Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Romero vann í New Orleans

Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Erfitt hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson átti ekki góðan lokahring á opna Andalúsíumótinu í golfi sem fram fór á Spáni um helgina. Birgir lék lokahringinn á fimm höggum yfir pari eða 77 höggum og lauk því keppni á níu yfir pari.

Golf
Fréttamynd

Birgir náði sér alls ekki á strik

Birgir Leifur Hafþórsson komst naumlega í gegn um niðurskurðinn á opna Andalúsíumótinu í golfi í gær, en honum gekk skelfilega á þriðja hringnum í dag. Birgir lék á fjórum höggum yfir pari í dag eftir að hafa verið á parinu fyrir keppni dagsins.

Golf
Fréttamynd

Birgir á pari í Andalúsíu

Birgir Leifur Hafþórsson á enn möguleika á að komast áfram á opna Andalúsíumótinu í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir lék á höggi undir pari í dag - 71 höggi - en var á höggi yfir pari í gær. Hann er því samtals á pari eftir tvær umferðir og sem stendur nægir það honum til að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods ætlar að hætta áður en neistinn fer

Stjörnugolfarinn Tiger Woods segist ætla að leggja kylfuna á hilluna áður en hann verður útbrunninn golfari. Tiger hefur aldrei verið í betra formi en nú og hafði unnið sjö mót í röð áður en hann hafnaði tveimur höggum á eftir Geoff Ogilvy um síðustu helgi.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur í 63.- 85. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag fyrsta hringinn á móti í Andalúsíu á Spáni. Hann lék hringinn á einu höggi yfir pari og er í 63.- 85. sæti á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur með um næstu helgi

Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal þátttakenda á golfmóti sem fram fer á Andalúsíu á Spáni um helgina. Birgir hætti keppni vegna hálsmeiðsla eftir aðeins tvær holur á móti í Portúgal um síðustu helgi.

Golf
Fréttamynd

Lokahringurinn í beinni

Stöð 2 Sport mun hefja beina útsendingu frá CA-mótinu í heimsmótaröðinni í golfi klukkan 12.30 þar sem frestaður lokahringur mótsins verður í beinni útsendingu.

Golf
Fréttamynd

Woods fimm höggum á eftir

Tiger Woods gæti vel tapað sínu fyrsta móti á þessu ári en hann er fimm höggum á eftir Ástralanum Geoff Ogilvy á CA-mótinu sem er hluti af heimsmótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Keppni hafin á Flórída

Keppni á þriðja keppnisdegi CA-mótinu í heimsmótaröðinni í golfi er hafin en sýnt verður beint frá keppninni klukkan 19.00 á Stöð 2 Sporti.

Golf
Fréttamynd

Tiger langefstur á heimslistanum

Nýr heimslisti í golfi var kynntur í morgun. Eins og áður er Tiger Woods með örugga forystu á listanum en hann jók forskot sitt með því að vinna Arnold Palmer-mótið um helgina.

Golf
Fréttamynd

Woods hrökk í gang

Snillingurinn Tiger Woods hrökk heldur betur í gang á öðrum hringnum á Arnold Palmer mótinu í golfi í gærkvöld. Hann lék hringinn á fjórum höggum undir pari og er nú kominn í efsta sætið ásamt fjórum öðrum kylfingum.

Golf
Fréttamynd

Atwal vann í Kuala Lumpur

Indverjinn Arjen Atwal er sigurveri á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Keppni frestað á Flórída

Jeff Maggert er með þriggja högga forystu á PODS-meistaramótinu í golfi á Flórída í Bandaríkjunum en keppni var frestað í nótt vegna regns.

Golf
Fréttamynd

Svíinn Hedblom með forystu í Malasíu

Forystumennirnir þrír fóru illa að ráði sínu þegar að þriðji keppnisdagur hófst á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Dougherty náði að halda jöfnu

Nick Dougherty náði að halda jöfnu við heimamanninn Danny Chia eftir að keppni hófst aftur á öðrum keppnisdegi Malasíu meistaramótsins í golfi.

Golf
Fréttamynd

Heimamaður fremstur í Malasíu

Heimamaðurinn Danny Chia er með forystu á meistaramóti Malasíu í golfi ásamt Englendingnum Nick Dougherty en hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs.

Golf
Fréttamynd

Ernie Els í þriðja sæti heimslistans

Ernie Els frá Suður-Afríku komst upp í þriðja sætið á nýjum heimslista í golfi sem birtur var í dag. Els bar sigur úr býtum á Honda Classic mótinu í Florida og komst þar með uppfyrir Steve Stricker á listanum.

Golf
Fréttamynd

Brown sigraði á Johnnie Walker

Nýsjálendingurinn Mark Brown tryggði sér sigur á Johnnie Walker mótinu á Indlandi með glæsilegum endaspretti. Hann fékk fugl á þremur síðustu holunum á lokahringnum og lauk keppni á 18 höggum undir pari.

Golf