Fréttir

Fréttamynd

Nafn­greindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meið­yrði

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri Mannlífs, hefur verið dæmdur fyrir meiðyrði fyrir að hafa nafngreint rangan árásarmann í umfjöllun um hnífaárás á veitingastað. Að mati dómsins fór því fjarri að vinnubrögðin sem viðhöfð voru gætu staðist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubragða blaðamanna.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mos­fells­bær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur af­þakkar

Athygli vakti í dag þegar greint var frá því í fréttum að Tjörneshreppur, eitt fámennasta sveitarfélag landsins, ætli að afþakka tæplega 250 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nú hefur bæjarstjórinn í Mosfellsbæ blandað sér í umræðuna og segist glöð myndu taka á móti fjármununum fyrir hönd bæjarins. Um sé að ræða nokkurn veginn sömu upphæð og Mosfellsbær verður af eftir að nýjar úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Velti fyrir sér „hvaða vit­leysingur væri að skrifa bara eitt­hvað“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin.

Innlent
Fréttamynd

Vill heldur sjá lang­tíma­samninga um fram­lög fyrir „sam­tök úti í bæ”

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það vera undir fjárlaganefnd komið að ákvarða hvort framlögum til Ljóssins verði breytt í fyrirliggjandi fjárlögum og beinir því til heilbrigðisráðherra að svara hvernig samningar standa við félagið. Hennar persónulega skoðun á því „hvort ákveðin samtök úti í bæ“ þurfi meira fjármagn frá ríkinu ráði litlu þar um.

Innlent
Fréttamynd

„Auð­vitað er hann vel­kominn hingað til Ís­lands“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund.

Innlent
Fréttamynd

Óútgefnum hand­ritum stolið: Kallaði rit­höfundinn skíthaus

Á síðustu mánuðum hafa óútgefin handrit Þórdísar Helgadóttur og Nínu Ólafsdóttur lent í greipum bókaþjófs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þjófurinn lætur til skarar skríða en ólíkt áður lætur hann nú vita að bókunum hafi verið stolið. Í leiðinni kallar hann höfunda og útgefendur skíthausa og tussu.

Innlent
Fréttamynd

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Erlent
Fréttamynd

„Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“

Mikill eldur kom upp í húsnæði Primex á Siglufirði í gærkvöldi og vinnur slökkviliðið enn að því að tryggja vettvang. Framkvæmdastjóri Primex segist hryggur vegna atviksins en um mikilvægasta húsnæði fyrirtækisins er að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Aftur heppnast geimskot Starship

Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu.

Erlent
Fréttamynd

Hegseth í stríði við blaða­menn

Leiðtogar stærstu fréttastofa Bandaríkjanna og annarra alþjóðlegra fjölmiðla hafa tilkynnt að þeir muni ekki samþykkja nýjar reglur varnarmálaráðuneytisins um blaðamenn. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga.

Erlent
Fréttamynd

Á­tján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til fimmtán mánaða skilorðsbundins fangelsi fyrir líkamsárás og sérlega hættulega líkamsárás. Í þeirri seinni stakk hann mann í síðuna með þeim afleiðingum að hann hlaut „langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa.“

Innlent
Fréttamynd

For­seti Madagaskar flúinn og herinn við völd

Andry Rajoelina, forseti Madagaskar, segist farinn í felur eftir að hermenn og pólitískir andstæðingar hans reyndu að ráða hann af dögum. Óljóst er hvar hann er en fregnir hafa borist af því að forsetinn hafi flúið land í franskri herflugvél.

Erlent
Fréttamynd

Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Nor­rænu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö stór fíkniefnamál sem tengjast komu Norrænu til Seyðisfjarðar í september. Alls varða málin 27 kíló af kókaíni, ketamíni og MDMA. Aldrei hefur meira magn ketamíns verið haldlagt í einu.

Innlent
Fréttamynd

Flugumferðarstjórar boða vinnu­stöðvun

Flugumferðarstjórar hafa boðað vinnustöðvun á sunnudagskvöld vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra. Þeir hafa verið samningslausir frá áramótum en að sögn formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra strandar málið á launaliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti hlynntur að­skilnaði ríkis og kirkju

Alls eru 52 prósent svarenda í könnun Prósents hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 21 prósent eru andvíg. Þau sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem eru 35 ára og eldri. 65 ára og eldri eru marktækt andvígari aðskilnaði en þau sem eru 54 ára og yngri.

Innlent
Fréttamynd

„Að­stoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“

Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir neyðarsöfnun samtakanna fyrir Gasa fara vel af stað. Það sé risa verkefni framundan við að koma hjálpargögnum og vinnuvélum inn á Gasa og hefja uppbyggingu innviða á ný. Alþjóðaráð Rauða krossins tók í gær á móti Ísraelum og Palestínumönnum sem voru í haldi Ísraela og Hamas og vinnur nú að því að koma mannúðaraðstoð inn á svæðið. 

Innlent