Tiger Woods varði titil sinn Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur tryggt sér sigur á opna breska meistaramótinu í golfi, annað árið í röð. Woods lék af fádæma öryggi í dag og tryggði sér sigur með því að leika lokahringinn á 67 höggum og endaði á 18 höggum undir pari. Chris DiMarco lék á 68 höggum í dag og lauk keppni tveimur höggum á eftir Woods, sem grét fögrum tárum þegar sigurinn var í höfn. Golf 23. júlí 2006 17:28
Slæmur endasprettur hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari. Golf 23. júlí 2006 16:52
Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els. Golf 22. júlí 2006 17:42
Faldo Series til Íslands Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur. Golf 22. júlí 2006 14:07
Birgir Leifur frábær í dag Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna. Golf 22. júlí 2006 13:49
Woods í stuði Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco. Golf 21. júlí 2006 14:29
McDowell í forystu Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir. Golf 20. júlí 2006 22:01
Birgir Leifur hafnaði í 14. sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 14. sæti á áskorendamótinu í golfi sem fram fór í Skotlandi um helgina. Birgir lék lokahringinn í dag á 71 höggi, eða pari og lauk því keppni á þremur höggum undir pari á mótinu. Sport 9. júlí 2006 16:21
Birgir Leifur á þremur undir pari í Skotlandi Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila ágætlega á áskorendamótinu í Skotlandi og lauk þriðja keppnisdeginum á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Birgir er því samtals á þremur höggum undir pari fyrir lokadaginn og er nokkuð ofarlega á töflunni. Efsti maður mótsins eins og staðan er nú er á 12 höggum undir pari. Sport 8. júlí 2006 16:09
Birgir Leifur á pari í Skotlandi Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði ágætlega á Áskorendamótaröðinni í Skotlandi í dag þegar hann lauk fyrsta hringnum á 71 höggi, sem er par vallarins. Sport 6. júlí 2006 19:20
Heiðar í 20.-25. sæti Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, lauk í gær keppni á móti í Brönderslev í Danmörku í 20.-25. sæti en mótið er liður í dönsku keppnismótaröðinni. Davíð Heiðar spilaði þriðja og síðasta hringinn á þremur höggum yfir pari og samtals á átta höggum yfir parinu. Hann átti frábæran fyrsta hring á mótinu er hann spilaði á einu höggi undir pari en náði ekki að leika það eftir. Sport 28. júní 2006 09:30
Heiðar Davíð í 18. sæti í Danmörku Heiðar Davíð Bragason úr Kili varð í 18.-20. sæti á opna golfmótinu í Herning í Danmörku sem lauk í dag. Heiðar lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Sport 22. júní 2006 20:37
Skelfileg byrjun hjá Ólöfu Maríu Ólöf María Jónsdóttir náði sér engan veginn á strik á fyrsta keppnisdeginum á Estorial-mótinu í golfi sem fram fer í Portúgal. Ólöf á litla möguleika á að komast í gegn um niðurskurð á mótinu á morgun eftir að hafa lokið keppni á 13 höggum yfir pari í dag. Sport 22. júní 2006 19:44
Birgir Leifur byrjar vel í Sviss Birgir Leifur Hafþórsson byrjar ágætlega á Credid Suisse-mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Birgir lauk fyrsta hringnum á 72 höggum eða einu höggi undir pari. Efsti maður er á níu höggum undir pari. Sport 22. júní 2006 18:46
Tiger Woods í miklum vandræðum Nú er útlit fyrir að Tiger Woods lendi í því í fyrsta skipti á ferlinum að komast ekki í gegn um niðurskurð á stórmóti í golfi. Woods er nýkominn til keppni á ný eftir frí vegna dauða föður hans og virkar mjög ryðgaður. Woods hefur spilað fyrstu tvo hringina á 76 höggum og er á 12 höggum yfir pari Winged Foot-vallarins. Sport 16. júní 2006 17:25
Ólöf úr leik á BMW-mótinu Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er úr leik á BMW-mótinu á Ítalíu, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék skelfilega í dag og lauk keppni á 11 höggum yfir pari vallar - 83 höggum. Í gær lék hún á þremur höggum yfir pari og lýkur því keppni á 14 yfir pari og var fjarri því að komast í geng um niðurskurðinn á mótinu. Sport 15. júní 2006 20:34
Ólöf á þremur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir úr golfklúbbnum Keili lauk fyrsta keppnisdeginum á BMW-mótinu á Ítalíu á þremur höggum yfir pari, eða 75 höggum í dag. Ólöf er nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu. Sport 14. júní 2006 16:56
