Einn handritshöfunda Big Mouth látinn Grínistinn og leikarinn Jak Knight er látinn. Knight er þekktastur fyrir að hafa verið einn af handritshöfundum teiknimyndaþáttanna Big Mouth sem eru afar vinsælir á Netflix. Lífið 16. júlí 2022 22:47
Kodak Black enn og aftur handtekinn Bill Kahan Kapri, betur þekktur sem Kodak Black, var handtekinn í gær í Flórída-ríki. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi 25 ára rappari er handtekinn og í annað sinn á þessu ári. Lífið 16. júlí 2022 19:43
Ricky Martin sakaður um sifjaspell og heimilisofbeldi Ungur frændi söngvarans Ricky Martin hefur kært hann fyrir heimilisofbeldi. Hann segist hafa átt í sjö mánaða ástarsambandi með söngvaranum Lífið 16. júlí 2022 14:25
Ben Stiller í Flatey með Ólafi Darra Stórleikarinn Ben Stiller virðist vera staddur á landinu og samkvæmt Eiríki Jónssyni sást hann í Flatey á Breiðarfirði með vini sínum og samstarfsfélaga Ólafi Darra leikara. Lífið 14. júlí 2022 11:14
Annað barn á leiðinni hjá Kardashian og Thompson Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian á von á öðru barni með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Samkvæmt erlendum miðlum var barnið getið í nóvember á síðasta ári en staðgöngumóðir gengur með það. Lífið 14. júlí 2022 08:52
Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Stjórnendur Netflix hafa ákveðið að fá Microsoft til liðs við sig við að hanna áskriftarleið þar sem áskrifendur horfa á auglýsingar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Netflix býður upp á slíka áskrift. Bíó og sjónvarp 13. júlí 2022 21:19
Kevin Bacon rifjar upp fótafimi í Footloose-áskorun á TikTok Stórleikarinn Kevin Bacon kom fylgjendum sínum skemmtilega á óvart þegar hann tók þátt í Footloose dans-áskorun á TikTok á dögunum ásamt eiginkonu sinni leikkonunni Kyru Sedgwick. Lífið 12. júlí 2022 13:40
Kastar öllu frá sér þegar Kim býður honum með sér í sturtu Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna The Kardashians er væntaleg á Hulu í lok september en í þáttunum er fylgst með lífi og leik fjölskyldumeðlima hinnar ofurfrægu Kardashian fjölskyldu sem fólk virðist bara ekki fá nóg af. Lífið 12. júlí 2022 12:19
Lea Michele mun leika Fanny Brice Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi. Lífið 12. júlí 2022 11:20
Höfundur James Bond-stefsins er látinn Monty Norman, höfundur James Bond-stefsins, er látinn 94 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skömm veikindi samkvæmt tilkynningu á vefsíðu hans. Lífið 11. júlí 2022 17:49
Hollywood fréttir: Þórshamar neglir áhorfendur í sæti Nýjasta ofurhetjumynd Marvel, Thor: Love and Thunder, tók inn 69.5 milljónir dollara sl. föstudag, til viðbótar við þær 29.6 milljónir sem hún halaði inn í gegnum forsýningar fimmtudagskvöldsins. Bíó og sjónvarp 10. júlí 2022 15:32
Beyoncé mætt á íslenska listann Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra. Tónlist 9. júlí 2022 18:01
Tony Sirico er látinn Bandaríski leikarinn Tony Sirico er látinn. Sirico var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Paul „Paulie Walnuts“ Gualtieri í þáttunum The Sopranos. Sirico var 79 ára gamall er hann lést. Lífið 9. júlí 2022 07:38
Tarantino segir Gurru grís vera bestu útflutningsvöru Breta Quentin Tarantino, kvikmyndaleikstjóri, hefur horft mikið á teiknimyndaþættina Gurru grís með tveggja ára syni sínum, Leo. Tarantino nýtur þáttanna ekki síður en sonurinn og sagði nýlega að Gurra grís væri „besta útflutningsvara Breta á þessum áratugi.“ Bíó og sjónvarp 8. júlí 2022 12:56
Barnaníðingsmælirinn ekki meiðyrði Sacha Baron Cohen var í gær sýknaður fyrir dómi í Manhattan í máli sem Roy Moore, fyrrverandi dómari í Alabama, höfðaði gegn honum. Moore vildi meina að Cohen hafi látið hann líta út fyrir að vera barnaníðing í þætti sínum „Who Is America?“. Erlent 8. júlí 2022 11:17
