
Fjör á fjöllum
Sem spennumynd virkar The Grey fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum.