Fréttir

Fréttamynd

Reikna með tæp­lega ní­tján milljarða af­gangi á næsta ári

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa lagt fram frumvarp sem bannar klám sem sýnir kyrkingar og aðrar köfnunaraðferðir. Þá verður stjórnendum klámsíða gert að tryggja að klám af þessu tagi komi ekki fyrir augu breskra notenda síðanna.

Erlent
Fréttamynd

Snúin staða Sönnu og sam­eigin­legt fram­boð virðist ekki í kortunum

Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að láta „óða“ Demó­krata kúga sig

Fátt bendir til þess að rekstur ríkisstofnanna vestanhafs hefjist að nýju, áður en stöðvunin verður sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Litlar viðræður eiga sér stað milli flokka á sama tíma og útlit er fyrir að milljónir Bandaríkjamanna missi aðgang að mataraðstoð og að sjúkratryggingar þeirra hækki.

Erlent
Fréttamynd

Ódæðin í Súdan mögu­lega glæpir gegn mann­kyninu

Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni.

Erlent
Fréttamynd

Lög­reglan inn­siglaði Flóka

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði í dag gistiheimilið Flóka á horni Flókagötu og Snorrabrautar í miðborg Reykjavíkur. Gistiheimilið var ekki með rekstrarleyfi.

Innlent
Fréttamynd

„Við vorum komin með súrefniskúta heim“

Móðir drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi, standi vaktina allan sólarhringinn og séu margir hverjir að bugast.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir að leka mynd­bandi af mis­þyrmingu á fanga

Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga.

Erlent
Fréttamynd

Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalar­leyfi

Georgíumaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um útlendinga, með því að hafa kvænst lettneskri konu í Georgíu, í þeim tilgangi einum að afla sér dvalarleyfis og atvinnuleyfis á Íslandi á grundvelli hjúskapar. Þriðji maður er ákærður fyrir að hafa komið hjúskapnum í kring.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í bíl á Hellis­heiði

Lögreglunni á Suðurlandi var fyrir stuttu tilkynnt um eld í bíl á Hellisheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Einar Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi gat ökumaður sjálfur slökkt eldinn og svo ekið bílnum af vettvangi. 

Innlent
Fréttamynd

Lík­legra að það gjósi nær ára­mótum

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur enn nokkuð í að gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni. Hann telur mögulegt að hefja uppbyggingu í Grindavík á ný en gæta þurfi vel að  hættulegum stöðum og loka þá af. Á sama tíma og beðið er eftir gosi í Sundhnúksgígaröð segir hann einnig ýmis teikn á lofti um að eldgos séu yfirvofandi í Kötlu og Öskju. 

Innlent