Endurkomu 737 Max gæti seinkað til sumarloka Boeing hefur vonast til þess að koma þotunum aftur í umferð fyrir sumarvertíðina. Erlent 29. maí 2019 08:37
Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands. Innlent 29. maí 2019 06:00
Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair. Viðskipti innlent 29. maí 2019 05:00
Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Innlent 28. maí 2019 20:45
Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. Viðskipti innlent 28. maí 2019 14:30
Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. Innlent 28. maí 2019 13:49
Minnst 19 sagt upp hjá Isavia Minnst 19 hefur verið sagt upp hjá Isavia. Uppsagnirnar voru tilkynntar á fundi með starfsmönnum í morgun og þar að auki var fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Viðskipti innlent 28. maí 2019 12:01
Ferðalagið með Flugrútunni komið í 6500 krónur Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Viðskipti innlent 28. maí 2019 10:45
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. Viðskipti innlent 28. maí 2019 08:53
Öldungur á níræðisaldri lendir í Reykjavík í kvöld Tvær flugvélar af gerðinni Douglas Dakota eru núna á flugi til Íslands frá Grænlandi. Sú fyrri áætlar lendingu á Reykjavíkurflugvelli klukkan 21.07 en sú síðari klukkan 22.27. Innlent 27. maí 2019 19:59
Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. Innlent 26. maí 2019 18:30
Þristur á leiðinni til Reykjavíkur Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku. Innlent 26. maí 2019 13:15
Ríkið viðurkennir fyrir ESA að Fríhöfnin sé einokunarverslun Stjórnvöld hafa viðurkennt gagnvart ESA að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala. Höfðu áður andmælt rökum ESA. Gert að setja reglur um vöruúrval og innkaup til að tryggja jafnræði á meðal birgja. Viðskipti innlent 25. maí 2019 07:15
„Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. Viðskipti innlent 24. maí 2019 20:44
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 24. maí 2019 17:52
Max-vélarnar gætu tekið á loft aftur í Bandaríkjunum í júní Bandaríks flugmálayfirvöld virðast nálgast það að gefa 737 Max-þotunum grænt ljós. Viðskipti erlent 24. maí 2019 15:45
Næsti þristur áætlar að koma á sunnudag Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Þar með eru ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem búist er við. Innlent 24. maí 2019 14:45
Flugvöllurinn verði farinn úr Vatnsmýri árið 2030 Hjálmar Sveinsson áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði svo gott sem farinn úr Vatnsmýri eftir áratug. Innlent 24. maí 2019 08:56
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. Innlent 23. maí 2019 22:45
Fækka ferðum í sumar vegna MAX-vélanna Flugáætlun Icelandair hefur verið uppfærð í samræmi við það. Viðskipti innlent 23. maí 2019 18:38
Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Innlent 23. maí 2019 18:30
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. Innlent 23. maí 2019 13:15
Ekkert í hendi um hvenær kyrrsetningu verður aflétt Forstjóri FAA segir að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk þegar kemur að afléttingu kyrrsetningar Boeing 737 Max-vélanna. Viðskipti erlent 23. maí 2019 12:19
Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara Ísraelska flugfélagið El Al segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá verstu sætin í flugvélinni. Innlent 23. maí 2019 08:30
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. Innlent 22. maí 2019 23:00
Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. Innlent 22. maí 2019 18:45
„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. Viðskipti innlent 22. maí 2019 13:25
Sex þristar gætu náð til Reykjavíkur í kvöld Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vitað er um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada. Innlent 22. maí 2019 11:31
Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. Viðskipti innlent 22. maí 2019 10:40
Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB. Viðskipti innlent 22. maí 2019 09:00