Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir 

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minnst 19 sagt upp hjá Isavia

Minnst 19 hefur verið sagt upp hjá Isavia. Uppsagnirnar voru tilkynntar á fundi með starfsmönnum í morgun og þar að auki var fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“

Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið.

Innlent
Fréttamynd

Þristur á leiðinni til Reykjavíkur

Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku.

Innlent
Fréttamynd

Næsti þristur áætlar að koma á sunnudag

Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Þar með eru ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem búist er við.

Innlent
Fréttamynd

Páll komst loksins á stefnumót í kvöld

Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum.

Innlent
Fréttamynd

Þristarnir fresta för til morguns

Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Sex þristar gætu náð til Reykjavíkur í kvöld

Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vitað er um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada.

Innlent
Fréttamynd

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina

Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.

Viðskipti innlent