Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Á vef Kvikmyndaskóla Íslands er nú opið fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst. Hægt er að velja nám í leikstjórn og framleiðslu, skapandi tækni, handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Nemendur eru núna um sextíu og halda áfram að mæta í tíma í dag og næstu daga. Fastráðnir starfsmenn eru fjórtán en lausráðnir kennarar sem sinna námskeiðum í verktöku skipta tugum að sögn Hlínar Jóhannesdóttur rektor skólans. Innlent 25.3.2025 12:12
Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Afi og amma hins tveggja ára Émile Soleil hafa verið handtekin og eru grunuð um að hafa orðið drengnum að bana. Soleil var leitað í þorpinu Le Vernet í frönsku Ölpunum sumarið 2023 en líkamsleifar hans fundust vorið 2024. Erlent 25.3.2025 11:53
Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Í hádegisfréttum fjöllum við um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum. Innlent 25.3.2025 11:42
Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Opnunarsamkoma ISTP 2025, leiðtogafundar um málefni kennara sem fer fram í Hörpu, hefst í dag klukkan 9:30. Fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Innlent 25.3.2025 09:22
„Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi, segir hafa verið lagðar fram hugmyndir um skipulagsbreytingar í Grafarvogi sem myndu breyta hverfinu umtalsvert. Ofuráhersla sé á þéttingu byggðar og skipulagið byggi á að byggja á grænum reitum. Mikil andstaða sé meðal íbúa með breytingar á aðalskipulagi. Innlent 25.3.2025 09:17
Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. Erlent 25.3.2025 08:49
Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. Innlent 25.3.2025 08:02
Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Einstaklingum sem fengu dánaraðstoð fjölgaði um tíu prósent í Hollandi í fyrra. Alls fengu 9.958 dánaraðstoð árið 2024, samanborið við 9.068 árið 2023. Erlent 25.3.2025 07:34
Suðvestanátt með skúrum víða um land Yfir landinu er nú dálítill hæðarhryggur, en minnkandi smálægð á Grænlandshafi, sem valda suðvestanátt með skúrum víða um land í dag, éljum til fjalla, en þurrviðri á Norður- og Austurlandi. Veður 25.3.2025 07:03
Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sveitarfélaganna undirrituðu í gær nýjan kjarasamning sem kynntur verður félagsmönnum á næstu dögum. Innlent 25.3.2025 07:00
Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Ég er nú ekki hrifinn af því. Ég held að við eigum bara langt í land með að geta farið í þá umræðu,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, um hugmyndir um íslenskan her í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Innlent 25.3.2025 06:33
Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. Erlent 24.3.2025 23:21
„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi. Innlent 24.3.2025 22:47
Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér. Innlent 24.3.2025 21:45
Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Bandarískir og rússneskir erindrekar luku í kvöld fundi um mögulegt vopnahlé á Svartahafi milli Rússa og Úkraínumanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonast til þess að viðræðurnar geti leitt til frekari viðræðna um frið í Úkraínu. Erlent 24.3.2025 21:40
Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Fyrir flesta er lítið mál að kveikja ljós, opna hurð og skrúfa frá krana án umhugsunar. Í Týtanóví endurhæfingarmiðstöðinni í höfuðborg Úkraínu er það aftur á móti meðal þess sem hópur særðra hermanna þarf að æfa upp á nýtt. Særðir Úkraínumenn sem vinna að því að ná bata segjast þrá fátt heitar en að stríðinu ljúki og vilja halda áfram að berjast fyrir landið sitt svo lengi sem þess sé þörf. Það sé sárt til þess að hugsa ef samið yrði um falskan frið á forsendum Rússa. Erlent 24.3.2025 21:01
Stefna á að loka skólanum á næsta ári Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum. Innlent 24.3.2025 20:53
Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. Innlent 24.3.2025 19:36
Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. Erlent 24.3.2025 18:53
Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, er komin í leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma. Fátt annað komast að í upphafi þingfundar en mál hennar og forsætisráðherra margítrekaði hversu viðkvæmt það væri. Við heyrum frá umræðum og verðum í beinni með þingmönnum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.3.2025 18:14
Verkfræðingar felldu samning Verkfræðingar og tæknifræðingar hjá Reykjavíkurborg hafi fellt nýjan kjarasamning. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram dagana 19. til 24. mars. Innlent 24.3.2025 17:04
„Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. Innlent 24.3.2025 16:55
Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis. Innlent 24.3.2025 15:43
Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis. Innlent 24.3.2025 15:12