrúar 2019 07:37
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent