Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Perez setti met

Bandaríkjamaðurinn Pat Perez setti glæsilegt met í PGA mótaröðinni í golfi í Bandaríkjunum í gær. Perez er tuttugu höggum undir pari eftir 36 holur á Bob Hope mótinu í Kaliforníu.

Golf
Fréttamynd

Ballesteros bjartsýnn

Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros er bjartsýnn á að ná heilsu eftir að hafa gengist undir fjórar aðgerðir vegna heilaæxlis seint á síðasta ári.

Golf
Fréttamynd

Johnson sigraði á Hawai

Zach Johnson frá Bandaríkjunum sigraði á PGA mótinu í golfi sem lauk á Honalulu á Hawai í nótt.

Golf
Fréttamynd

Ogilvy með örugga forystu

Ástralinn Geoff Ogilvy hefur 6 högga forystu fyrir lokahringinn á Mercedes mótinu í golfi á Kapalua á Hawai. Ogilvy sýndi meistaratakta í gær og fór völlinn á 8 höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur á höggi yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson lauk í morgun fyrsta hringnum á Joburg Open mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku. Birgir lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða höggi yfir pari. Hann er í kring um 70. sæti á mótinu, sem er hans fjórða mót eftir hálfsárs fjarveru vegna meiðsla.

Golf
Fréttamynd

Daly í hálfs árs bann

John Daly, skrautlegasti kylfingur heims, hefur verið dæmdur í sex mánaða keppnisbann af aganefnd PGA. Nefndin telur Daly hafa skaðað ímynd golfsins.

Golf
Fréttamynd

Singh sigraði á móti Tiger Woods

Óhætt er að segja að kylfingurinn Vijay Singh hafi enda árið með glæsibrag þegar hann sigraði á Tiger Woods boðsmótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gærkvöldi.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur komst áfram í Suður-Afríku

Birgir Leifur Hafþórsson komst naumlega í gegn um niðurskurðinn á opna meistaramótinu í Suður-Afríku í dag. Hann lék seinni hringinn í morgun á pari eða 72 höggum, en var á einu undir pari í gær á fyrsta hringnum.

Golf
Fréttamynd

Birgir á einu höggi undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á opna meistaramótinu í Suður-Afríku á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins. Hann er í kringum 55. sæti af 155 keppendum samkvæmt vefsíðunni kylfingur.is.

Golf
Fréttamynd

Harrington braut blað

Írinn Padraig Harrington hefur verið valinn kylfingur ársins á bandarísku PGA-mótaröðinni. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem hlýtur þennan heiður.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur keppir í Suður-Afríku

Birgir Leifur Haþórsson tryggði sér í morgun þátttökurétt á opna suður-afríska meistaramótinu í golfi er hann varð í 2.-6. sæti á úrtökumóti fyrir sjálft aðalmótið.

Golf
Fréttamynd

Lék fyrsta hringinn á pari

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið fyrsta hring sinn á Alfred Dunhill meistaramótinu á Leopard Creek vellinum í Suður-Afríku. Hann lék hringinn á 72 höggum eða pari vallar.

Golf
Fréttamynd

Harrington er kylfingur ársins í Evrópu

Írinn Padraig Harrington hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Evrópumótaröðinni annað árið í röð eftir að hann vann sigur á tveimur stórmótum á árinu.

Golf
Fréttamynd

Ballesteros laus af sjúkrahúsi

Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros losnaði í dag af sjúkrahúsi þar sem hann hefur meira og minna verið á gjörgæslu síðustu vikur eftir fjölda skurðaðgerða vegna heilaæxlis.

Golf
Fréttamynd

Ballesteros gekkst undir fjórðu aðgerðina

Seve Ballesteros er aftur kominn á gjörgæsludeild eftir að hafa gengist undir sína fjórðu stóru aðgerð vegna heilaæxlis. Þessi þekkti kylfingur hefur dvalið á sjúkrahúsi í Madríd síðan 14. október.

Golf
Fréttamynd

Óttast jarðsprengjur á golfvellinum

Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa er nú hundeltur af öryggisvörðum eftir að dagblaði barst sprengjuhótun fyrir Casio mótið í golfi sem fram fer í Japan.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur komst ekki áfram

Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á meistaramótinu í Ástralíu. Hann lék annan hringinn á mótinu á 73 höggum eða einu höggi yfir pari og var því samtals á fjórum höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur á tveimur yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG náði aðeins að ljúka við 15 holur á fyrsta hringnum á meistaramótinu í Ástralíu í nótt. Fresta þurfti keppni um nokkra tíma vegna þrumuveðurs og því náðu Birgir og nokkrir aðrir kylfingar ekki að klára hringinn.

Golf
Fréttamynd

Ballesteros af gjörgæslu

Seve Ballesteros hefur verið tekinn af gjörgæsludeild sjúkrahússins í Madríd þar sem hann hefur verið í meðhöndlun síðan 14. október vegna heilaæxlis.

Golf
Fréttamynd

Singh sigraði í Singapore

Indverjinn Jeev Milka Singh sló við þeim Padraig Harrington og Ernie Els þegar hann lék lokahringinn á opna Singaporemótinu á 69 höggum og tryggði sér sigur.

Golf
Fréttamynd

Ballesteros á hægum batavegi

Spænska golfgoðsögnin Seve Ballesteros er nú á hægum batavegi að sögn talsmanns sjúkrahússins sem hann dvelur á í Madrid.

Golf
Fréttamynd

Garcia í annað sæti heimslistans

Spánverjinn Sergio Garcia er kominn í annað sæti heimslistans í golfi. Garcia vann HSBC mótið í Shanghai í morgun þegar hann bar sigurorð af Englendingnum Oliver Wilsen í bráðabana.

Golf