Ólöf María hafnaði í 36. sæti Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir hafnaði í 36.-44. sæti á Opna Spánarmótinu í golfi sem fram fór í Castellon um helgina. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum yfir pari eftir að hafa leikið á 3 höggum yfir pari á lokadeginum. Sport 14. maí 2006 20:57
Ólöf aftur á pari Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lauk þriðja hringnum á opna Spánarmótinu á pari í dag og er því samtals á einu höggi undir pari. Ólöf er því í 18.-22 sæti keppenda á mótinu. Sport 13. maí 2006 16:45
Ólöf lék vel í dag Ólöf María Jónsdóttir lauk keppni á öðrum deginum á Spánarmótinu í golfi á höggi undir pari í dag og á því mjög góða möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Ólöf lék á pari í gær og er í hópi efstu manna á mótinu enn sem komið er. Sport 12. maí 2006 17:30
Ólöf María á pari Ólöf María Jónsdóttir lék fyrsta keppnisdaginn á pari á móti á Panoramica-vellinum á Spáni í dag, en mótið er liður í evrópsku mótaröðinni. Ólöf lék á 72 höggum og er því greinilega að ná sér betur á strik en á fyrsta mótinu í Tenerife um daginn, þar sem hún komst ekki í gegn um niðurskurðinn. Sport 11. maí 2006 14:20
Bo van Pelt með forystu Bandaríkjamaðurinn, Bo van Pelt, hefur forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður Karolínu. Hann hefur þriggja högga forystu á landa sinn, Jim Furyk. Það var leiðindaveður á Quail Hollow-vellinum í gær og 74 kylfingar náðu ekki að ljúka hringnum. Sport 6. maí 2006 16:32
Fjórir kylfingar efstir og jafnir Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta hring á Wachovia-mótinu í golfi. Þetta eru Suður-Afríkumennirnir Trevor Immelman og Rory Sabbatini og Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Bill Haas. Allir fóru hringinn á 68 höggum, eða fjórum undir pari. Sport 5. maí 2006 10:00
Faðir Tiger Woods látinn Faðir bandaríska kylfingsins Tiger Woods lést úr krabbameini í morgun, en hann hefur barist við sjúkdóminn í átta ár og hafði verið þungt haldinn síðustu mánuði. Woods hefur undanfarið lítið geta einbeitt sér að því að spila golf og tók sér frí á dögunum til að verja tíma með veikum föður sínum, sem hann kallaði læriföður sinn og góða fyrirmynd í stuttri yfirlýsingu í dag. Sport 3. maí 2006 19:41
Tapaði yfir 400 milljónum í spilum Bandaríski kylfingurinn John Daly segir í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi tapað yfir 400 milljónum íslenskra króna í fjárhættuspilum á síðustu 12 árum. Daly hefur átt í miklum vandræðum í einkalífinu og hefur meðal annars barist við alkóhólisma. Daly segist í bókinni óttast að spilafíkn hans muni koma honum í gröfina ef hann nái ekki að halda aftur af henni. Sport 2. maí 2006 17:30
Birgir Leifur úr leik á Ítalíu Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á áskorendamótinu í Tessati á Ítalíu eftir að hann lék annan hringinn á mótinu á tveimur höggum yfir pari líkt og í gær. Hann komst því ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu, en keppir aftur á Ítalíu eftir tvær vikur. Sport 28. apríl 2006 16:59
Ólöf María úr leik á Tenerife Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á áskorendamótinu sem fram fer á Tenerife á Kanaríeyjum eftir að hún lék á níu höggum yfir pari á öðrum deginum á mótinu í dag og var því alls á sextán höggum yfir pari. Það er því ljóst að Ólöf kemst ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Sport 28. apríl 2006 15:30
Ólöf María í vandræðum Atvinnukylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum á Tenerife á Kanaríeyjum í dag þegar hún lauk keppni á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni í golfi. Ólöf lék þokkalega á fyrstu níu holunum en náði sér alls ekki á strik á þeim síðari. Sport 27. apríl 2006 20:30
