Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Erfitt hjá Tinnu á Spáni

Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, er meðal neðstu keppenda í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi eftir fyrstu þrjá keppnishringina.

Golf
Fréttamynd

Tinna byrjar ekki vel á lokaúrtökumótinu á Spáni

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili náði ekki að spila sitt besta golf á fyrsta hringnum í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna sem fram fer á La Manga á Spáni. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á mótinu á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari.

Golf
Fréttamynd

Tinna komin áfram á lokaúrtökumótið

Tinna Jóhannsdóttir úr GK er komin áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi þrátt fyrir að hafa spilað sinn versta hring á mótinu í dag.

Golf
Fréttamynd

Tinna í góðri stöðu fyrir lokahringinn

Tinna Jóhannsdóttir úr golfklúbbnum Keili er í mjög sterkri stöðu fyrir lokahringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi sem nú stendur yfir á Spáni.

Golf
Fréttamynd

Stricker sigraði á fyrsta PGA móti ársins

Steve Stricker sigraði á fyrsta PGA golfmóti ársins sem fór fram á Kapalua á Hawaii en þar áttust við þeir kylfingar sem náðu að sigra á PGA móti á síðasta keppnistímabili.

Golf
Fréttamynd

Fjórir meðlimir í Team Iceland í golfinu | Breytt skipulag afrekshópa

Úlfar Jónsson nýráðinn landsliðsþjálfari í golfi hefur að undanförnum vikum verið að skipuleggja æfingardagskrá fyrir afrekshópa GSÍ. Úlfar hefur skipt hópnum upp í samræmi við stöðu og markmið hvers kylfings og nefnast hóparnir Team Iceland, A hópur og B hópur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandinu.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods er langtekjuhæsti íþróttamaður veraldar

Þrátt fyrir afleitt gengi á undanförnum tveimur árum er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods enn tekjuhæsti íþróttamaður heims. Tekjur Woods hafa lækkað um allt að 6,5 milljarða kr. á ári en engu að síður er hann langtekjuhæsti íþróttamaður ársins 2011. Talið er að Woods sé með um 9,1 milljarða kr. í árslaun. Þrír fótboltamenn eru á listanum yfir 10 tekjuhæstu íþróttamenn heims, tveir körfuboltamenn og tveir kylfingar.

Golf
Fréttamynd

Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó

Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016.

Golf
Fréttamynd

Donald kylfingur ársins á Bretlandseyjum | Clarke og McIllroy jafnir

Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu.

Golf
Fréttamynd

Westwood grátlega nálægt því að koma í hús á 59 höggum

Englendingurinn Lee Westwood lék ótrúlegt golf á tælenska meistaramótinu í dag og var aðeins einu höggi frá því að koma í hús á 59 höggum. Hann lék holurnar 18 sem sagt á 60 höggum eða 11 undir pari. Hann er með fimm högga forskot eftir daginn.

Golf
Fréttamynd

Donald segist vanta risatitil

Besti kylfingur heims um þessar mundir, Luke Donald, er ekki fullkomlega sáttur þó svo hann hafi átt ótrúlegt ár á vellinum. Hann rakaði inn mestum peningum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Golf
Fréttamynd

Sögulegur árangur hjá Luke Donald

Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur komst ekki áfram

Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og lauk keppni í 42.-49. sæti.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods vann sinn sitt fyrsta mót í 749 daga

Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Chevron World Challege mótinu í golfi sem fór fram í Kaliforníu. Zach Johnson var með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn en Woods lék á þremur höggum undir pari í dag og tryggði sér langþráðan sigur.

Golf
Fréttamynd

Tiger missti forystuna en heldur í vonina

Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu.

Golf
Fréttamynd

Tiger í stuði og kominn með þriggja högga forskot

Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað.

Golf
Fréttamynd

Wozniacki er betri í golfi en McIlroy í tennis

Golfarinn Rory McIlroy og tenniskonan Caroline Wozniacki eru súperparið í íþróttaheiminum í dag enda bæði í fremstu röð í heiminum í sínum íþróttagreinum. McIlroy tjáði sig aðeins um samband þeirra í viðtali við Irish Times.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods í toppbaráttunni í Kaliforníu

Tiger Woods hefur byrjað vel á Chevron World Challenge boðsmótinu sem hann stendur fyrir og fer fram á Sherwood vellinum í Kaliforníu. Kóreumaðurinn KJ Choi er með forystu eftir fyrsta hring en Woods er í öðru sæti.

Golf
Fréttamynd

Tiger fær 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods nýtur enn vinsælda og til marks um það þá fær hann um 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks á HSBC meistaramótið sem fram fer í Abu Dhabi. Mótið, sem fram fer í lok janúar á næsta ári, er hluti af Evrópumótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Westwood tekur aftur þátt á PGA-mótaröðinni

Englendingurinn Lee Westwood ætlar að spila bæði á Evrópumótaröðinni sem og á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum á næsta golftímabili. Westwood var hættur að spila á PGA-mótaröðinni en honum finnst rétt að taka aftur þátt þar núna.

Golf
Fréttamynd

Keppnisdagskrá GSÍ 2012 | á hvaða völlum verður keppt?

Mótahald Golfsambands Íslands verður að venju viðamikið á næsta sumri en drög að keppnisdagskrá liggja nú fyrir. Íslandsmótið í höggleik fer fram á Strandavelli á Hellu en GHR fagnar 60 ára afmæli sínu á næsta ári. Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli en hér fyrir neðan má sjá keppnisdagskrá GSÍ eins og hún lítur út þessa stundina.

Golf
Fréttamynd

Golfið í stöðugri sókn á Íslandi | 2% fjölgun á árinu 2011

Kylfingum á Ísland sem eru skráðir í golfklúbb fjölgaði um 2% á síðasta ári en gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað á undanförnum áratug. Í ársskýrslu GSÍ kemur fram að kylfingum hefur fjölgað um tæplega 9 þúsund frá árinu 2000 en 16.054 kylfingar voru skráðir félagar í 64 golfklúbbum landsins árið 2011.

Golf
Fréttamynd

Úlfar Jónsson ráðinn landsliðsþjálfari í golfi

Úlfar Jónsson, PGA golfþjálfari og íþróttastjóri GKG, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í golfi. Ragnar Ólafsson mun gegna stöðu liðsstjóra karla og Steinunn Eggertsdóttir verður liðsstjóri kvenna. Þetta kom fram á Golfþingi 2011 og greint er frá á kylfingur.is.

Golf