Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran. Erlent 5.5.2025 10:47
Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt. Erlent 5.5.2025 10:07
Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. Erlent 5.5.2025 07:58
Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er. Innlent 4.5.2025 19:53
Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að hælisleitendur, sem vísa á úr landi, séu vistaðir í fangelsi fyrir brottför, eins og hefur vreði. Koma á upp sérstakri brottfararstöð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 4.5.2025 18:12
Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Lögreglan í Ríó de Janeiró segist hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði á stórtónleikum Lady Gaga á Copacabana-strönd í gær. Erlent 4.5.2025 16:45
Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði segir óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí í raun hafa ekkert með loftslagsbreytingar að gera. Snjóleysið hafi þó slæm áhrif á jöklabúskapinn og munu jöklar rýrna meira en vanalega ef meðalsumar er í kortunum. Innlent 4.5.2025 15:17
Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Fjórtán börn hafa verið handtekin í tengslum við andlát fjórtán ára drengs sem brann inni í geymsluhúsnæði í bænum Gateshead í Bretlandi á föstudag. Erlent 4.5.2025 14:38
Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist stolt af skipun sinni í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verkfræðingafélagið hefur gert athugasemdir við að enginn með sérfræðiþekkingu í málaflokknum sitji í stjórninni en Inga segist hafa valið hæfasta fólkið. Innlent 4.5.2025 14:10
Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin. Innlent 4.5.2025 14:05
Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim. Erlent 4.5.2025 13:45
„Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Grímur Grímsson alþingismaður og fyrrverandi lögreglumaður segir umfjöllun Kveiks um njósnir starfandi lögreglumanns að undirlagi Björgólfs Thors hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segir þáttinn hafa verið erfiðan að horfa á. Innlent 4.5.2025 12:18
Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Óvenjulítill snjór er á hálendinu miðað við árstíma. Jöklafræðingur hefur áhyggjur af því að jöklar rýrni mjög í sumar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 4.5.2025 11:51
Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. Erlent 4.5.2025 11:04
Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Faðir manns sem auðgast hefur mjög á sölu rafmynta var frelsaður í lögreglu aðgerð í París í gær. Hann hafði verið frelsissviptur og haldið í gíslingu af glæpasamtökum í tvo sólarhringa gegn gjaldi. Erlent 4.5.2025 11:02
Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. Erlent 4.5.2025 10:56
Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 4.5.2025 10:01
Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Fimm menn, þar af fjórir íranskir ríkisborgarar, voru handteknir í Englandi í tengslum við rannsókn á undirbúningi hryðjuverka. Erlent 4.5.2025 09:56
Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Eldur kviknaði í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um fimmleytið í nótt. Innlent 4.5.2025 09:39
Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. Erlent 4.5.2025 08:55
Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Útlit er fyrir sunnan og suðvestan stinningsgolu og dálitla vætu með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Hiti verður þar á bilinu fimm til tíu stig. Hins vegar verður bjartara austanlands og gæti hiti náð 17 stigum þegar best lætur. Veður 4.5.2025 07:55
Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað vegna manns sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar reynt var að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Maðurinn var handtekinn og settur í fangaklefa. Innlent 4.5.2025 07:40
PAP vann stórsigur í Singapúr People’s Action flokkurinn, PAP, vann stórsigur í þingkosningum í Singapúr í dag. Flokkurinn hefur verið við völd í landinu í 66 ár. Lawrence Wong, forsætisráðherra landsins, tók við fyrir um ára síðan þegar þáverandi forsætisráðherra landsins sagði af sér. Erlent 3.5.2025 22:42
Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi. Innlent 3.5.2025 22:30