Birgir Leifur á einu yfir pari Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á áskorendamótinu í Tessali á Ítalíu á einu höggi yfir pari eða 72 höggum í dag. Birgir á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun. Sport 27. apríl 2006 18:45
Tiger Woods ætlar að taka sér frí Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, ætlar að taka sér frí frá golfíþróttinni um óákveðinn tíma til að vera veikum föður sínum innan handar í baráttunni við krabbamein. Woods hefur ekki gefið upp hvenær hann snýr aftur, en segist þó vonast til að geta verið með á US Open í júní. Woods er nú staddur á Nýja-Sjálandi þar sem hann var viðstaddur brúðkaup kylfusveins síns. Sport 20. apríl 2006 17:15
Tiger Woods er heimskur Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Sport 12. apríl 2006 07:10
Púttin klikkuðu hjá mér Bandaríski kylfingnum Tiger Woods þótti ansi blóðugt að það hefðu verið sérgrein hans púttin sem hefðu orðið honum að falli á nýafstöðnu Masters-mótinu í Bandaríkjunum. Það var landi hans Phil Mickelson sem sigraði á mótinu og klæddist græna jakkanum sem hann einmitt afhenti Woods eftir mótið í fyrra. Sport 10. apríl 2006 12:45
Phil Mickelson sigraði Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson vann í gær sinn annan sigur á þremur árum á Masters-mótinu í golfi sem fram fór á Augusta-vellinum. Mickelson lék lokahringinn á 69 höggum og endaði á 7 höggum undir pari - tveimur höggum á undan Suður-Afríkumanninum Tim Clark. Sport 10. apríl 2006 08:28
Mickelson í forystu Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu á Masters mótinu í golfi þegar einn hringur er eftir sem spilaður verður á morgun. Michelson er á fjórum höggum undir pari, en hann átti erfitt uppdráttar á síðasta hring eins og fleiri. Chad Campbell og Fred Couples eru jafnir í öðru sæti á mótinu á þremur höggum undir pari. Sport 9. apríl 2006 18:08
Keppni frestað vegna veðurs Keppni á Masters-mótinu í golfi hefur nú verið frestað um ófyrirséðan tíma vegna hættu á þrumuveðri. Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell hefur þriggja högga forystu á næsta mann og er á sex höggum undir pari þegar keppni var hætt. Sport 8. apríl 2006 17:29
Singh í forystu Fiji-búinn Vijay Singh hefur forystu á Masters-mótinu í golfi þegar fyrstu umferðinni er að verða lokið. Singh er á fimm höggum undir pari eða 67 höggum, en Bandaríkjamaðurinn Rocco Mediate kemur þar skammt á eftir á 68 höggum. Tiger Woods hefur verið nokkuð óstöðugur á fyrsta hringnum og er að leika á 72 höggum. Sýnt verður beint frá mótinu á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Sport 6. apríl 2006 20:24
Óvæntur sigur Stephen Ames Kanadamaðurinn Stephen Ames sigraði örugglega á Players meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld á TPC Sawgrass vellinum en mótið var í beinni útsendingu á Sýn. Ames lék hringina fjóra á fjórtán höggum undir pari og lokahringinn lék hann á 5 höggum undir pari, 67 höggum samtals. Sport 26. mars 2006 23:44
Gæti misst af Masters-mótinu Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, gæti misst af Masters-mótinu í golfi í næsta mánuði vegna veikinda föður hans sem berst við krabbamein. Woods var ekki með á æfingum fyrir Players-mótinu sem nú stendur yfir til að vera með föður sínum og útilokar ekki að draga sig í hlé á næstunni til að vera með veikum föður sínum. Sport 24. mars 2006 20:15
