Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Tiger Woods varði titil sinn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur tryggt sér sigur á opna breska meistaramótinu í golfi, annað árið í röð. Woods lék af fádæma öryggi í dag og tryggði sér sigur með því að leika lokahringinn á 67 höggum og endaði á 18 höggum undir pari. Chris DiMarco lék á 68 höggum í dag og lauk keppni tveimur höggum á eftir Woods, sem grét fögrum tárum þegar sigurinn var í höfn.

Golf
Fréttamynd

Slæmur endasprettur hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els.

Golf
Fréttamynd

Faldo Series til Íslands

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur frábær í dag

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna.

Golf
Fréttamynd

Woods í stuði

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco.

Golf
Fréttamynd

McDowell í forystu

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur hafnaði í 14. sæti

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 14. sæti á áskorendamótinu í golfi sem fram fór í Skotlandi um helgina. Birgir lék lokahringinn í dag á 71 höggi, eða pari og lauk því keppni á þremur höggum undir pari á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á þremur undir pari í Skotlandi

Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila ágætlega á áskorendamótinu í Skotlandi og lauk þriðja keppnisdeginum á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Birgir er því samtals á þremur höggum undir pari fyrir lokadaginn og er nokkuð ofarlega á töflunni. Efsti maður mótsins eins og staðan er nú er á 12 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari í Skotlandi

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði ágætlega á Áskorendamótaröðinni í Skotlandi í dag þegar hann lauk fyrsta hringnum á 71 höggi, sem er par vallarins.

Sport
Fréttamynd

Heiðar í 20.-25. sæti

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, lauk í gær keppni á móti í Brönderslev í Danmörku í 20.-25. sæti en mótið er liður í dönsku keppnismótaröðinni. Davíð Heiðar spilaði þriðja og síðasta hringinn á þremur höggum yfir pari og samtals á átta höggum yfir parinu. Hann átti frábæran fyrsta hring á mótinu er hann spilaði á einu höggi undir pari en náði ekki að leika það eftir.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í 18. sæti í Danmörku

Heiðar Davíð Bragason úr Kili varð í 18.-20. sæti á opna golfmótinu í Herning í Danmörku sem lauk í dag. Heiðar lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Skelfileg byrjun hjá Ólöfu Maríu

Ólöf María Jónsdóttir náði sér engan veginn á strik á fyrsta keppnisdeginum á Estorial-mótinu í golfi sem fram fer í Portúgal. Ólöf á litla möguleika á að komast í gegn um niðurskurð á mótinu á morgun eftir að hafa lokið keppni á 13 höggum yfir pari í dag.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur byrjar vel í Sviss

Birgir Leifur Hafþórsson byrjar ágætlega á Credid Suisse-mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Birgir lauk fyrsta hringnum á 72 höggum eða einu höggi undir pari. Efsti maður er á níu höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods í miklum vandræðum

Nú er útlit fyrir að Tiger Woods lendi í því í fyrsta skipti á ferlinum að komast ekki í gegn um niðurskurð á stórmóti í golfi. Woods er nýkominn til keppni á ný eftir frí vegna dauða föður hans og virkar mjög ryðgaður. Woods hefur spilað fyrstu tvo hringina á 76 höggum og er á 12 höggum yfir pari Winged Foot-vallarins.

Sport
Fréttamynd

Ólöf úr leik á BMW-mótinu

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er úr leik á BMW-mótinu á Ítalíu, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék skelfilega í dag og lauk keppni á 11 höggum yfir pari vallar - 83 höggum. Í gær lék hún á þremur höggum yfir pari og lýkur því keppni á 14 yfir pari og var fjarri því að komast í geng um niðurskurðinn á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf á þremur yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir úr golfklúbbnum Keili lauk fyrsta keppnisdeginum á BMW-mótinu á Ítalíu á þremur höggum yfir pari, eða 75 höggum í dag. Ólöf er nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Heiðar á fimm höggum yfir pari

Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Telia-mótsins í golfi í dag, en mótið er liður í sænsku mótaröðinni. Heiðar lék hringinn á 77 höggum, eða 5 höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods farinn að æfa

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er farinn að æfa fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fer á Winged Foot vellinum í næsta mánuði, en Woods hefur haldið sig til hlés undanfarið eftir lát föður hans. Woods æfði sveifluna á vellinum um helgina og verður væntanlega klár í slaginn á mótinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í vandræðum í dag

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér alls ekki á strik á þriðja degi áskorendamótsins í Marokkó í dag. Birgir lék á fimm höggum yfir pari í dag og er því á fjórum höggum yfir pari samanlagt á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf úr leik í Frakklandi

Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á franska meistaramótinu í golfi eftir að hún leik annan hringinn í dag á 8 höggum yfir pari. Hún var því samtals á 11 höggum yfir pari á mótinu og komst ekki í gegn um niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð náði fjórða sætinu

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hafnaði í fjórða til sjötta sæti á Kinnaborg-mótinu í golfi sem lauk í Svíþjóð í dag. Heiðar lék lokadaginn á tveimur höggum yfir pari og lauk því keppni á einu höggi undir pari.

Sport
Fréttamynd

Fín byrjun hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson var í stuði á fyrsta keppnisdegi opna áskorendamótsins í Marokkó í Afríku í dag og lauk hann fyrsta hringnum á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er því á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í góðum málum

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hélt áfram að leika vel á öðrum degi Kinnaborgmótsins í Svíðþjóð í dag og lauk hann keppni á tveimur höggum undir pari og er því samtals á þremur höggum undir pari. Heiðar var í efsta sæti mótsins þegar hann lauk keppni í dag.

Sport
Fréttamynd

Nýr golfvöllur tekinn í notkun

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók í dag formlega í notkun nýjan golfvöll í Leirdal sem er 9 holu viðbót við golfvöll klúbbsins við Vífilsstaði. Bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar afhentu Golfklúbbi GKG völlinn til afnota og undirrituðu í leiðinni viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við golfklúbbinn.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika samtals á pari á áskorendamótinu í Belgíu eftir að hann lauk keppni í dag á einu höggi undir pari í dag, 71 höggi og er kominn í gegn um niðurskurðin á mótinu. Birgir kláraði á 73 höggum í gær eða einu höggi yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Ólöf náði sér ekki á strik

Ólöf María Jónsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum degi opna svissneska meistaramótsins í golfi í dag, en eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í gær, lauk hún keppni á sjö höggum yfir pari í dag. Ólöf komst fyrir vikið ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í vandræðum

Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik, náði sér alls ekki á strik á öðrum keppnisdeginum í sænsku mótaröðinni í golfi í dag. Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari í gær, spilaði hann annan hringinn á 75 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir á höggi yfir pari í Belgíu

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari eða 73 höggum á áskorendamóti sem haldið er í Belgíu. Birgir Leifur byrjaði frekar illa og átti erfitt uppdráttar á fyrstu holunum, en náði að rétta hlut sinn á lokasprettinum.

Sport
Fréttamynd

Góð byrjun hjá Ólöfu

Ólöf María Jónsdóttir byrjar mjög vel á Deutsche Bank mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum undir pari á fyrsta keppnisdeginum eða 70 höggum. Hún á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun ef hún heldur uppteknum hætti.

Sport