Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Unnur ekki meira með á leik­tíðinni

Unnur Ómarsdóttir, hornamaður KA/Þórs og íslenska landsliðsins í handbolta, mun ekki leika meira með félagsliði sínu á yfirstandandi leiktíð í Olís-deild kvenna. Ástæðan er einföld, Unnur gengur með barn undir belti.

Handbolti
Fréttamynd

Ragnar fékk að hætta hjá Haukum

Ragnar Hermannsson hefur látið gott heita sem þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Haukum. Hann óskaði sjálfur eftir því að hætta, af persónulegum ástæðum.

Handbolti
Fréttamynd

Hópferð á leik Vals í Göppingen – „gætu verið að skrifa söguna“

„Þetta er stórt móment, ekki bara fyrir Valsmenn heldur íslenskan handbolta. Þetta eru stjörnur framtíðarinnar, okkar næstu landsliðsmenn sem spila og eiga virkilega möguleika á að komast áfram,“ segir Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport um leik Vals við Göppingen í 16 liða úrslitum í Evrópudeild handbolta.

Samstarf
Fréttamynd

Seinni bylgjan: Hver er þetta?

„Ég ætla að setja ykkur í smá þraut. Þið fáið að sjá myndir og þið eigið bara að giska, þetta er einfalt, hver er þetta,“ sagði Stefán Árni Pálsson þegar hann kynnti nýjan lið í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Hvort liðurinn sé kominn til að vera er annað mál.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og Sig­valdi einu stigi frá deildar­meistara­titlinum

Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var torsóttur sigur“

Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum.

Handbolti