
Rory McIlroy hleður á sig viðurkenningum
Rory McIlroy var í sérflokki í kjöri á kylfingi ársins hjá samtökum golfíþróttafréttamanna í Bandaríkjunum. Norður-Írinn fékk 190 atkvæði af alls 194 í efsta sætið. Bandaríkjamaðurinn Brand Snedeker, sem sigraði í Fed-Ex úrslitakeppninni fékk þrjú atkvæði og landi hans Tiger Woods fékk eitt.