Heiðar á fimm höggum yfir pari Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Telia-mótsins í golfi í dag, en mótið er liður í sænsku mótaröðinni. Heiðar lék hringinn á 77 höggum, eða 5 höggum yfir pari. Sport 8. júní 2006 18:19
Tiger Woods farinn að æfa Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er farinn að æfa fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fer á Winged Foot vellinum í næsta mánuði, en Woods hefur haldið sig til hlés undanfarið eftir lát föður hans. Woods æfði sveifluna á vellinum um helgina og verður væntanlega klár í slaginn á mótinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð. Sport 30. maí 2006 17:00
Birgir Leifur í vandræðum í dag Birgir Leifur Hafþórsson náði sér alls ekki á strik á þriðja degi áskorendamótsins í Marokkó í dag. Birgir lék á fimm höggum yfir pari í dag og er því á fjórum höggum yfir pari samanlagt á mótinu. Sport 27. maí 2006 17:30
Ólöf úr leik í Frakklandi Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á franska meistaramótinu í golfi eftir að hún leik annan hringinn í dag á 8 höggum yfir pari. Hún var því samtals á 11 höggum yfir pari á mótinu og komst ekki í gegn um niðurskurðinn. Sport 26. maí 2006 19:16
Heiðar Davíð náði fjórða sætinu Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hafnaði í fjórða til sjötta sæti á Kinnaborg-mótinu í golfi sem lauk í Svíþjóð í dag. Heiðar lék lokadaginn á tveimur höggum yfir pari og lauk því keppni á einu höggi undir pari. Sport 26. maí 2006 19:11
Fín byrjun hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson var í stuði á fyrsta keppnisdegi opna áskorendamótsins í Marokkó í Afríku í dag og lauk hann fyrsta hringnum á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er því á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn. Sport 25. maí 2006 17:15
Heiðar Davíð í góðum málum Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hélt áfram að leika vel á öðrum degi Kinnaborgmótsins í Svíðþjóð í dag og lauk hann keppni á tveimur höggum undir pari og er því samtals á þremur höggum undir pari. Heiðar var í efsta sæti mótsins þegar hann lauk keppni í dag. Sport 25. maí 2006 17:12
Nýr golfvöllur tekinn í notkun Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók í dag formlega í notkun nýjan golfvöll í Leirdal sem er 9 holu viðbót við golfvöll klúbbsins við Vífilsstaði. Bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar afhentu Golfklúbbi GKG völlinn til afnota og undirrituðu í leiðinni viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við golfklúbbinn. Sport 21. maí 2006 14:30
Birgir Leifur á pari í Belgíu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika samtals á pari á áskorendamótinu í Belgíu eftir að hann lauk keppni í dag á einu höggi undir pari í dag, 71 höggi og er kominn í gegn um niðurskurðin á mótinu. Birgir kláraði á 73 höggum í gær eða einu höggi yfir pari. Sport 19. maí 2006 18:03
Ólöf náði sér ekki á strik Ólöf María Jónsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum degi opna svissneska meistaramótsins í golfi í dag, en eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í gær, lauk hún keppni á sjö höggum yfir pari í dag. Ólöf komst fyrir vikið ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Sport 19. maí 2006 18:00
Heiðar Davíð í vandræðum Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik, náði sér alls ekki á strik á öðrum keppnisdeginum í sænsku mótaröðinni í golfi í dag. Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari í gær, spilaði hann annan hringinn á 75 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari. Sport 18. maí 2006 15:13
Birgir á höggi yfir pari í Belgíu Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari eða 73 höggum á áskorendamóti sem haldið er í Belgíu. Birgir Leifur byrjaði frekar illa og átti erfitt uppdráttar á fyrstu holunum, en náði að rétta hlut sinn á lokasprettinum. Sport 18. maí 2006 15:09
Góð byrjun hjá Ólöfu Ólöf María Jónsdóttir byrjar mjög vel á Deutsche Bank mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum undir pari á fyrsta keppnisdeginum eða 70 höggum. Hún á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun ef hún heldur uppteknum hætti. Sport 18. maí 2006 15:04