Stórleikarinn James Caan er látinn Stórleikarinn James Caan er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum um klukkan fimm í dag, að íslenskum tíma, en hann var 82 ára gamall og átti fimm börn, þar á meðal leikarann Scott Caan. Lífið 7. júlí 2022 17:26
Var látin vigta sig í beinni Victoria Beckham rifjar upp slæma lífsreynslu þegar hún var látin vigta sig í beinni útsendingu skömmu eftir að hafa eignast frumburðinn sinn Brooklyn í viðtali við Vogue Ástralíu. Lífið 6. júlí 2022 13:31
Fræg pör sem giftu sig 4. júlí Í gær var þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna, hinn 4.júlí en hann er einnig brúðkaupsdagur margra frægra para sem völdu daginn til þess að gera að sínum. Lífið 5. júlí 2022 15:30
Væntanlegt í bíó: Af hundum, köttum, ljónum og Baltasari Nú er genginn í garð sá árstími sem Hollywood gefur út sínar dýrustu myndir og væntir aðsóknar í takt við reikninginn. Nú þegar hafa nýjar Top Gun og Jurassic World myndir litið dagsins ljós og á morgun bætist Thor: Love and Thunder í hópinn. Það er svo í ágúst sem fullorðnir fá loks eitthvað fyrir sinn snúð þegar myndir á við Bullet Train, Beast og Nope koma út. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2022 14:30
„Ég myndi vilja eignast fleiri börn“ Söngkonan Adele sagði að hún væri með áhuga á því að eignast fleiri börn í framtíðinni, ef það er í boði, í viðtali við BBC. Fyrir á hún rúmlega níu ára son, Angelo, með fyrrverandi eiginmanni sínum. Lífið 5. júlí 2022 12:20
Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. Tónlist 5. júlí 2022 11:00
Lindsay Lohan gifti sig Lindsay Lohan hefur gengið í það heilaga með fjármálamanninum Bader Shammas eftir að hafa tilkynnt um trúlofun þeirra í nóvember á síðasta ári. Lífið 4. júlí 2022 16:01
Hollywood fréttir: Hata allir Chris Pratt? Sjónvarpsframleiðandinn Amy Berg velti því upp á Twitter árið 2020 hver væri óvinsælasti leikarinn með fornafnið Chris: Hemsworth, Evans, Pine eða Pratt. Pratt var þar níddur af miklum meirihluta svarenda. Síðan þá hefur hann þurft að þola að vera sagður óvinsælasti leikarinn með nafnið Chris í Hollywood. Bíó og sjónvarp 3. júlí 2022 10:14
Joe Turkel er látinn Bandaríski leikarinn Joe Turkel er látinn 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner. Lífið 2. júlí 2022 16:58
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. Innlent 1. júlí 2022 08:11
Eignum Boseman skipt jafnt milli ekkju hans og foreldra Þegar leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir tveimur árum hafði ekki verið gerð erfðaskrá og því ekki ljóst hvernig ætti að skipta eignum hans. Nú hefur verið ákveðið að eftirlátnar eignir Boseman, um 2,5 milljónir bandaríkjadala, muni skiptast jafnt á milli foreldra Boseman og ekkju hans. Lífið 30. júní 2022 17:20
Tom Hiddleston og Zawe Ashton eiga von á barni Leikarinn Tom Hiddleston og leikkonan Zawe Ashton eru að verða foreldrar. Þetta er þeirra fyrsta barn saman en parið trúlofaði sig í mars á þessu ári. Lífið 30. júní 2022 15:01
Cameron Diaz snýr aftur á skjáinn eftir langt hlé Bandaríska leikkonan Cameron Diaz mun snúa aftur til vinnu í Hollywood eftir átta ára hlé. Hún mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Back in Action, sem Netflix framleiðir. Bíó og sjónvarp 30. júní 2022 07:49
Tökur hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár Aðdáendur ofurnjósnarans James Bond þurfa að sætta sig við dágóða bið eftir næstu mynd samkvæmt upplýsingum frá Barböru Broccoli, framleiðanda myndanna. Framleiðsla myndarinnar muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Bíó og sjónvarp 29. júní 2022 22:48
Travis Barker með brisbólgu Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182 og nýbakaður eiginmaður Kourtney Kardashian, liggur nú inni á spítala með brisbólgu. Lífið 29. júní 2022 21:11