Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Hildur Guðna orðuð við Óskars­verð­laun

Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina.

Lífið
Fréttamynd

Birti mynd af sér með fyrrverandi

Súpermódelið Irina Shayk birti mynd af sér með leikaranum Bradley Cooper en hann er fyrrverandi kærasti hennar og barnsfaðir. Fyrrum parið virðist vera að hafa það notalegt í sólinni og skrifaði hún ekkert undir myndirnar en lét lyndistáknið rautt hjarta fylgja með. 

Lífið
Fréttamynd

Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi

Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Ar­ca­de Fire sakaður um kyn­ferðis­brot

Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum

Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify.

Tónlist
Fréttamynd

Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí

Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá.

Erlent
Fréttamynd

Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify

Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. 

Lífið
Fréttamynd

Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni

Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen.

Lífið
Fréttamynd

Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna

Her­togaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril.

Lífið
Fréttamynd

Sarah Hyland og Wells Adams gátu loksins gift sig

Leikkonan Sarah Hyland og Wells Adams, uppáhalds barþjónn Bachelor Nation eru loksins gift eftir að hafa þurft að fresta brúðkaupinu sínu í tvö ár. Modern Family fjölskyldan hennar Söruh var á svæðinu ásamt fjölskyldu og vinum parsins.

Lífið
Fréttamynd

Jonah Hill setur geðheilsuna í fyrsta sæti

Leikarinn Jonah Hill segist ekki ætla að taka þátt í kynningarherferðum sem tengjast þeim kvikmyndum sem hann kemur að í náinni framtíð. Þetta gerir hann til þess að forðast kvíðann og kvíðaköstin sem hafa fylgt slíkum störfum hjá honum í gegnum árin. 

Lífið
Fréttamynd

Hætt í Selling Sunset

Fasteignasalinn og raunveruleikastjarnan Christine Quinn hefur verið afar umdeild í þáttunum Selling Sunset á Netflix þar sem hún hefur tekið þátt í fimm seríum. Nú er ljóst að hún mun ekki snúa aftur í þættina. 

Lífið
Fréttamynd

Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm.

Erlent
Fréttamynd

Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman

Hollywood stjörnurnar Florence Pugh og Zach Braff eru hætt saman eftir þriggja ára samaband. Þó að fréttir af sambandsslitunum séu nýlega farnar á kreik hættu þau saman fyrir þó nokkru síðan á tóku ákvörðun um að halda því leyndu þar til nú því: „Við höfum ekki skráð okkur í raunveruleikasjónvarpsþátt.“

Lífið