„Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Íbúar við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í Grafarholti þar sem maður réðst á annan með eggvopni í vikunni, segja að lögreglan hafi margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu á þessu ári. Meðal annars hafi maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Innlent 25.5.2025 15:36
Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Lík fimm skíðamanna fundust nærri skíðasvæðinu í Zermatt í svissnesku Ölpunum í dag. Skíðasvæðið er vinsælt meðal ferðamanna. Erlent 25.5.2025 14:49
Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Mikill hugur er í bæjarstjórn Grundafjarðarbæjar og íbúum staðarins því nú er stefnt á að byggja upp glæsilegan miðbæ á staðnum. Í því skyni leitar bæjarfélagið nú eftir kauptilboðum í byggingarrétt á miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells eins og segir í auglýsingu vegna kauptilboðanna. Innlent 25.5.2025 14:04
Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. Erlent 25.5.2025 09:42
Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 25.5.2025 09:32
Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Níu af tíu börnum læknis og barnalæknis á Gasa létust í loftárás Ísraelshers á heimili þeirra í Khan Younis í gær. Börnin voru tólf ára og yngri. Erlent 25.5.2025 08:25
Rigning í kortunum Yfir landinu er grunn lægð sem hreyfist lítið. Í dag má búast við fremur hægri og breytilegri átt og skýjað verður á flestöllu landinu. Veður 25.5.2025 07:38
Sérsveit handtók vopnaðan mann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í nótt tilkynnt um mann sem ógnaði öðrum manni vopnaður hníf í heimahúsi í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra og vistaður í fangaklefa. Innlent 25.5.2025 07:23
Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund í kvöld. Innlent 24.5.2025 23:28
Steinn reistur við með eins konar blöðrum Einn þekktasti steinn landsins, Steinninn undir Þverfellshorni á Esju, var reistur við í dag. Vaskur hópur á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkurflutti steininn aftur á sinn stað. Eins konar blaðra var notuð til verksins. Innlent 24.5.2025 23:10
Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Hann heitir Sómi, tennurnar hans eru í góðu lagi og hófarnir líka en það fer engin á bak honum lengur. Hér erum við að tala um elsta núlifandi hest landsins því hann er þrjátíu og sex vetra og unir sér vel út í haga í Skógum undir Eyjafjöllum. Innlent 24.5.2025 22:33
Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. Innlent 24.5.2025 21:42
„Þú hakkar ekki á tóman maga“ Eini kvenkyns þátttakandi Gagnaglímunnar biðlar til ungra kvenna að leggja fyrir sig að hakka í auknum mæli. Iðjan sé einkar skemmtileg og mikilvæg að hennar mati. Innlent 24.5.2025 21:02
Kveður Glerártorg eftir sautján ár Tískuvöruverslunin Imperial kveður Glerártorg eftir að hafa verið starfrækt þar síðan 2008. Eigandinn segir breytta stefnu eigenda Glerártorgs ástæðu flutninganna. Innlent 24.5.2025 20:39
Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, úðaði eyrnaspreyi ætluðu hundum ofan í kokið á sér. Hundur hans er í meðferð vegna veikinda í eyrum og fékk lyf í úðaformi sem lítur næstum alveg eins út og algengt hálssprey við kvefeinkennum. Innlent 24.5.2025 20:17
„Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra, sem til stendur að vísa úr landi í upphafi júní, segja að hann verði hætt kominn endi hann aftur út á götum Bogotá í Kólumbíu. Síðast hafi hann þurft að þola hræðilegar raunir. Ákvörðunin sé mikið áfall. Innlent 24.5.2025 20:06
Dúxinn fjarri góðu gamni Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði þetta árið var ekki viðstaddur brautskráningarathöfnina vegna þess að hann er þessa stundina staddur úti í Andorra þar sem hann etur kappi á Smáþjóðaleikunum í sundi fyrir Íslands hönd. Innlent 24.5.2025 19:01
Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Honum verður því að óbreyttu vísað einum úr landi og til Kólumbíu í upphafi júní. Innlent 24.5.2025 18:19
Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. Innlent 24.5.2025 18:17
Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Stærsti skjálftinn í jarðskjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjaneshrygg, vestan við Eldey, reyndist 5,1 að stærð. Yfir 160 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Innlent 24.5.2025 17:54
Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. Innlent 24.5.2025 17:08
Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. Innlent 24.5.2025 15:12
Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg, um tíu kílómetrum vestan við Eldey, fannst vel á suður- og vesturlandi klukkan 14:21. Samkvæmt frummati var skjálftinn 4,9 að stærð. Innlent 24.5.2025 14:48
Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Það er mikið um að vera á jörðinni Blikastöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en þar fer fram dráttarvéladagur þar sem margar af elstu dráttarvélum landsins eru til sýnis. Þá er markaður á staðnum með allskonar traktorsdóti þar sem hægt er að gera góð kaup. Innlent 24.5.2025 13:02