Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Dagbjartur fór holu í höggi í Slóvakíu

Dagbjartur Sigurbrandsson, landsliðskylfingur fór holu í höggi þegar hann sló inn á 16. braut á Green Resort Hrubá Borša golfvellinum í Slóvakíu en þar keppir hann með íslenska landsliðinu á Evrópumóti landsliða þessa dagana.

Golf
Fréttamynd

Myndi frekar hætta en að spila LIV-golf

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur aldrei reynt að fela tilfinningar sínar í garð sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi og segir að ef það væri eini staðurinn í heiminum þar sem enn væri hægt að spila golf myndi hann frekar hætta en að taka þátt.

Golf
Fréttamynd

Eldri kylfingar sem hunsuðu dómara lausir úr banni

Tveir eldri kylfingar sem hunsuðu úrskurð dómara á Íslandsmóti á Akureyri fengu keppnisbann sem þeir voru dæmdir í stytt fyrir áfrýjunardómstóli. Þeim er því frjálst að skrá sig í Íslandsmótið í ár sem fer fram um næstu helgi.

Golf
Fréttamynd

Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“

Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey.

Golf
Fréttamynd

Hola í höggi í fyrsta sinn hjá Rory

Rory McIlroy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni í kvöld. Hann náði högginu á Travelers Championship mótinu í Connecticut.

Golf
Fréttamynd

Fowler áfram í forystu á US Open

Rickie Fowler er enn í forystu á US Open, 11 undir pari þegar þetta er skrifað, en hann hefur spilað átta holur af öðrum hring sínum á mótinu. Wyndham Clark og Rory McIlroy gera sig þó líklega til að ógna honum.

Golf
Fréttamynd

Æsi­spennandi keppni á milli ís­lenskra golf­hópa

Golfarinn hefur vakið athygli áhorfenda Stöðvar 2 síðustu vikur enda margt skemmtilegt þar á seyði hjá þeim Hlyni Sigurðssyni og Ingu Lind Karlsdóttur sem höfðar jafn til hins íslenska meðalkylfings, byrjenda sem og þeirra bestu, og raunar jafnvel líka til þeirra sem alls ekki spila golf.

Lífið samstarf