
Talíbanar femínista
Fyrir nokkru hitti ég afganska kvenréttindakonu sem hafði verið valin úr hópi fólks til að nema við Jafnréttisskólann í Háskóla Íslands. Margt sem hún komst í tæri við hér var henni fullkomlega framandi, svo sem galtómar og hættulausar götur, sem og námskeið um kynferðisleg réttindi, sem yrði seint kennt við Háskólann í Kabúl.