Furyk og Love III í forystu Amerísku kylfingarnir Jim Furyk og Davis Love III eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn í Players-meistaramótinu í golfi sem nú er hafið í Flórída í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir á 7 höggum undir pari. Tiger Woods er ekki að ná sér á strik og er á tveimur höggum yfir pari. Sýnt verður frá mótinu á Sýn um helgina. Sport 23. mars 2006 20:46
Tiger Woods æfði ekki í dag Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var ekki viðstaddur æfingar eða blaðamannafundi fyrir Players-mótið í golfi sem fram fer í Flórida í Bandaríkjunum um helgina og hafa margir leitt líkum að því að kappinn verði ekki með á mótinu. Umboðsmaður hans þrætir þó fyrir þær fréttir og segir Woods hafa dregið sig í hlé í dag af persónulegum ástæðum. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22. mars 2006 19:37
Ástrali kominn með 4 högga forystu Ástralinn Rod Pampling er með fjögurra högga forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandaríksku mótaröðinni þegar átján holur eru eftir. Frábærar aðstæður voru á Bay Hill vellinum í gær en mótið er eitt það sterkasta á bandarísku mótaröðinni. Sport 19. mars 2006 13:45
Glover efstur, 7 höggum á undan Tiger Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover er með eins höggs forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi eftir tvo keppnisdaga. Bay Hill mótið er eitt það sterkasta í bandarísku mótaröðinni. Völlurinn er mjög erfiður og níu vatnstorfærur eru á holunum átján. Sport 18. mars 2006 15:53
Woods finnur sig vel á heimavellinum Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á hinu árlega Bay Hill Invitational móti í golfi sem fram fer um helgina. Woods hefur þegar unnið sigur á þremur mótum það sem af er þessu ári og hefur alls fjórum sinnum unnið sigur á Bay Hill mótinu. Það er líka skiljanlegt að Woods finni sig vel á vellinum, því hann býr aðeins í tíu mínútna fjarlægð frá mótsstaðnum. Sport 15. mars 2006 19:45
Luke Donald á topp tíu Breski kylfingurinn Luke Donald komst í dag í fyrsta skipti inn lista tíu efstu kylfinga heims í golfi eftir að hann sigraði á Honda-Classic mótinu í Flórida um helgina. "Það er frábært að vera kominn inn á topp tíu, en ég set stefnuna hærra og nú er bara að fara að vinna stórmót," sagði kappinn. Tiger Woods er sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans. Sport 13. mars 2006 17:30
Woods varði titil sinn Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, vann nauman sigur á Ford-meistaramótinu í Flórída í nótt og varð með því aðeins annar kylfingurinn í sögu mótsins til að vinna það tvö ár í röð. Woods lauk keppni á 20 undir pari og slapp með skrekkinn á síðustu holunum eftir að hafa klúðrað öruggri forystu. Sport 6. mars 2006 16:35
Tiger með 2 högga forystu fyrir lokahringinn Tiger Woods hefur tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Ford mótinu í golfi á Doral-vellinum á Miami í Flórída. Sýnt verður beint frá keppninni á Sýn í kvöld. Fjórir kylfingar voru jafnir fyrir keppni gærdagsins, Tiger Woods, Phil Mickelson, Scott Verplank og Camilo Villegas. Tiger Woods lék best þeirra í gær, lék á 4 undir pari og er samtals á 17 undir pari. Sport 5. mars 2006 14:34
Fjórir kylfingar efstir og jafnir fyrir lokadaginn Þegar keppni á Fordmótinu í golfi í Miami í Flórída er hálfnuð eru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sætinu. Tiger Woods hafði forystu eftir fyrsta daginn, lék Doral-völlinn á 64 höggum eða 8 undir pari. Tiger lék í gær á 67 höggum og er samtals á 13 undir pari. Phil Mickelson var höggi á eftir þegar kylfingarnir hófu leik í gær. Mickelson lék betur en Tiger í gær, lék á 6 undir pari og er samtals á 13 undir pari. Sport 4. mars 2006 13:55